Lægri barnabætur Oddný G. Harðardóttir skrifar 2. maí 2014 08:52 Þeir rúmu 10 milljarðar sem Alþingi samþykkti í desember að verja ætti í barnabætur munu ekki skila sér að fullu til barnafjölskyldna. Ástæðan er sú að viðmiðum fyrir tekjur og börn hefur ekki verið breytt. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 er þessa setningu að finna: „Að standa vörð um nýlegar hækkanir barnabóta er í samræmi við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar um að styðja dyggilega við bakið á barnafjölskyldum.“ Þarna er vísað til þess að sama upphæð sem samþykkt var í fjárlögum 2013 var látin standa óverðbætt fyrir árið 2014. Árið 2013 var 262 milljóna króna afgangur af þeim 10,2 milljörðum króna sem ætlaðir voru til barnabóta.Kjör barnafjölskyldna Tekjur landsmanna hafa hækkað við nýja kjarasamninga. Þar sem tekjuviðmiðum hefur ekki verið breytt við ákvörðun barnabóta í ár munu færri vera innan tekjuviðmiðanna en á síðasta ári og einnig munu fleiri fá lægri bætur en áður. Barnabætur skerðast með nýjum kjarasamningum. Það þýðir að umtalsverður afgangur verður í árslok 2014 sem ekki verður varið til að bæta hag barna. Kannski er þarna fundin leiðin til að mæta viðbótarafslættinum á veiðigjöldum til útgerðarmanna sem nú er til umræðu á Alþingi?Fátæk börn Lágar tekjur heimila, bæði hvað varðar laun og félagslegar bætur, eru helsta orsök barnafátæktar sem er skammarlega mikil hér á landi. Vanda láglaunafólks mætti þó mæta með almennum hætti með því að hækka barnabætur og þá mest til þeirra sem búa við erfiðustu aðstæðurnar. Þar er stærsti hópurinn barnafjölskyldur sem eiga ekki húsnæði en verja of stórum hluta launa sinna til húsaleigu. Sá hópur fær ekki svokallaða skuldaleiðréttingu hægristjórnarinnar enda skuldar hann ekki verðtryggð húsnæðislán. Í stað þess að auka stuðning við barnafjölskyldur er ríkisstjórnin í raun að lækka barnabætur þegar allar greiningar sýna að það eru barnafjölskyldur sem eru í mestum vanda og fátækum börnum fer fjölgandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Sjá meira
Þeir rúmu 10 milljarðar sem Alþingi samþykkti í desember að verja ætti í barnabætur munu ekki skila sér að fullu til barnafjölskyldna. Ástæðan er sú að viðmiðum fyrir tekjur og börn hefur ekki verið breytt. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 er þessa setningu að finna: „Að standa vörð um nýlegar hækkanir barnabóta er í samræmi við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar um að styðja dyggilega við bakið á barnafjölskyldum.“ Þarna er vísað til þess að sama upphæð sem samþykkt var í fjárlögum 2013 var látin standa óverðbætt fyrir árið 2014. Árið 2013 var 262 milljóna króna afgangur af þeim 10,2 milljörðum króna sem ætlaðir voru til barnabóta.Kjör barnafjölskyldna Tekjur landsmanna hafa hækkað við nýja kjarasamninga. Þar sem tekjuviðmiðum hefur ekki verið breytt við ákvörðun barnabóta í ár munu færri vera innan tekjuviðmiðanna en á síðasta ári og einnig munu fleiri fá lægri bætur en áður. Barnabætur skerðast með nýjum kjarasamningum. Það þýðir að umtalsverður afgangur verður í árslok 2014 sem ekki verður varið til að bæta hag barna. Kannski er þarna fundin leiðin til að mæta viðbótarafslættinum á veiðigjöldum til útgerðarmanna sem nú er til umræðu á Alþingi?Fátæk börn Lágar tekjur heimila, bæði hvað varðar laun og félagslegar bætur, eru helsta orsök barnafátæktar sem er skammarlega mikil hér á landi. Vanda láglaunafólks mætti þó mæta með almennum hætti með því að hækka barnabætur og þá mest til þeirra sem búa við erfiðustu aðstæðurnar. Þar er stærsti hópurinn barnafjölskyldur sem eiga ekki húsnæði en verja of stórum hluta launa sinna til húsaleigu. Sá hópur fær ekki svokallaða skuldaleiðréttingu hægristjórnarinnar enda skuldar hann ekki verðtryggð húsnæðislán. Í stað þess að auka stuðning við barnafjölskyldur er ríkisstjórnin í raun að lækka barnabætur þegar allar greiningar sýna að það eru barnafjölskyldur sem eru í mestum vanda og fátækum börnum fer fjölgandi.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar