Ingólfur Arnarson var Pírati Ingólfur Árni Gunnarsson skrifar 30. maí 2014 07:00 Margir kjósendur í Kópavogi velta fyrir sér hvernig atkvæði þeirra sé best varið í bæjarstjórnarkosningunum. Það ætti að vera minni ágreiningur um málefni bæjarstjórnar Kópavogs heldur en landsmálin. Allir flokkar hljóta að geta verið sammála um flesta þætti bæjarmálanna. Við viljum öll: Góða leik- og grunnskóla og lipra stjórnsýslu sem þjónar bæjarbúum. Að bærinn sé rekinn með almannahagsmuni að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni. Að þeim skatttekjum sem bærinn innheimtir sé vel varið en ekki sóað í bruðl. Að bæjarstjórnarmenn hætti að rífast og leysi úr ágreiningi á uppbyggilegan hátt. Í bæjarstjórnarkosningum er ekki kosið um Evrópusambandið, veiðigjöld eða verðtryggingu. Hefðbundnar átakalínur landsmálanna eiga því miklu síður við í kosningum til bæjarstjórnar heldur en í alþingiskosningum. Þeim sem venjulega kjósa Samfylkingu eða Sjálfstæðisflokk til Alþingis er því óhætt að kjósa Pírata í bæjarstjórnarkosningunum án þess að gefa nokkurn afslátt af skoðunum sínum í landsmálunum.Píratar í Kópavogi leggja áherslu á: Að bæjarfélagið sé rekið fyrir opnum tjöldum. Að bæjarbúar hafi aukið val um á hvern hátt þjónusta bæjarins er veitt. Að stóru málin og átakamálin fari í íbúakosningar. Samkvæmt nýlegri alþjóðlegri könnun um spillingu í stjórnsýslunni kemur Ísland verst út af öllum Norðurlöndunum. Við getum ekki fullyrt um hvernig staðan er í stjórnsýslunni í Kópavogi en grunnstoðir Pírata, gegnsæi og sjálfsákvörðunarréttur, eru hvor tveggja öflugar forvarnir gegn spillingu. Flest okkar vilja hafa eitthvað um það að segja hvernig stór mál í samfélagi okkar eru til lykta leidd. Fulltrúalýðræði þar sem kjósendur fá bara að segja skoðun sína á fjögurra ára fresti er úrelt útfærsla á hugmyndinni að fólkið skuli ráða. Með netvæðingu íslenskra heimila er auðveldara og ódýrara að koma á íbúakosningum um stór mál bæjarfélaga. Þannig vilja Píratar færa valdið til fólksins. Sagnfræðingar telja að uppgangur Haralds hárfagra í Noregi hafi flýtt fyrir landnámi á Íslandi því margir norskir höfðingjar sættu sig ekki við að beygja sig undir miðstýrt vald konungsins. Það má því leiða líkur að því að Ingólfur Arnarson og aðrir landnámsmenn hafi verið fyrstu Píratarnir á Íslandi. Við erum hins vegar svo heppin að þurfa ekki að flýja land til að fá að hafa eitthvað um okkar mál að segja á næsta kjörtímabili. Við getum einfaldlega kosið Pírata til bæjarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Margir kjósendur í Kópavogi velta fyrir sér hvernig atkvæði þeirra sé best varið í bæjarstjórnarkosningunum. Það ætti að vera minni ágreiningur um málefni bæjarstjórnar Kópavogs heldur en landsmálin. Allir flokkar hljóta að geta verið sammála um flesta þætti bæjarmálanna. Við viljum öll: Góða leik- og grunnskóla og lipra stjórnsýslu sem þjónar bæjarbúum. Að bærinn sé rekinn með almannahagsmuni að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni. Að þeim skatttekjum sem bærinn innheimtir sé vel varið en ekki sóað í bruðl. Að bæjarstjórnarmenn hætti að rífast og leysi úr ágreiningi á uppbyggilegan hátt. Í bæjarstjórnarkosningum er ekki kosið um Evrópusambandið, veiðigjöld eða verðtryggingu. Hefðbundnar átakalínur landsmálanna eiga því miklu síður við í kosningum til bæjarstjórnar heldur en í alþingiskosningum. Þeim sem venjulega kjósa Samfylkingu eða Sjálfstæðisflokk til Alþingis er því óhætt að kjósa Pírata í bæjarstjórnarkosningunum án þess að gefa nokkurn afslátt af skoðunum sínum í landsmálunum.Píratar í Kópavogi leggja áherslu á: Að bæjarfélagið sé rekið fyrir opnum tjöldum. Að bæjarbúar hafi aukið val um á hvern hátt þjónusta bæjarins er veitt. Að stóru málin og átakamálin fari í íbúakosningar. Samkvæmt nýlegri alþjóðlegri könnun um spillingu í stjórnsýslunni kemur Ísland verst út af öllum Norðurlöndunum. Við getum ekki fullyrt um hvernig staðan er í stjórnsýslunni í Kópavogi en grunnstoðir Pírata, gegnsæi og sjálfsákvörðunarréttur, eru hvor tveggja öflugar forvarnir gegn spillingu. Flest okkar vilja hafa eitthvað um það að segja hvernig stór mál í samfélagi okkar eru til lykta leidd. Fulltrúalýðræði þar sem kjósendur fá bara að segja skoðun sína á fjögurra ára fresti er úrelt útfærsla á hugmyndinni að fólkið skuli ráða. Með netvæðingu íslenskra heimila er auðveldara og ódýrara að koma á íbúakosningum um stór mál bæjarfélaga. Þannig vilja Píratar færa valdið til fólksins. Sagnfræðingar telja að uppgangur Haralds hárfagra í Noregi hafi flýtt fyrir landnámi á Íslandi því margir norskir höfðingjar sættu sig ekki við að beygja sig undir miðstýrt vald konungsins. Það má því leiða líkur að því að Ingólfur Arnarson og aðrir landnámsmenn hafi verið fyrstu Píratarnir á Íslandi. Við erum hins vegar svo heppin að þurfa ekki að flýja land til að fá að hafa eitthvað um okkar mál að segja á næsta kjörtímabili. Við getum einfaldlega kosið Pírata til bæjarstjórnar.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar