Spennandi borgarstjórnarkosningar framundan Björgvin Guðmundsson skrifar 26. maí 2014 00:00 Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík eru skammt undan en kosið verður 31. maí. Útlit er fyrir spennandi kosningar. Samkvæmt skoðanakönnunum er mikil hreyfing á fylginu. Svo virðist að vísu sem Samfylking og Björt framtíð séu nokkuð örugg með að fá meirihluta í borgarstjórn. En samkvæmt síðustu könnun Fréttablaðsins í lok apríl bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig frá næstu könnun á undan og Björt framtíð tapaði nokkru fylgi á sama tímabili. Samfylkingin bætti við sig. Framsókn er óráðin stærð; var ekki með kjörinn fulltrúa í þessari könnun en mér kæmi ekki á óvart þó Framsókn fengi kjörinn borgarfulltrúa í sjálfum kosningunum. Samkvæmt umræddri könnun er Samfylkingin með 4 fulltrúa kjörna, Björt framtíð með sömu tölu kjörinna fulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn með 5 fulltrúa. VG er með 1 fulltrúa og Píratar með 1. Síðari kannanir leiða í ljós stóraukið fylgi Samfylkingarinnar og minna fylgi Sjálfstæðisflokksins. Samfylking og Björt framtíð eru þá með 10 borgarfulltrúa samanlagt.Dagur vinsælt borgarstjóraefni Skoðanakönnun Fréttablaðsins í lok apríl um það hver verði borgarstjóri er skemmtileg. 56,5% vilja, að Dagur B.Eggertsson verði borgarstjóri, 16% vilja, að Halldór Halldórsson verði borgarstjóri og 8,8% vilja fá Björn Blöndal sem borgarstjóra. Yfirburðafylgi Dags B.Eggertssonar í þessari könnun um það hvern menn vilja fá sem borgarstjóra er athyglisvert. Fylgi hans er tvölfalt meira en fylgi Samfylkingarinnar. Hver skyldi vera skýringin á þessu mikla fylgi Dags? Sennilega á það mikinn þátt í fylgi Dags hve hógvær hann var í samstarfinu við Besta flokkinn. Dagur sætti sig vel við það, að Jón Gnarr settist í borgarstjórastólinn eftir síðustu kosningar og hann veitti honum fullan stuðning og aðstoð. Einhver hefði í sporum Dags reynt að ná borgarstjórastólnum og bent á, að Jón Gnarr hefði enga þekkingu á borgarmálum og væri því óhæfur til þess að gegna embætti borgarstjóra. En Dagur B.Eggertsson reyndi ekkert slíkt.Róttækar tillögur í húsnæðismálum Dagur hefur sem formaður borgarráðs og leiðtogi Samfylkingarinnar í borgarstjórn haft forustu fyrir því, að lagðar væru fram róttækar tillögur í húsnæðismálum, þar sem gert er ráð fyrir því að borgin beiti sér fyrir byggingu fjölda leiguíbúða á næstu árum. Dagur segir, að borgin sé með yfirgripsmikla aðgerðaraætlun um fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða, um 2500-3000 á næstu 3-5 árum. Samfylkingin leggur áherslu á byggingu lítilla íbúða á svæði 101. Hugsunin er sú, að íbúðirnar verði vel viðráðanlegar ungu fólki og með því að staðsetja flestar þeirra á svæði 101 geta þeir, sem fá íbúðir þar, sparað sér það að kaupa bíl. Samfylkingin leggur áherslu á, að þetta unga fólk þurfi ekki að steypa sér í skuldir.Ágreiningur um atvinnumál og húsnæðismál Helstu ágreiningsefnin í borgarstjórn eru eins og áður spurningin um það hvað borgin eigi að hafa mikil afskipti af atvinnumálum og húsnæðismálum. Sjálfstæðisflokkurinn vill, að þessi afskipti borgarinnar séu sem minnst og einkaframtakið leysi málin. Samfylkingin vill, að Reykjavíkurborg hafi veruleg afskipti af atvinnumálum og húsnæðismálum. Á því kjörtímabili, sem senn er á enda, beitti Samfylkingin sér fyrir því, að borgin gerði átak í atvinnumálum, m.a. til þess að draga úr atvinnuleysi. Borgin jók t.d. verulega vinnu við viðhaldsverkefni og það minnkaði atvinnuleysi. Samfylkingin leggur einnig mikla áherslu á skóla-og velferðarmál. Undir velferðarmál heyrir félagsþjónustan og fjárhagsaðstoð við þá, sem dottnir eru út af atvinnuleysisskrá og ekki geta séð sér farborða af þeim ástæðum eða öðrum. Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýnir oft mikla fjárhagsaðstoð borgarinnar og telur, að hún geti fest fólk á bótum. Borgin ver 22 milljörðum kr. í fjárhagsaðstoð á þessu ári.Orkuveitan reist við Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar hefur unnið stórvirki í því að rétta við fjárhag Orkuveitunnar. Þetta mikilvæga fyrirtæki borgarbúa stefndi beint í gjaldþrot. En meirihlutanum tókst að rétta fyrirtækið við með miklum niðurskurði og sparnaði. Skuldir Orkuveitunnar voru lækkaðar um 40 milljarða árið 2013. Það ár var hagnaður Orkuveitunnar 17,2 milljarðar. Það hafa orðið alger umskipti í rekstri fyrirtækisins. Deilt er um það hvort skuldir Reykjavíkurborgar hafi aukist eða minnkað. Þegar fyrirtæki borgarinnar eru talin með borgarsjóði kemur í ljós, að skuldir borgarinnar hafa minnkað. Þar munar mest um lækkun skulda Orkuveitunnar.Hvað gera VG og Píratar? Fróðlegt verður að sjá hver útkoman í kosningunum í Reykjavík verður, þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Heldur núverandi meirihluti velli eða ekki? Ég tel líklegt,að Samfylkingin fái jafnvel meira fylgi en síðustu skoðanakannanir gefa til kynna. Hins vegar gæti Björt framtíð tapað örlitlu meira fylgi. Ef þessir 2 flokkar fá ekki meirihluta, t.d. aðeins 7 fulltrúa, vaknar spurningin hvort VG mundi ganga til samstarfs við fyrrum meirihluta og/ eða Píratar. Líklegt er að svo yrði. Trúlega vilja hvorki Vinstri grænir né Píratar hjálpa Sjálfstæðisflokknum til valda á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík eru skammt undan en kosið verður 31. maí. Útlit er fyrir spennandi kosningar. Samkvæmt skoðanakönnunum er mikil hreyfing á fylginu. Svo virðist að vísu sem Samfylking og Björt framtíð séu nokkuð örugg með að fá meirihluta í borgarstjórn. En samkvæmt síðustu könnun Fréttablaðsins í lok apríl bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig frá næstu könnun á undan og Björt framtíð tapaði nokkru fylgi á sama tímabili. Samfylkingin bætti við sig. Framsókn er óráðin stærð; var ekki með kjörinn fulltrúa í þessari könnun en mér kæmi ekki á óvart þó Framsókn fengi kjörinn borgarfulltrúa í sjálfum kosningunum. Samkvæmt umræddri könnun er Samfylkingin með 4 fulltrúa kjörna, Björt framtíð með sömu tölu kjörinna fulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn með 5 fulltrúa. VG er með 1 fulltrúa og Píratar með 1. Síðari kannanir leiða í ljós stóraukið fylgi Samfylkingarinnar og minna fylgi Sjálfstæðisflokksins. Samfylking og Björt framtíð eru þá með 10 borgarfulltrúa samanlagt.Dagur vinsælt borgarstjóraefni Skoðanakönnun Fréttablaðsins í lok apríl um það hver verði borgarstjóri er skemmtileg. 56,5% vilja, að Dagur B.Eggertsson verði borgarstjóri, 16% vilja, að Halldór Halldórsson verði borgarstjóri og 8,8% vilja fá Björn Blöndal sem borgarstjóra. Yfirburðafylgi Dags B.Eggertssonar í þessari könnun um það hvern menn vilja fá sem borgarstjóra er athyglisvert. Fylgi hans er tvölfalt meira en fylgi Samfylkingarinnar. Hver skyldi vera skýringin á þessu mikla fylgi Dags? Sennilega á það mikinn þátt í fylgi Dags hve hógvær hann var í samstarfinu við Besta flokkinn. Dagur sætti sig vel við það, að Jón Gnarr settist í borgarstjórastólinn eftir síðustu kosningar og hann veitti honum fullan stuðning og aðstoð. Einhver hefði í sporum Dags reynt að ná borgarstjórastólnum og bent á, að Jón Gnarr hefði enga þekkingu á borgarmálum og væri því óhæfur til þess að gegna embætti borgarstjóra. En Dagur B.Eggertsson reyndi ekkert slíkt.Róttækar tillögur í húsnæðismálum Dagur hefur sem formaður borgarráðs og leiðtogi Samfylkingarinnar í borgarstjórn haft forustu fyrir því, að lagðar væru fram róttækar tillögur í húsnæðismálum, þar sem gert er ráð fyrir því að borgin beiti sér fyrir byggingu fjölda leiguíbúða á næstu árum. Dagur segir, að borgin sé með yfirgripsmikla aðgerðaraætlun um fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða, um 2500-3000 á næstu 3-5 árum. Samfylkingin leggur áherslu á byggingu lítilla íbúða á svæði 101. Hugsunin er sú, að íbúðirnar verði vel viðráðanlegar ungu fólki og með því að staðsetja flestar þeirra á svæði 101 geta þeir, sem fá íbúðir þar, sparað sér það að kaupa bíl. Samfylkingin leggur áherslu á, að þetta unga fólk þurfi ekki að steypa sér í skuldir.Ágreiningur um atvinnumál og húsnæðismál Helstu ágreiningsefnin í borgarstjórn eru eins og áður spurningin um það hvað borgin eigi að hafa mikil afskipti af atvinnumálum og húsnæðismálum. Sjálfstæðisflokkurinn vill, að þessi afskipti borgarinnar séu sem minnst og einkaframtakið leysi málin. Samfylkingin vill, að Reykjavíkurborg hafi veruleg afskipti af atvinnumálum og húsnæðismálum. Á því kjörtímabili, sem senn er á enda, beitti Samfylkingin sér fyrir því, að borgin gerði átak í atvinnumálum, m.a. til þess að draga úr atvinnuleysi. Borgin jók t.d. verulega vinnu við viðhaldsverkefni og það minnkaði atvinnuleysi. Samfylkingin leggur einnig mikla áherslu á skóla-og velferðarmál. Undir velferðarmál heyrir félagsþjónustan og fjárhagsaðstoð við þá, sem dottnir eru út af atvinnuleysisskrá og ekki geta séð sér farborða af þeim ástæðum eða öðrum. Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýnir oft mikla fjárhagsaðstoð borgarinnar og telur, að hún geti fest fólk á bótum. Borgin ver 22 milljörðum kr. í fjárhagsaðstoð á þessu ári.Orkuveitan reist við Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar hefur unnið stórvirki í því að rétta við fjárhag Orkuveitunnar. Þetta mikilvæga fyrirtæki borgarbúa stefndi beint í gjaldþrot. En meirihlutanum tókst að rétta fyrirtækið við með miklum niðurskurði og sparnaði. Skuldir Orkuveitunnar voru lækkaðar um 40 milljarða árið 2013. Það ár var hagnaður Orkuveitunnar 17,2 milljarðar. Það hafa orðið alger umskipti í rekstri fyrirtækisins. Deilt er um það hvort skuldir Reykjavíkurborgar hafi aukist eða minnkað. Þegar fyrirtæki borgarinnar eru talin með borgarsjóði kemur í ljós, að skuldir borgarinnar hafa minnkað. Þar munar mest um lækkun skulda Orkuveitunnar.Hvað gera VG og Píratar? Fróðlegt verður að sjá hver útkoman í kosningunum í Reykjavík verður, þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Heldur núverandi meirihluti velli eða ekki? Ég tel líklegt,að Samfylkingin fái jafnvel meira fylgi en síðustu skoðanakannanir gefa til kynna. Hins vegar gæti Björt framtíð tapað örlitlu meira fylgi. Ef þessir 2 flokkar fá ekki meirihluta, t.d. aðeins 7 fulltrúa, vaknar spurningin hvort VG mundi ganga til samstarfs við fyrrum meirihluta og/ eða Píratar. Líklegt er að svo yrði. Trúlega vilja hvorki Vinstri grænir né Píratar hjálpa Sjálfstæðisflokknum til valda á ný.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun