Ríka fólkið hans Árna Páls Þorsteinn Sæmundsson skrifar 14. maí 2014 00:00 Nú þegar hillir undir að ríkisstjórnarflokkarnir efni helstu og stærstu kosningaloforð sín fara andstæðingar stjórnarinnar hamförum í áróðri sínum gegn ráðstöfunum sem felast í frumvörpunum tveimur sem nú liggja fyrir þinginu. Því er haldið fram að aðgerðirnar auki verðbólgu, hækki vexti og skaði fjárhag ríkis og sveitarfélaga inn í framtíðina. Aðgerðin, sem er tvíþætt, almenn og reist á réttlæti og sanngirni, mun hafa lágmarksáhrif á verðbólgu og vexti. Hún mun til skamms tíma hafa nokkur áhrif á sveitarfélögin en allar líkur eru á að þau áhrif fjari út og að sveitarfélög og ríki muni til langs tíma hagnast vegna betri skuldastöðu heimilanna. Því er nú haldið fram af hálfu andstæðinga ríkisstjórnarinnar að þeir tekjuhæstu og eignamestu muni hagnast mest á aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Því fer fjarri. Hið sanna er að helmingur skuldaniðurfellingarinnar gagnast fólki með heimilistekjur undir sex milljónum króna á ári eins og til dæmis tveimur ASÍ-félögum sem halda heimili saman. 60 prósent upphæðarinnar koma í hlut fólks með heimilistekjur undir átta milljónum á ári, svo sem eins og tveimur kennurum eða tveimur BSRB-félögum. 80 prósent upphæðarinnar renna til fjölskyldna sem skulda meira en helming í íbúðarhúsnæði sínu. Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili er rúmlega 1,1 milljón krónur og tæplega helmingur heimila fær niðurfærslu á bilinu hálf til ein milljón krónur. Þessir hópar, ASÍ-félagar með meðallaun og BSRB/BHR-fólk með meðallaun þeirra samtaka, sem getið er um hér að framan, eru samkvæmt grein formanns Samfylkingarinnar í Fréttablaðinu sl. mánudag ríka fólkið á Íslandi. Sú skilgreining kemur kannski ekki svo mikið á óvart þegar þess er gætt að ríkisstjórn sú sem formaðurinn sat í hífði láglaunafólk upp í milliskattþrep meðan hún sat að völdum. Þá ráðstöfun hefur núverandi ríkisstjórn þegar leiðrétt og hækkað tekjumark þeirra sem eru í neðsta skattþrepi. Ríkisstjórnin er þannig alls ósammála formanni Samfylkingarinnar um að þessir hópar myndi hóp ríkra Íslendinga. Skattaráðstafanir ríkisstjórnarinnar munu skila fjölskyldunum í landinu 5 milljörðum króna í auknum ráðstöfunartekjum. Þannig lýsir núverandi ríkisstjórn yfir eindregnum stuðningi við heimilin í landinu og baráttu þeirra fyrir bættum lífskjörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Nú þegar hillir undir að ríkisstjórnarflokkarnir efni helstu og stærstu kosningaloforð sín fara andstæðingar stjórnarinnar hamförum í áróðri sínum gegn ráðstöfunum sem felast í frumvörpunum tveimur sem nú liggja fyrir þinginu. Því er haldið fram að aðgerðirnar auki verðbólgu, hækki vexti og skaði fjárhag ríkis og sveitarfélaga inn í framtíðina. Aðgerðin, sem er tvíþætt, almenn og reist á réttlæti og sanngirni, mun hafa lágmarksáhrif á verðbólgu og vexti. Hún mun til skamms tíma hafa nokkur áhrif á sveitarfélögin en allar líkur eru á að þau áhrif fjari út og að sveitarfélög og ríki muni til langs tíma hagnast vegna betri skuldastöðu heimilanna. Því er nú haldið fram af hálfu andstæðinga ríkisstjórnarinnar að þeir tekjuhæstu og eignamestu muni hagnast mest á aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Því fer fjarri. Hið sanna er að helmingur skuldaniðurfellingarinnar gagnast fólki með heimilistekjur undir sex milljónum króna á ári eins og til dæmis tveimur ASÍ-félögum sem halda heimili saman. 60 prósent upphæðarinnar koma í hlut fólks með heimilistekjur undir átta milljónum á ári, svo sem eins og tveimur kennurum eða tveimur BSRB-félögum. 80 prósent upphæðarinnar renna til fjölskyldna sem skulda meira en helming í íbúðarhúsnæði sínu. Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili er rúmlega 1,1 milljón krónur og tæplega helmingur heimila fær niðurfærslu á bilinu hálf til ein milljón krónur. Þessir hópar, ASÍ-félagar með meðallaun og BSRB/BHR-fólk með meðallaun þeirra samtaka, sem getið er um hér að framan, eru samkvæmt grein formanns Samfylkingarinnar í Fréttablaðinu sl. mánudag ríka fólkið á Íslandi. Sú skilgreining kemur kannski ekki svo mikið á óvart þegar þess er gætt að ríkisstjórn sú sem formaðurinn sat í hífði láglaunafólk upp í milliskattþrep meðan hún sat að völdum. Þá ráðstöfun hefur núverandi ríkisstjórn þegar leiðrétt og hækkað tekjumark þeirra sem eru í neðsta skattþrepi. Ríkisstjórnin er þannig alls ósammála formanni Samfylkingarinnar um að þessir hópar myndi hóp ríkra Íslendinga. Skattaráðstafanir ríkisstjórnarinnar munu skila fjölskyldunum í landinu 5 milljörðum króna í auknum ráðstöfunartekjum. Þannig lýsir núverandi ríkisstjórn yfir eindregnum stuðningi við heimilin í landinu og baráttu þeirra fyrir bættum lífskjörum.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun