Mannréttindaborgin Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 7. maí 2014 07:00 Reykjavík er og á að vera til fyrirmyndar í mannréttindamálum. Borg þar sem allir íbúar hafa tækifæri til að taka þátt á sínum forsendum, þroskast, læra og gefa af sér til samfélagsins. Borg þar sem hver og einn íbúi finnur að á hann er hlustað og að hann skiptir jafn miklu máli og allir aðrir íbúar.Burtu með fordóma Með fordómaleysi hefur Reykjavík fyrir löngu skapað sér verðugan sess sem borg hinsegin fólks, margbreytileikinn er Reykjavík mikils virði. Öll vitum við að innflytjendur eru auðlind fyrir samfélagið en það eru líka öryrkjar, aldraðir og fatlað fólk og það er okkar hlutverk að gera þessum hópum kleift að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum.Lífsgæði allra Fólk sem glímir við áskoranir eins og langvinna sjúkdóma og atvinnuleysi getur einnig þurft á stuðningi að halda til að bæta lífsgæði sín og tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Mikilvægt er að Reykjavík leiti fjölbreyttra leiða í samstarfi við atvinnulífið til að virkja fólk til þátttöku á vinnumarkaði í samræmi við aðstæður og hæfni. Eldri borgarar eiga eins og aðrir að ráða sem mestu um eigin aðstæður. Hafa val eins lengi og kostur er um búsetuform, atvinnuþátttöku, hreyfingu og innihaldsríkar tómstundir. Þegar á reynir þarf eldri borgurum einnig að standa til boða öruggur stuðningur og umönnun í samræmi við þarfir hvers og eins.Konur jafnt sem karlar Konur og karlar eiga að njóta sömu réttinda, verndar og tækifæra í Reykjavík, annað er með öllu óásættanlegt. Við viljum að Reykjavíkurborg fái jafnlaunavottun á komandi kjörtímabili sem tryggingu fyrir því að launamunur kynjanna verði leiðréttur í eitt skipti fyrir öll. Við viljum fræða börn og borgara á öllum aldri um jafnrétti. Börnin okkar eiga það skilið að við hjálpum þeim að takast á við brenglaðar staðalmyndir kynjanna sem birtast okkur daglega. Reykjavík á að vinna markvisst gegn öllu ofbeldi en ekki síst kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og huga sérstaklega að þörfum barna í því samhengi. Við viljum innleiða barnasáttmála SÞ inn í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og virkja ungmennaráð, öldungaráð og fjölmenningarráð með beinum hætti við þróun borgarinnar.XS fyrir mannréttindi Mannréttindi koma ekki af sjálfu sér. Það er okkar hlutverk að setja þau á dagskrá og tryggja að stjórnmálin snúist um baráttuna fyrir réttindum og lífsgæðum þeirra sem standa höllum fæti. Samfylkingin ætlar áfram að beita sér í mannréttindamálum og tryggja að borgin okkar verði áfram mannréttindaborgin Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Reykjavík er og á að vera til fyrirmyndar í mannréttindamálum. Borg þar sem allir íbúar hafa tækifæri til að taka þátt á sínum forsendum, þroskast, læra og gefa af sér til samfélagsins. Borg þar sem hver og einn íbúi finnur að á hann er hlustað og að hann skiptir jafn miklu máli og allir aðrir íbúar.Burtu með fordóma Með fordómaleysi hefur Reykjavík fyrir löngu skapað sér verðugan sess sem borg hinsegin fólks, margbreytileikinn er Reykjavík mikils virði. Öll vitum við að innflytjendur eru auðlind fyrir samfélagið en það eru líka öryrkjar, aldraðir og fatlað fólk og það er okkar hlutverk að gera þessum hópum kleift að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum.Lífsgæði allra Fólk sem glímir við áskoranir eins og langvinna sjúkdóma og atvinnuleysi getur einnig þurft á stuðningi að halda til að bæta lífsgæði sín og tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Mikilvægt er að Reykjavík leiti fjölbreyttra leiða í samstarfi við atvinnulífið til að virkja fólk til þátttöku á vinnumarkaði í samræmi við aðstæður og hæfni. Eldri borgarar eiga eins og aðrir að ráða sem mestu um eigin aðstæður. Hafa val eins lengi og kostur er um búsetuform, atvinnuþátttöku, hreyfingu og innihaldsríkar tómstundir. Þegar á reynir þarf eldri borgurum einnig að standa til boða öruggur stuðningur og umönnun í samræmi við þarfir hvers og eins.Konur jafnt sem karlar Konur og karlar eiga að njóta sömu réttinda, verndar og tækifæra í Reykjavík, annað er með öllu óásættanlegt. Við viljum að Reykjavíkurborg fái jafnlaunavottun á komandi kjörtímabili sem tryggingu fyrir því að launamunur kynjanna verði leiðréttur í eitt skipti fyrir öll. Við viljum fræða börn og borgara á öllum aldri um jafnrétti. Börnin okkar eiga það skilið að við hjálpum þeim að takast á við brenglaðar staðalmyndir kynjanna sem birtast okkur daglega. Reykjavík á að vinna markvisst gegn öllu ofbeldi en ekki síst kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og huga sérstaklega að þörfum barna í því samhengi. Við viljum innleiða barnasáttmála SÞ inn í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og virkja ungmennaráð, öldungaráð og fjölmenningarráð með beinum hætti við þróun borgarinnar.XS fyrir mannréttindi Mannréttindi koma ekki af sjálfu sér. Það er okkar hlutverk að setja þau á dagskrá og tryggja að stjórnmálin snúist um baráttuna fyrir réttindum og lífsgæðum þeirra sem standa höllum fæti. Samfylkingin ætlar áfram að beita sér í mannréttindamálum og tryggja að borgin okkar verði áfram mannréttindaborgin Reykjavík.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun