Ég elska Hafnarfjörð Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 30. maí 2014 07:00 „Ég elska þennan bæ,“ hugsa ég með mér á hverjum degi þegar ég keyri á milli Norðurbæjarins þar sem ég bý og Hvaleyrarholtsins þar sem ég vinn. Ég keyri meðfram Fjarðargötunni, virði fyrir mér mannlífið og lít yfir sjóinn til að kanna hvernig hann er stemmdur hverju sinni. Já, ég elska þennan fallega bæ sem á sér merka sögu. Ég hugsa oft til ömmu minnar heitinnar sem ólst upp á Brúsastöðum í stórum systkinahópi og stiklaði yfir hraunið í myrkrinu á hverjum degi til að komast í barnaskólann. Faðir hennar var einn af þessum Göflurum sem biðu á hverjum morgni við húsagafl og vonuðust til að fá vinnu þann daginn til að draga björg í bú. Amma mín fylgdist með Hafnarfirði breytast úr þorpi í bæ og hafði sterkar skoðanir á þeim byggingum sem risu. Ég hugsa einnig til afa míns sem stýrði skipum og sigldi um heimsins höf. Hann átti fiskverkun lengi vel í bænum og skapaði dýrmæt störf fyrir bæjarbúa. Margt hefur breyst og bærinn hefur stækkað mikið þó minningarnar séu á sínum stað. Ég lék mér til dæmis í hrauninu í Norðurbænum sem barn, var unglingur í Hvömmunum og stofnaði fjölskyldu í Setberginu. Grunnskólahátíðin var þriggja skóla hátíð og voru flestir með á hreinu hverjir komu úr hvaða skóla. Frístundabíllinn og Heldriborgarabíllinn Það hefur verið dásamlegt að fylgjast með Hafnarfirði stækka og sjá ný hverfi rísa. Svo sannarlega hefur margt verið jákvætt við uppbyggingu bæjarfélagsins. Það eru þó ýmsir þættir sem huga þarf betur að í okkar bæ og hefur Framsóknarflokkurinn metnaðarfull málefni á sinni stefnuskrá til að byggja upp enn öflugra samfélag. Við í Framsókn berjumst fyrir því að koma Frístundabílnum aftur á göturnar til að stuðla að minni akstri foreldra út um allan bæ. Þannig skapast dýrmæt tækifæri fyrir foreldra í dagsins önn til að verja tíma sínum betur en í umferðinni. Framsóknarflokkurinn ætlar að koma Heldriborgarabílnum af stað á morgnana sem eldri borgarar geta nýtt sér til að komast til og frá dvalarheimilum, þjónustumiðstöðvum, verslunum, fyrirtækjum og stofnunum. Með tilkomu bílsins mun fleirum gefast tækifæri til að ferðast um og viðhalda tengslum við samborgara sína. Stórefling ferðaþjónustunnar og enn betri skólar Framsóknarflokkurinn ætlar að stórefla ferðaþjónustuna með því að setja á fót Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Upplýsingamiðstöð ferðamanna mun vera með aðsetur á sama stað og markaðsstofan þar sem opnunartíminn er í samræmi við þarfir ferðamanna. Framsóknarflokkurinn mun berjast fyrir fjölbreyttu húsnæðisúrræði fyrir fólk á öllum aldri og bjóða upp á námsleiðir á grunn- og framhaldsskólastigi með bein tengsl við atvinnulífið í huga. Við í Framsókn berjumst fyrir að styrkja leik- og grunnskóla bæjarins enn frekar svo hver og einn njóti sinnar sérstöðu. Við eflum innra starf skólanna með því að bjóða upp á öfluga endurmenntun og leggjum okkar af mörkum til að bjóða kennurum góð kjör og viðunandi aðbúnað. Við berjumst fyrir að gerð verði móttökuáætlun fyrir innflytjendur og boðið verði upp á móðurmálskennslu fyrir börn og unglinga með annað móðurmál en íslensku. Skjaldborg um alla Hafnfirðinga En síðast en ekki síst berjumst við í Framsóknarflokknum fyrir því að eldri Hafnfirðingar búi við mannsæmandi aðstæður og þeir geti virkilega átt þægilegt, viðburðaríkt, skemmtilegt og áhyggjulaust ævikvöld. Þetta eru þeir Hafnfirðingar sem hafa átt mestan þátt í að byggja upp fallega bæinn okkar og gera hann að því bæjarfélagi sem það er í dag. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það og sannað umfram aðra stjórnmálaflokka að hann stendur vörð um heimilin og mun halda áfram á þeirri braut. Með þátttöku Framsóknar í bæjarmálunum í Hafnarfirði gefast enn fleiri tækifæri til að slá skjaldborg um alla Hafnfirðinga og huga að þeim málefnum sem eru þeim svo kær. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri, meistaranemi í stjórnun menntastofnana, fjögurra barna móðir á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi og skipar 9. sæti á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Linda Hrönn Þórisdóttir Hafnarfjörður Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
„Ég elska þennan bæ,“ hugsa ég með mér á hverjum degi þegar ég keyri á milli Norðurbæjarins þar sem ég bý og Hvaleyrarholtsins þar sem ég vinn. Ég keyri meðfram Fjarðargötunni, virði fyrir mér mannlífið og lít yfir sjóinn til að kanna hvernig hann er stemmdur hverju sinni. Já, ég elska þennan fallega bæ sem á sér merka sögu. Ég hugsa oft til ömmu minnar heitinnar sem ólst upp á Brúsastöðum í stórum systkinahópi og stiklaði yfir hraunið í myrkrinu á hverjum degi til að komast í barnaskólann. Faðir hennar var einn af þessum Göflurum sem biðu á hverjum morgni við húsagafl og vonuðust til að fá vinnu þann daginn til að draga björg í bú. Amma mín fylgdist með Hafnarfirði breytast úr þorpi í bæ og hafði sterkar skoðanir á þeim byggingum sem risu. Ég hugsa einnig til afa míns sem stýrði skipum og sigldi um heimsins höf. Hann átti fiskverkun lengi vel í bænum og skapaði dýrmæt störf fyrir bæjarbúa. Margt hefur breyst og bærinn hefur stækkað mikið þó minningarnar séu á sínum stað. Ég lék mér til dæmis í hrauninu í Norðurbænum sem barn, var unglingur í Hvömmunum og stofnaði fjölskyldu í Setberginu. Grunnskólahátíðin var þriggja skóla hátíð og voru flestir með á hreinu hverjir komu úr hvaða skóla. Frístundabíllinn og Heldriborgarabíllinn Það hefur verið dásamlegt að fylgjast með Hafnarfirði stækka og sjá ný hverfi rísa. Svo sannarlega hefur margt verið jákvætt við uppbyggingu bæjarfélagsins. Það eru þó ýmsir þættir sem huga þarf betur að í okkar bæ og hefur Framsóknarflokkurinn metnaðarfull málefni á sinni stefnuskrá til að byggja upp enn öflugra samfélag. Við í Framsókn berjumst fyrir því að koma Frístundabílnum aftur á göturnar til að stuðla að minni akstri foreldra út um allan bæ. Þannig skapast dýrmæt tækifæri fyrir foreldra í dagsins önn til að verja tíma sínum betur en í umferðinni. Framsóknarflokkurinn ætlar að koma Heldriborgarabílnum af stað á morgnana sem eldri borgarar geta nýtt sér til að komast til og frá dvalarheimilum, þjónustumiðstöðvum, verslunum, fyrirtækjum og stofnunum. Með tilkomu bílsins mun fleirum gefast tækifæri til að ferðast um og viðhalda tengslum við samborgara sína. Stórefling ferðaþjónustunnar og enn betri skólar Framsóknarflokkurinn ætlar að stórefla ferðaþjónustuna með því að setja á fót Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Upplýsingamiðstöð ferðamanna mun vera með aðsetur á sama stað og markaðsstofan þar sem opnunartíminn er í samræmi við þarfir ferðamanna. Framsóknarflokkurinn mun berjast fyrir fjölbreyttu húsnæðisúrræði fyrir fólk á öllum aldri og bjóða upp á námsleiðir á grunn- og framhaldsskólastigi með bein tengsl við atvinnulífið í huga. Við í Framsókn berjumst fyrir að styrkja leik- og grunnskóla bæjarins enn frekar svo hver og einn njóti sinnar sérstöðu. Við eflum innra starf skólanna með því að bjóða upp á öfluga endurmenntun og leggjum okkar af mörkum til að bjóða kennurum góð kjör og viðunandi aðbúnað. Við berjumst fyrir að gerð verði móttökuáætlun fyrir innflytjendur og boðið verði upp á móðurmálskennslu fyrir börn og unglinga með annað móðurmál en íslensku. Skjaldborg um alla Hafnfirðinga En síðast en ekki síst berjumst við í Framsóknarflokknum fyrir því að eldri Hafnfirðingar búi við mannsæmandi aðstæður og þeir geti virkilega átt þægilegt, viðburðaríkt, skemmtilegt og áhyggjulaust ævikvöld. Þetta eru þeir Hafnfirðingar sem hafa átt mestan þátt í að byggja upp fallega bæinn okkar og gera hann að því bæjarfélagi sem það er í dag. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það og sannað umfram aðra stjórnmálaflokka að hann stendur vörð um heimilin og mun halda áfram á þeirri braut. Með þátttöku Framsóknar í bæjarmálunum í Hafnarfirði gefast enn fleiri tækifæri til að slá skjaldborg um alla Hafnfirðinga og huga að þeim málefnum sem eru þeim svo kær. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri, meistaranemi í stjórnun menntastofnana, fjögurra barna móðir á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi og skipar 9. sæti á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun