Skoðun

Forréttindi nýs meirihluta

Daníel Jakobsson skrifar
Því fylgir góð tilfinning að skila af sér góðu búi. Þegar maður veit að maður hefur lagt á sig mikla vinnu og séð stritið skila árangri.

Í stjórnmálum greinir fólk á um hvaða leiðir skal fara, þó markmiðin kunni að vera þau sömu eins og í sveitarstjórnarmálum. Þar af leiðandi er tekist á um eitt og annað í bæjarmálunum og stundum þarf að miðla málum ólíkra sjónarmiða. Ég tel þó að ekki séu miklar deilur um að okkur hafi tekist afskaplega vel upp með rekstur sveitarfélagsins.

Næsti bæjarstjóri getur sótt fram.

Ég vil meina að það verði forréttindi að fá að stjórna Ísafjarðarbæ á næsta kjörtímabili. Næsti bæjarstjóri þarf ekki að lækka laun starfsmanna. Næsti bæjarstjóri þarf ekki að fresta framkvæmdum. Næsti bæjarstjóri þarf ekki að draga úr mikilvægri starfsemi hjá sveitarfélaginu. Næsti bæjarstjóri mun á hinn bóginn fá tækifæri til þess að sækja fram.

Slík staða er öfundsverð í stjórnmálum. Ég vona að við sjálfstæðismenn fáum umboð til að leiða bæjarmálin næstu fjögur árin.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×