Ríka fólkið hans Árna Páls Þorsteinn Sæmundsson skrifar 14. maí 2014 00:00 Nú þegar hillir undir að ríkisstjórnarflokkarnir efni helstu og stærstu kosningaloforð sín fara andstæðingar stjórnarinnar hamförum í áróðri sínum gegn ráðstöfunum sem felast í frumvörpunum tveimur sem nú liggja fyrir þinginu. Því er haldið fram að aðgerðirnar auki verðbólgu, hækki vexti og skaði fjárhag ríkis og sveitarfélaga inn í framtíðina. Aðgerðin, sem er tvíþætt, almenn og reist á réttlæti og sanngirni, mun hafa lágmarksáhrif á verðbólgu og vexti. Hún mun til skamms tíma hafa nokkur áhrif á sveitarfélögin en allar líkur eru á að þau áhrif fjari út og að sveitarfélög og ríki muni til langs tíma hagnast vegna betri skuldastöðu heimilanna. Því er nú haldið fram af hálfu andstæðinga ríkisstjórnarinnar að þeir tekjuhæstu og eignamestu muni hagnast mest á aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Því fer fjarri. Hið sanna er að helmingur skuldaniðurfellingarinnar gagnast fólki með heimilistekjur undir sex milljónum króna á ári eins og til dæmis tveimur ASÍ-félögum sem halda heimili saman. 60 prósent upphæðarinnar koma í hlut fólks með heimilistekjur undir átta milljónum á ári, svo sem eins og tveimur kennurum eða tveimur BSRB-félögum. 80 prósent upphæðarinnar renna til fjölskyldna sem skulda meira en helming í íbúðarhúsnæði sínu. Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili er rúmlega 1,1 milljón krónur og tæplega helmingur heimila fær niðurfærslu á bilinu hálf til ein milljón krónur. Þessir hópar, ASÍ-félagar með meðallaun og BSRB/BHR-fólk með meðallaun þeirra samtaka, sem getið er um hér að framan, eru samkvæmt grein formanns Samfylkingarinnar í Fréttablaðinu sl. mánudag ríka fólkið á Íslandi. Sú skilgreining kemur kannski ekki svo mikið á óvart þegar þess er gætt að ríkisstjórn sú sem formaðurinn sat í hífði láglaunafólk upp í milliskattþrep meðan hún sat að völdum. Þá ráðstöfun hefur núverandi ríkisstjórn þegar leiðrétt og hækkað tekjumark þeirra sem eru í neðsta skattþrepi. Ríkisstjórnin er þannig alls ósammála formanni Samfylkingarinnar um að þessir hópar myndi hóp ríkra Íslendinga. Skattaráðstafanir ríkisstjórnarinnar munu skila fjölskyldunum í landinu 5 milljörðum króna í auknum ráðstöfunartekjum. Þannig lýsir núverandi ríkisstjórn yfir eindregnum stuðningi við heimilin í landinu og baráttu þeirra fyrir bættum lífskjörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Nú þegar hillir undir að ríkisstjórnarflokkarnir efni helstu og stærstu kosningaloforð sín fara andstæðingar stjórnarinnar hamförum í áróðri sínum gegn ráðstöfunum sem felast í frumvörpunum tveimur sem nú liggja fyrir þinginu. Því er haldið fram að aðgerðirnar auki verðbólgu, hækki vexti og skaði fjárhag ríkis og sveitarfélaga inn í framtíðina. Aðgerðin, sem er tvíþætt, almenn og reist á réttlæti og sanngirni, mun hafa lágmarksáhrif á verðbólgu og vexti. Hún mun til skamms tíma hafa nokkur áhrif á sveitarfélögin en allar líkur eru á að þau áhrif fjari út og að sveitarfélög og ríki muni til langs tíma hagnast vegna betri skuldastöðu heimilanna. Því er nú haldið fram af hálfu andstæðinga ríkisstjórnarinnar að þeir tekjuhæstu og eignamestu muni hagnast mest á aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Því fer fjarri. Hið sanna er að helmingur skuldaniðurfellingarinnar gagnast fólki með heimilistekjur undir sex milljónum króna á ári eins og til dæmis tveimur ASÍ-félögum sem halda heimili saman. 60 prósent upphæðarinnar koma í hlut fólks með heimilistekjur undir átta milljónum á ári, svo sem eins og tveimur kennurum eða tveimur BSRB-félögum. 80 prósent upphæðarinnar renna til fjölskyldna sem skulda meira en helming í íbúðarhúsnæði sínu. Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili er rúmlega 1,1 milljón krónur og tæplega helmingur heimila fær niðurfærslu á bilinu hálf til ein milljón krónur. Þessir hópar, ASÍ-félagar með meðallaun og BSRB/BHR-fólk með meðallaun þeirra samtaka, sem getið er um hér að framan, eru samkvæmt grein formanns Samfylkingarinnar í Fréttablaðinu sl. mánudag ríka fólkið á Íslandi. Sú skilgreining kemur kannski ekki svo mikið á óvart þegar þess er gætt að ríkisstjórn sú sem formaðurinn sat í hífði láglaunafólk upp í milliskattþrep meðan hún sat að völdum. Þá ráðstöfun hefur núverandi ríkisstjórn þegar leiðrétt og hækkað tekjumark þeirra sem eru í neðsta skattþrepi. Ríkisstjórnin er þannig alls ósammála formanni Samfylkingarinnar um að þessir hópar myndi hóp ríkra Íslendinga. Skattaráðstafanir ríkisstjórnarinnar munu skila fjölskyldunum í landinu 5 milljörðum króna í auknum ráðstöfunartekjum. Þannig lýsir núverandi ríkisstjórn yfir eindregnum stuðningi við heimilin í landinu og baráttu þeirra fyrir bættum lífskjörum.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun