Gullið er bónus Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. maí 2014 06:00 Fanney með gullið. Mynd/Aðsend „Þetta var alveg æðislegt,“ segir Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona úr Gróttu, en hún varð í gær heimsmeistari unglinga í bekkpressu í -63 kg flokki. Fanney gjörsamlega valtaði yfir keppendur sína í gær en hún lyfti mest 135 kílóum. Sú sem lenti í öðru sæti lyfti mest 120 kg og var ekki nálægt Fanneyju. „Ég var mjög vel stemmd og mætti bara í mótið einbeitt á hvað ég ætlaði að gera og hugsaði ekkert um hina keppendurna. Markmiðið var að komast á pall. Ég var ekki að setja stefnuna á eitthvert sæti þannig að þetta gull er bara bónus.“ Fanney keppti á sama móti í fyrra en fékk þá bronsverðlaun. Hún hafnaði reyndar í fjórða sæti á eftir keppanda frá Kasakstan sem féll síðar á lyfjaprófi. „Ég fékk aldrei að taka á móti verðlaununum í fyrra þannig að núna varð ég að fara upp á þennan pall.“ Í fyrra lyfti Fanney 115 kg þannig að bætingin í Rödby var mikil, eða heil 20 kíló. Þessi gríðarlega efnilega lyftingakona á eitt ár eftir í „junior“-flokki og getur því varið titil sinn að ári. „Ég fer bara aftur á næsta ári og bæti mig enn meira,“ segir hún ákveðin. Fanney meiddist á Íslandsmótinu í febrúar og hefur ekki verið alveg heil í nokkurn tíma en lét það ekkert á sig fá í Danmörku. „Pétur, sjúkraþjálfarinn minn, er búinn að vinna vel með mig. Ég er kannski ekki alveg heil en í fínu keppnisstandi,“ segir hún. Hvað tekur svo við í sumar? „Í ágúst er Norðurlandamót í bekkpressu á Íslandi. Nú hefjast bara æfingar fyrir það. Fyrst ætla ég samt til Kaupmannahafnar í tvo daga að hitta systur mína áður en ég kem heim á föstudaginn. Það verður ljúft,“ segir Fanney Hauksdóttir. Innlendar Mest lesið Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fannst látinn inn á leikvanginum Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Sjá meira
„Þetta var alveg æðislegt,“ segir Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona úr Gróttu, en hún varð í gær heimsmeistari unglinga í bekkpressu í -63 kg flokki. Fanney gjörsamlega valtaði yfir keppendur sína í gær en hún lyfti mest 135 kílóum. Sú sem lenti í öðru sæti lyfti mest 120 kg og var ekki nálægt Fanneyju. „Ég var mjög vel stemmd og mætti bara í mótið einbeitt á hvað ég ætlaði að gera og hugsaði ekkert um hina keppendurna. Markmiðið var að komast á pall. Ég var ekki að setja stefnuna á eitthvert sæti þannig að þetta gull er bara bónus.“ Fanney keppti á sama móti í fyrra en fékk þá bronsverðlaun. Hún hafnaði reyndar í fjórða sæti á eftir keppanda frá Kasakstan sem féll síðar á lyfjaprófi. „Ég fékk aldrei að taka á móti verðlaununum í fyrra þannig að núna varð ég að fara upp á þennan pall.“ Í fyrra lyfti Fanney 115 kg þannig að bætingin í Rödby var mikil, eða heil 20 kíló. Þessi gríðarlega efnilega lyftingakona á eitt ár eftir í „junior“-flokki og getur því varið titil sinn að ári. „Ég fer bara aftur á næsta ári og bæti mig enn meira,“ segir hún ákveðin. Fanney meiddist á Íslandsmótinu í febrúar og hefur ekki verið alveg heil í nokkurn tíma en lét það ekkert á sig fá í Danmörku. „Pétur, sjúkraþjálfarinn minn, er búinn að vinna vel með mig. Ég er kannski ekki alveg heil en í fínu keppnisstandi,“ segir hún. Hvað tekur svo við í sumar? „Í ágúst er Norðurlandamót í bekkpressu á Íslandi. Nú hefjast bara æfingar fyrir það. Fyrst ætla ég samt til Kaupmannahafnar í tvo daga að hitta systur mína áður en ég kem heim á föstudaginn. Það verður ljúft,“ segir Fanney Hauksdóttir.
Innlendar Mest lesið Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fannst látinn inn á leikvanginum Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Sjá meira