Kjósum valfrelsi Halldór Halldórsson skrifar 29. maí 2014 07:00 Reykvíkingar kjósa á laugardaginn hvaða stefnu þeir vilja að verði fylgt í borgarstjórn næstu fjögur ár. Við Sjálfstæðismenn bjóðum skýran valkost við þá stefnu sem hefur verið fylgt á liðnu kjörtímabili. Frá síðustu kosningum hafa skattar og gjöld á meðalfjölskyldu í Reykjavík hækkað um rúmar 400.000 krónur. Að stórum hluta eru þetta ónauðsynlegar álögur á borgarbúa, til komnar af því að kjörnir fulltrúar hafa ekki sinnt þeirri skyldu að sníða borgarkerfinu stakk eftir vexti. Við ætlum að breyta þessu og lækka skatta á fjölskyldur í Reykjavík. Um leið og við lækkum kostnað íbúanna, viljum við að þeir hafi miklu meira val um þjónustu. Við ætlum að bæta þjónustu við barnafjölskyldur og taka upp greiðslur til að brúa biðlistabilið frá fæðingarorlofi til leikskóla. Það kostar þá álíka mikið að hafa barn hjá dagforeldri og á leikskóla – eða fólk nýtir greiðsluna beint og getur skipst á að vera heima eða á vinnumarkaði. Foreldrar og kennarar setja börnin í fyrsta sæti. Það á kerfið að gera líka. Við viljum opna aðgang foreldra að upplýsingum um árangur og útkomu skólanna í borginni þannig að þeir hafi meira aðhald og hvata til að standa sig ennþá betur. Við viljum að fólk geti auðveldlega valið um skóla, því að mismunandi skólar henta mismunandi fólki. Við vörum við loforðum meirihlutans um allt að 3.000 nýjar leiguíbúðir. Ef það er svona auðvelt að framkvæma þau, af hverju hafa þá miklu færri félagslegar íbúðir verið byggðar á þessu kjörtímabili en áratuginn á undan? Við viljum ekki taka þá áhættu með fé skattgreiðenda sem felst í að borgin fari að byggja og gerist leigusali á almennum leigumarkaði. Við viljum virkja markaðinn með meira lóðaframboði og breyttum gatnagerðargjöldum, sem hvetja til þess að byggt verði bæði smátt og stórt, húsnæði sem hentar öllum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur í öllum málum áherslu á að fólk stjórni lífi sínu sjálft og geti valið opinbera þjónustu sem hentar því best. Við erum til þjónustu reiðubúin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Halldór Halldórsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Reykvíkingar kjósa á laugardaginn hvaða stefnu þeir vilja að verði fylgt í borgarstjórn næstu fjögur ár. Við Sjálfstæðismenn bjóðum skýran valkost við þá stefnu sem hefur verið fylgt á liðnu kjörtímabili. Frá síðustu kosningum hafa skattar og gjöld á meðalfjölskyldu í Reykjavík hækkað um rúmar 400.000 krónur. Að stórum hluta eru þetta ónauðsynlegar álögur á borgarbúa, til komnar af því að kjörnir fulltrúar hafa ekki sinnt þeirri skyldu að sníða borgarkerfinu stakk eftir vexti. Við ætlum að breyta þessu og lækka skatta á fjölskyldur í Reykjavík. Um leið og við lækkum kostnað íbúanna, viljum við að þeir hafi miklu meira val um þjónustu. Við ætlum að bæta þjónustu við barnafjölskyldur og taka upp greiðslur til að brúa biðlistabilið frá fæðingarorlofi til leikskóla. Það kostar þá álíka mikið að hafa barn hjá dagforeldri og á leikskóla – eða fólk nýtir greiðsluna beint og getur skipst á að vera heima eða á vinnumarkaði. Foreldrar og kennarar setja börnin í fyrsta sæti. Það á kerfið að gera líka. Við viljum opna aðgang foreldra að upplýsingum um árangur og útkomu skólanna í borginni þannig að þeir hafi meira aðhald og hvata til að standa sig ennþá betur. Við viljum að fólk geti auðveldlega valið um skóla, því að mismunandi skólar henta mismunandi fólki. Við vörum við loforðum meirihlutans um allt að 3.000 nýjar leiguíbúðir. Ef það er svona auðvelt að framkvæma þau, af hverju hafa þá miklu færri félagslegar íbúðir verið byggðar á þessu kjörtímabili en áratuginn á undan? Við viljum ekki taka þá áhættu með fé skattgreiðenda sem felst í að borgin fari að byggja og gerist leigusali á almennum leigumarkaði. Við viljum virkja markaðinn með meira lóðaframboði og breyttum gatnagerðargjöldum, sem hvetja til þess að byggt verði bæði smátt og stórt, húsnæði sem hentar öllum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur í öllum málum áherslu á að fólk stjórni lífi sínu sjálft og geti valið opinbera þjónustu sem hentar því best. Við erum til þjónustu reiðubúin.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun