Við ætlum samt að svíkja Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. maí 2014 06:00 Alþingismenn fengu í gær afhentar 53.555 undirskriftir sem söfnuðust undir áskorun til þingsins um að leggja til hliðar tillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Í staðinn krefjast þessi ríflega 22 prósent kjósenda þess að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla, þar sem spurt verði hvort kjósendur vilji halda áfram aðildarviðræðunum við ESB eða að þeim verði slitið. Alþingi hefur áður fengið afhentar kröfur um þjóðaratkvæði, sem ekki hefur verið tekið mark á. Munurinn á þeim kröfum og þeirri sem meira en fimmtungur kjósenda hefur nú undirritað er að verið er að fara fram á að stjórnarflokkarnir standi við loforð sem þeir gáfu sjálfir fyrir kosningar, um að þjóðin fengi að ákveða framhald aðildarviðræðnanna. Það loforð var skýrar orðað af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Formaður flokksins, varaformaðurinn og allir hinir ráðherrarnir núverandi lofuðu því að þjóðin fengi að ákveða á kjörtímabilinu – og formaðurinn tiltók að það yrði á fyrri hluta þess – hvort viðræðum við Evrópusambandið yrði haldið áfram. Þetta þótti svo merkilegt kosningaloforð að formaðurinn og varaformaðurinn sáu ástæðu til að taka sérstaklega fram að það yrði staðið við það. Með því að leggja fram tillöguna um viðræðuslit var þetta loforð augljóslega svikið. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sumir hverjir viðurkennt að hörð viðbrögð almennings við þeirri ákvörðun hafi komið þeim á óvart, og það þurfi að koma einhvern veginn til móts við gagnrýnina. Enginn þeirra dregur þó hina rökréttu ályktun; að draga eigi tillöguna til baka og efna til atkvæðagreiðslunnar sem lofað var. Gunnar Bragi Sveinsson beit höfuðið af skömminni í viðtali í hádegisfréttum RÚV í gær, þar sem hann sagði að tillagan yrði ekki dregin til baka, en til greina kæmi að gera einhverjar breytingar á henni til að koma til móts við óánægjuraddir. „Ég vil ítreka það að ég er opinn fyrir hugmyndum ef það er hægt að ná einhverri lendingu sem gerir það samt að verkum að ríkisstjórnin nær sínu að sjálfsögðu fram, um að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu,“ sagði Gunnar Bragi. Það er ekki hægt að orða það öllu skýrar að maður sé í rauninni alls ekki að hlusta. Ef forysta Sjálfstæðisflokksins gerir engar athugasemdir við þennan málflutning er hún líka að segja, ákaflega skýrt, við kjósendur: Spriklið eins og ykkur sýnist, skrifið undir það sem ykkur sýnist og hangið á Austurvelli eins og ykkur sýnist, við ætlum samt að svíkja kosningaloforðið. Utanríkisráðherrann vill klára málið fyrir þinglok. Formaður utanríkismálanefndar, Birgir Ármannsson, telur ólíklegt að það takist. Hugsanlega halda einhverjir í þingliði Sjálfstæðisflokksins að bezt sé að tillagan sofni bara í utanríkismálanefnd; það sé nóg til að koma til móts við óánægjuraddirnar. Á meðan tillagan er ekki dregin til baka, er afstaða ríkisstjórnarinnar hins vegar óbreytt; að það eigi að slíta viðræðunum og svíkja loforðið um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er frekar vont veganesti fyrir frambjóðendur stjórnarflokkanna í sveitarstjórnakosningunum í lok mánaðarins. Svo mikið er víst að dagurinn í gær var góður dagur til að opna vefsíðu nýs Evrópusinnaðs stjórnmálaflokks á hægri vængnum. Hans öflugustu bandamenn eru forystumenn stjórnarflokkanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Alþingismenn fengu í gær afhentar 53.555 undirskriftir sem söfnuðust undir áskorun til þingsins um að leggja til hliðar tillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Í staðinn krefjast þessi ríflega 22 prósent kjósenda þess að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla, þar sem spurt verði hvort kjósendur vilji halda áfram aðildarviðræðunum við ESB eða að þeim verði slitið. Alþingi hefur áður fengið afhentar kröfur um þjóðaratkvæði, sem ekki hefur verið tekið mark á. Munurinn á þeim kröfum og þeirri sem meira en fimmtungur kjósenda hefur nú undirritað er að verið er að fara fram á að stjórnarflokkarnir standi við loforð sem þeir gáfu sjálfir fyrir kosningar, um að þjóðin fengi að ákveða framhald aðildarviðræðnanna. Það loforð var skýrar orðað af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Formaður flokksins, varaformaðurinn og allir hinir ráðherrarnir núverandi lofuðu því að þjóðin fengi að ákveða á kjörtímabilinu – og formaðurinn tiltók að það yrði á fyrri hluta þess – hvort viðræðum við Evrópusambandið yrði haldið áfram. Þetta þótti svo merkilegt kosningaloforð að formaðurinn og varaformaðurinn sáu ástæðu til að taka sérstaklega fram að það yrði staðið við það. Með því að leggja fram tillöguna um viðræðuslit var þetta loforð augljóslega svikið. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sumir hverjir viðurkennt að hörð viðbrögð almennings við þeirri ákvörðun hafi komið þeim á óvart, og það þurfi að koma einhvern veginn til móts við gagnrýnina. Enginn þeirra dregur þó hina rökréttu ályktun; að draga eigi tillöguna til baka og efna til atkvæðagreiðslunnar sem lofað var. Gunnar Bragi Sveinsson beit höfuðið af skömminni í viðtali í hádegisfréttum RÚV í gær, þar sem hann sagði að tillagan yrði ekki dregin til baka, en til greina kæmi að gera einhverjar breytingar á henni til að koma til móts við óánægjuraddir. „Ég vil ítreka það að ég er opinn fyrir hugmyndum ef það er hægt að ná einhverri lendingu sem gerir það samt að verkum að ríkisstjórnin nær sínu að sjálfsögðu fram, um að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu,“ sagði Gunnar Bragi. Það er ekki hægt að orða það öllu skýrar að maður sé í rauninni alls ekki að hlusta. Ef forysta Sjálfstæðisflokksins gerir engar athugasemdir við þennan málflutning er hún líka að segja, ákaflega skýrt, við kjósendur: Spriklið eins og ykkur sýnist, skrifið undir það sem ykkur sýnist og hangið á Austurvelli eins og ykkur sýnist, við ætlum samt að svíkja kosningaloforðið. Utanríkisráðherrann vill klára málið fyrir þinglok. Formaður utanríkismálanefndar, Birgir Ármannsson, telur ólíklegt að það takist. Hugsanlega halda einhverjir í þingliði Sjálfstæðisflokksins að bezt sé að tillagan sofni bara í utanríkismálanefnd; það sé nóg til að koma til móts við óánægjuraddirnar. Á meðan tillagan er ekki dregin til baka, er afstaða ríkisstjórnarinnar hins vegar óbreytt; að það eigi að slíta viðræðunum og svíkja loforðið um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er frekar vont veganesti fyrir frambjóðendur stjórnarflokkanna í sveitarstjórnakosningunum í lok mánaðarins. Svo mikið er víst að dagurinn í gær var góður dagur til að opna vefsíðu nýs Evrópusinnaðs stjórnmálaflokks á hægri vængnum. Hans öflugustu bandamenn eru forystumenn stjórnarflokkanna.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun