Þessi dásamlega pláneta Gunnar Kvaran skrifar 2. maí 2014 08:52 Manneskju sem hefur ævinlega lifað við hestaheilsu er kannski eðlilegt að taka þessari heilsu eins og sjálfsögðum hlut, líkt og sólinni sem kemur upp í austri dag hvern. En ekkert í þessu lífi er sjálfsagt eða sjálfgefið. Heilsufari jarðarinnar verður því miður ekki líkt við hestaheilsu. Gegndarlaus ásókn mannsins í auðævi jarðarinnar hefur veikt heilsu hennar og hún stynur undan þessari hræðilegu misbeitingu mannskepnunnar. Knúin áfram af taumlausri græðgi sem engu eirir er manneskjan búin að knýja jörðina að hættumörkum, sem geta orðið mannkyninu örlagarík ef fram heldur sem horfir. Sífellt fleiri vísindamenn og sérfræðingar hallast nú að þeirri skoðun að hlýnun jarðar (gróðurhúsaáhrif) sé ekki síst af mannavöldum. Fjölmargar alþjóðlegar ráðstefnur um loftslagsbreytingar hafa verið haldnar á undanförnum árum með sorglega litlum árangri. Öll stærstu iðnríki heims, sem að sjálfsögðu menga mest, færast undan eða neita að undirskrifa samninga sem hefðu það að markmiði að minnka mengun í andrúmslofti á láði og legi. Hvað veldur? Að sjálfsögðu kosta nauðsynlegar breytingar fórnir, en hversu stórar eru þær fórnir miðað við raunverulegar hamfarir allrar jarðarinnar eða mikils hluta hennar, til dæmis í formi hungursneyða og flóða? Það er eðlilegt og sjálfsagt að mannkynið nýti sér frjósemi og gjafmildi jarðarinnar, en það er herfileg misnotkun sem er nú að koma okkur í koll.Mikil ábyrgð Við eigum ekki Móður Jörð! Okkur hefur verið trúað fyrir þessari dásamlegu plánetu sem við höfum fengið til afnota, því fylgir mikil ábyrgð. Nýjasta og nærtækasta dæmið um þessi mál eru norðurslóðir. Það er auðvelt að sjá glampann í augum þeirra þjóða sem nú beina sjónum sínum að Grænlandi, því jökullinn er að bráðna og þá eygja menn mikinn gróða. Í öllum þessum fréttum, ráðstefnum og umtali um möguleika norðurslóða, líka fyrir Ísland, er umræða eða umhugsun um afleiðingar bráðnunarinnar nánast ekki nefnd. Það er eins og stundargróðinn loki augum manna fyrir heildarsýn á þessi mál. Það er vísindaleg staðreynd að hundruð ef ekki þúsundir plantna og dýrategunda deyja út árlega og víða eru margar dýrategundir í mikilli útrýmingarhættu. Gefur þetta ekki skýr skilaboð um áhrif mengunar á vistkerfi jarðarinnar, um ábyrgð okkar og alvöru málsins? Ég lifi enn í þeirri von að okkur takist að snúa þessari óheillavænlegu þróun við en til þess þarf hugarfarsbreytingu svo um munar. Ég vona að þeir sem þekkja mátt bænarinnar biðji fyrir ráðamönnum þessa heims. Það er ábyggilega ekki alltaf auðvelt fyrir þessa ráðamenn að fylgja rödd hjarta síns í mikilvægum ákvörðunartökum, því sótt er að þeim úr öllum áttum og þar eru auðhringar, stórfyrirtæki og hagsmunaaðilar úr fjármálaheimi fremstir í flokki. Í þessu máli er framtíð jarðarinnar í húfi. Að lokum læt ég fylgja með þessu greinarkorni litla hugleiðingu um jörðina sem kom til mín í flugi á leið til Kaupmannahafnar frá Beijing sumarið 2012. Það sást til jarðar nánast alla leiðina því veður var einstaklega heiðskírt og bjart. Lofsöngur til jarðar Ó, þú dásamlega pláneta. Nú hef ég svifið yfir lendum þínum í fljúgandi áldreka. Yfir fjöllum, ökrum, eyðimerkum, skógum, vötnum og fljótum. Í sjónhending skynjað fegurð þína, frjósemi, stórbrotið form þitt og mikilfengleik. Í þúsundir ára hefur þú nært okkur, fætt og klætt. Mikil er ábyrgð okkar nú á ögurstund. Erum við verð þess trausts sem þú hefur sýnt okkur með fordæmi þínu og ólýsanlegu jafnaðargeði? Við börnin þín höfum nú mátt til að knýja þig til uppgjafar og þar með binda endi á sköpun þína, fegurð og umhyggju. Eru þetta örlög barna þinna: að skera endanlega á þann lífsstreng sem enn titrar og hljómar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Manneskju sem hefur ævinlega lifað við hestaheilsu er kannski eðlilegt að taka þessari heilsu eins og sjálfsögðum hlut, líkt og sólinni sem kemur upp í austri dag hvern. En ekkert í þessu lífi er sjálfsagt eða sjálfgefið. Heilsufari jarðarinnar verður því miður ekki líkt við hestaheilsu. Gegndarlaus ásókn mannsins í auðævi jarðarinnar hefur veikt heilsu hennar og hún stynur undan þessari hræðilegu misbeitingu mannskepnunnar. Knúin áfram af taumlausri græðgi sem engu eirir er manneskjan búin að knýja jörðina að hættumörkum, sem geta orðið mannkyninu örlagarík ef fram heldur sem horfir. Sífellt fleiri vísindamenn og sérfræðingar hallast nú að þeirri skoðun að hlýnun jarðar (gróðurhúsaáhrif) sé ekki síst af mannavöldum. Fjölmargar alþjóðlegar ráðstefnur um loftslagsbreytingar hafa verið haldnar á undanförnum árum með sorglega litlum árangri. Öll stærstu iðnríki heims, sem að sjálfsögðu menga mest, færast undan eða neita að undirskrifa samninga sem hefðu það að markmiði að minnka mengun í andrúmslofti á láði og legi. Hvað veldur? Að sjálfsögðu kosta nauðsynlegar breytingar fórnir, en hversu stórar eru þær fórnir miðað við raunverulegar hamfarir allrar jarðarinnar eða mikils hluta hennar, til dæmis í formi hungursneyða og flóða? Það er eðlilegt og sjálfsagt að mannkynið nýti sér frjósemi og gjafmildi jarðarinnar, en það er herfileg misnotkun sem er nú að koma okkur í koll.Mikil ábyrgð Við eigum ekki Móður Jörð! Okkur hefur verið trúað fyrir þessari dásamlegu plánetu sem við höfum fengið til afnota, því fylgir mikil ábyrgð. Nýjasta og nærtækasta dæmið um þessi mál eru norðurslóðir. Það er auðvelt að sjá glampann í augum þeirra þjóða sem nú beina sjónum sínum að Grænlandi, því jökullinn er að bráðna og þá eygja menn mikinn gróða. Í öllum þessum fréttum, ráðstefnum og umtali um möguleika norðurslóða, líka fyrir Ísland, er umræða eða umhugsun um afleiðingar bráðnunarinnar nánast ekki nefnd. Það er eins og stundargróðinn loki augum manna fyrir heildarsýn á þessi mál. Það er vísindaleg staðreynd að hundruð ef ekki þúsundir plantna og dýrategunda deyja út árlega og víða eru margar dýrategundir í mikilli útrýmingarhættu. Gefur þetta ekki skýr skilaboð um áhrif mengunar á vistkerfi jarðarinnar, um ábyrgð okkar og alvöru málsins? Ég lifi enn í þeirri von að okkur takist að snúa þessari óheillavænlegu þróun við en til þess þarf hugarfarsbreytingu svo um munar. Ég vona að þeir sem þekkja mátt bænarinnar biðji fyrir ráðamönnum þessa heims. Það er ábyggilega ekki alltaf auðvelt fyrir þessa ráðamenn að fylgja rödd hjarta síns í mikilvægum ákvörðunartökum, því sótt er að þeim úr öllum áttum og þar eru auðhringar, stórfyrirtæki og hagsmunaaðilar úr fjármálaheimi fremstir í flokki. Í þessu máli er framtíð jarðarinnar í húfi. Að lokum læt ég fylgja með þessu greinarkorni litla hugleiðingu um jörðina sem kom til mín í flugi á leið til Kaupmannahafnar frá Beijing sumarið 2012. Það sást til jarðar nánast alla leiðina því veður var einstaklega heiðskírt og bjart. Lofsöngur til jarðar Ó, þú dásamlega pláneta. Nú hef ég svifið yfir lendum þínum í fljúgandi áldreka. Yfir fjöllum, ökrum, eyðimerkum, skógum, vötnum og fljótum. Í sjónhending skynjað fegurð þína, frjósemi, stórbrotið form þitt og mikilfengleik. Í þúsundir ára hefur þú nært okkur, fætt og klætt. Mikil er ábyrgð okkar nú á ögurstund. Erum við verð þess trausts sem þú hefur sýnt okkur með fordæmi þínu og ólýsanlegu jafnaðargeði? Við börnin þín höfum nú mátt til að knýja þig til uppgjafar og þar með binda endi á sköpun þína, fegurð og umhyggju. Eru þetta örlög barna þinna: að skera endanlega á þann lífsstreng sem enn titrar og hljómar?
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun