Reykjavíkurflugvöllur, er sáttin að færa hann? Bjarni Gunnarsson skrifar 8. maí 2014 07:00 Haustið 2012 skrifaði undirritaður tvær greinar um samgöngumál og birtust þær í Verktækni, blaði verk- og tæknifræðinga. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og vegna breyttra forsendna leyfi ég mér að rifja upp tillögur mínar varðandi þessi tvö stóru samgöngumál og er hér fyrri grein mín um Reykjavíkurflugvöll. Framtíð hans hefur verið í umræðunni síðan ég man eftir mér og erum við þá að ræða um rúmlega hálfa öld. Staða flugvallarins núna er sú að nefnd hefur verið skipuð undir forsæti Rögnu Árnadóttur til að finna lausnir varðandi framtíð flugvallarins. Sú nefnd skoðar væntanlega gamlar og nýjar tillögur og leitar að nýjum tillögum og er ég hér að vonast til að mín tillaga verði skoðuð líka.Valkostur A4 Tillaga mín um Reykjavíkurflugvöll gengur út á að þar verði tvær flugbrautir til frambúðar og engu að síður flytjist flugvöllurinn að mestu leyti úr Vatnsmýrinni. Til grundvallar tillögu minni er skýrslan „Reykjavíkurflugvöllur – Úttekt á framtíðarstaðsetningu, apríl 2007“ unnin af Samráðsnefnd samgönguráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Þar er fjallað um valkosti A1, A2 og A3, en ég legg til valkost A4, sem er blanda af valkosti A1 (þar er núverandi norðvestur-suðausturbraut framlengd út í sjó um rúmlega hálfan km) og valkosti A3 (þar er byggð ný norður-suðurbraut) og er valkostur A4 sýndur á meðfylgjandi mynd. Hér vil ég telja upp helstu kosti þessarar tillögu, áfanga í byggingu og gróft áætlaðan kostnað sem byggir á uppfærðum kostnaði úr áðurnefndri skýrslu:1. Reykjavíkurflugvöllur verður áfram aðalinnanlandsflugvöllur landsmanna.2. Reykjavíkurflugvöllur getur áfram verið varaflugvöllur fyrir millilandaflug.3. Stór hluti Vatnsmýrar verður byggingarhæft land (gróft áætlað um tveir þriðjuhlutar svæðisins).4. Núverandi mannvirki nýtast eins og best verður á kosið og samgöngumiðstöð fær góðan stað.5. Tillögu A4 er auðvelt að byggja í tveimur aðaláföngum án þess að trufla innanlandsflugið að ráði.Tillaga A4.Áfangar og kostnaður Áfangarnir tveir eru eftirfarandi og er kostnaður þeirra áætlaður út frá áðurnefndri skýrslu:1. áfangi: Bygging nýrrar norður-suðurflugbrautar. Áætlaður kostnaður er um 4 milljarðar kr. við landgerð og fyllingar og um 1 milljarður kr. við flugbrautir og flughlöð, samtals um 5 milljarðar kr. Framkvæmdatíminn gæti verið árin 2018 til 2020 til að mæta ósk Reykjavíkurborgar um að loka norður-suðurflugbrautinni fyrr en seinna.2. áfangi: Lenging núverandi norðvestur-suðausturbrautar um rúman hálfan km til norðvesturs. Áætlaður kostnaður er um 3 milljarðar kr. við landgerð, um 0,5 milljarðar kr. við flugbrautir og um 1 milljarður kr. við vegstokka undir flugbrautir, samtals um 4,5 milljarðar kr. Framkvæmdatíminn gæti verið á árunum 2025 til 2030 til að mæta ósk Reykjavíkurborgar um að fá sem mest landrými í Vatnsmýrinni við lok gildistíma Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030. Til viðbótar ofangreindum kostnaði kemur allur kostnaður við nýja samgöngumiðstöð, nýja aðstöðu Flugfélags Íslands, endurnýjun á búnaði sem hefur verið illa viðhaldið undanfarið o.fl. og má segja að slíkur kostnaður komi til óháð því hvar aðalinnanlandsflugvöllur Íslands verður í framtíðinni. Þessi kostnaður er auk þess líklega í lágmarki í tillögu A4.Uppgröftur úr húsgrunnum Ef ákvörðun verður tekin fljótlega um að fara þessa leið, má í framhaldinu byrja að fylla upp svæðið undir nýja norður-suðurflugbraut og er slík framkvæmd miklu ódýrari en ella, ef þarna er tímanlega opnaður tippur fyrir burðarhæft efni úr húsgrunnum (nýr Landspítali, hótel og þétting byggðar). Fyllingarsvæðið undir flugbrautirnar er brot af þeirri stækkun á hafnarsvæðum Reykjavíkur sem Reykjavíkurhöfn/Faxaflóahafnir hafa staðið fyrir undanfarin ár og þar hefur þessari aðferð verið beitt – að undirbúa verkið tímanlega og fá þannig ódýrt fyllingarefni á svæðið.Sáttin Það er talað um nauðsyn þess að ná sátt í málum. Það er engin sátt um að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram óbreyttur og það er engin sátt um að loka honum. Tillögu A4 tel ég að megi kalla sáttatillögu. Ég læt þetta gott heita um Reykjavíkurflugvöll. Seinni grein mín verður um Sundabraut og birtist hún vonandi fljótlega í Fréttablaðinu. Tengillinn á grein mína í Verktækni haustið 2012 er: http://www.vfi.is/utgafa/verktaekni/ og var greinin birt í tölublaði 4 það ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið 2012 skrifaði undirritaður tvær greinar um samgöngumál og birtust þær í Verktækni, blaði verk- og tæknifræðinga. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og vegna breyttra forsendna leyfi ég mér að rifja upp tillögur mínar varðandi þessi tvö stóru samgöngumál og er hér fyrri grein mín um Reykjavíkurflugvöll. Framtíð hans hefur verið í umræðunni síðan ég man eftir mér og erum við þá að ræða um rúmlega hálfa öld. Staða flugvallarins núna er sú að nefnd hefur verið skipuð undir forsæti Rögnu Árnadóttur til að finna lausnir varðandi framtíð flugvallarins. Sú nefnd skoðar væntanlega gamlar og nýjar tillögur og leitar að nýjum tillögum og er ég hér að vonast til að mín tillaga verði skoðuð líka.Valkostur A4 Tillaga mín um Reykjavíkurflugvöll gengur út á að þar verði tvær flugbrautir til frambúðar og engu að síður flytjist flugvöllurinn að mestu leyti úr Vatnsmýrinni. Til grundvallar tillögu minni er skýrslan „Reykjavíkurflugvöllur – Úttekt á framtíðarstaðsetningu, apríl 2007“ unnin af Samráðsnefnd samgönguráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Þar er fjallað um valkosti A1, A2 og A3, en ég legg til valkost A4, sem er blanda af valkosti A1 (þar er núverandi norðvestur-suðausturbraut framlengd út í sjó um rúmlega hálfan km) og valkosti A3 (þar er byggð ný norður-suðurbraut) og er valkostur A4 sýndur á meðfylgjandi mynd. Hér vil ég telja upp helstu kosti þessarar tillögu, áfanga í byggingu og gróft áætlaðan kostnað sem byggir á uppfærðum kostnaði úr áðurnefndri skýrslu:1. Reykjavíkurflugvöllur verður áfram aðalinnanlandsflugvöllur landsmanna.2. Reykjavíkurflugvöllur getur áfram verið varaflugvöllur fyrir millilandaflug.3. Stór hluti Vatnsmýrar verður byggingarhæft land (gróft áætlað um tveir þriðjuhlutar svæðisins).4. Núverandi mannvirki nýtast eins og best verður á kosið og samgöngumiðstöð fær góðan stað.5. Tillögu A4 er auðvelt að byggja í tveimur aðaláföngum án þess að trufla innanlandsflugið að ráði.Tillaga A4.Áfangar og kostnaður Áfangarnir tveir eru eftirfarandi og er kostnaður þeirra áætlaður út frá áðurnefndri skýrslu:1. áfangi: Bygging nýrrar norður-suðurflugbrautar. Áætlaður kostnaður er um 4 milljarðar kr. við landgerð og fyllingar og um 1 milljarður kr. við flugbrautir og flughlöð, samtals um 5 milljarðar kr. Framkvæmdatíminn gæti verið árin 2018 til 2020 til að mæta ósk Reykjavíkurborgar um að loka norður-suðurflugbrautinni fyrr en seinna.2. áfangi: Lenging núverandi norðvestur-suðausturbrautar um rúman hálfan km til norðvesturs. Áætlaður kostnaður er um 3 milljarðar kr. við landgerð, um 0,5 milljarðar kr. við flugbrautir og um 1 milljarður kr. við vegstokka undir flugbrautir, samtals um 4,5 milljarðar kr. Framkvæmdatíminn gæti verið á árunum 2025 til 2030 til að mæta ósk Reykjavíkurborgar um að fá sem mest landrými í Vatnsmýrinni við lok gildistíma Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030. Til viðbótar ofangreindum kostnaði kemur allur kostnaður við nýja samgöngumiðstöð, nýja aðstöðu Flugfélags Íslands, endurnýjun á búnaði sem hefur verið illa viðhaldið undanfarið o.fl. og má segja að slíkur kostnaður komi til óháð því hvar aðalinnanlandsflugvöllur Íslands verður í framtíðinni. Þessi kostnaður er auk þess líklega í lágmarki í tillögu A4.Uppgröftur úr húsgrunnum Ef ákvörðun verður tekin fljótlega um að fara þessa leið, má í framhaldinu byrja að fylla upp svæðið undir nýja norður-suðurflugbraut og er slík framkvæmd miklu ódýrari en ella, ef þarna er tímanlega opnaður tippur fyrir burðarhæft efni úr húsgrunnum (nýr Landspítali, hótel og þétting byggðar). Fyllingarsvæðið undir flugbrautirnar er brot af þeirri stækkun á hafnarsvæðum Reykjavíkur sem Reykjavíkurhöfn/Faxaflóahafnir hafa staðið fyrir undanfarin ár og þar hefur þessari aðferð verið beitt – að undirbúa verkið tímanlega og fá þannig ódýrt fyllingarefni á svæðið.Sáttin Það er talað um nauðsyn þess að ná sátt í málum. Það er engin sátt um að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram óbreyttur og það er engin sátt um að loka honum. Tillögu A4 tel ég að megi kalla sáttatillögu. Ég læt þetta gott heita um Reykjavíkurflugvöll. Seinni grein mín verður um Sundabraut og birtist hún vonandi fljótlega í Fréttablaðinu. Tengillinn á grein mína í Verktækni haustið 2012 er: http://www.vfi.is/utgafa/verktaekni/ og var greinin birt í tölublaði 4 það ár.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun