Velferð í Garðabæ Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 31. maí 2014 07:00 Foreldrahlutverkið er eitt hið ábyrgðarmesta á lífsleiðinni, við þekkum vel hvernig lífið gjörbreytist við tilkomu barns. Garðabær er fjölskyldubær með sterka þjónustu við ungmenni og aðstæður sem skapa öryggi og tækifæri til vaxtar. Að taka þá ákvörðun að setja foreldrahlutverkið í öndvegi er lykilákvörðun til farsældar barna, foreldra og bæjarfélags. Fræðsluyfirvöld, fagaðilar og aðrir sem styðja við börnin og okkur í foreldrahlutverkinu eru í lykilhlutverki. Skólamál Skólinn er sú stofnun sem hefur ríkulegust áhrif á sjálfsmynd og vellíðan barna. Öflugir kennarar og umhyggjusamir starfsmenn skólanna eru ómetanlegur fjársjóður sem ríkulega þarf að hlúa að. Tryggjum að skólarnir í Garðabæ séu eftirsóknarverður starfsvettvangur og áfram í fremstu röð skóla. Forvarnir Garðabær er nærsamfélag með sterkt öryggisnet. Slíkt samfélag skapar ákjósanleg uppvaxtarskilyrði. Höldum fast í þessi einkenni áfram. Tengsl milli foreldra hafa forvarnagildi og skapa samstöðu t.d. varðandi útivistartíma, netnotkun og virðingu í samskiptum. Tengslanet foreldra styður við mikilvæga þætti eins og að vita ávallt hvar barnið er og leyfa ekki eftirlitslaus partí heldur skapa börnum tækifæri til að hittast í öruggu umhverfi. Veljum samstöðu foreldra og samveru með börnum okkar. Íþrótta- og tómstundaiðkun Fjölbreyttar tómstundir, einstaklings- og hópíþróttir og tómstundir sem ekki byggjast á samkeppnisumhverfi þurfa að tengjast skóladegi barna og vera í boði fyrir fólk á öllum aldri. Í bænum okkar leggjum við áherslur á margþætt og hvetjandi tómstundastarf þar sem afreksfólk jafnt sem almennir iðkendur fá notið sín, spornum gegn brotthvarfi úr tómstundum á unglingsárum. Félagsþjónusta og öryggisnet Í Garðabæ látum við okkur annt hvert um annað. Félagsþjónustan styður fjölskyldur og einstaklinga í gegnum erfið tímabil, til sjálfshjálpar, til að finna til sín og njóta sín. Ekkert barn á að hverfa frá tómstundastarfi, skólamáltíðum eða öðru sem telst æskilegt í uppvexti vegna fjárhags. Bæjarbragur Samkennd, vinátta, nánd og öryggi styður við vellíðan og hamingju. Þessir þættir einkenna Garðabæ og við kjósum að lifa í persónulegu samfélagi með hátt þjónustustig, veljum áfram góðan Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Foreldrahlutverkið er eitt hið ábyrgðarmesta á lífsleiðinni, við þekkum vel hvernig lífið gjörbreytist við tilkomu barns. Garðabær er fjölskyldubær með sterka þjónustu við ungmenni og aðstæður sem skapa öryggi og tækifæri til vaxtar. Að taka þá ákvörðun að setja foreldrahlutverkið í öndvegi er lykilákvörðun til farsældar barna, foreldra og bæjarfélags. Fræðsluyfirvöld, fagaðilar og aðrir sem styðja við börnin og okkur í foreldrahlutverkinu eru í lykilhlutverki. Skólamál Skólinn er sú stofnun sem hefur ríkulegust áhrif á sjálfsmynd og vellíðan barna. Öflugir kennarar og umhyggjusamir starfsmenn skólanna eru ómetanlegur fjársjóður sem ríkulega þarf að hlúa að. Tryggjum að skólarnir í Garðabæ séu eftirsóknarverður starfsvettvangur og áfram í fremstu röð skóla. Forvarnir Garðabær er nærsamfélag með sterkt öryggisnet. Slíkt samfélag skapar ákjósanleg uppvaxtarskilyrði. Höldum fast í þessi einkenni áfram. Tengsl milli foreldra hafa forvarnagildi og skapa samstöðu t.d. varðandi útivistartíma, netnotkun og virðingu í samskiptum. Tengslanet foreldra styður við mikilvæga þætti eins og að vita ávallt hvar barnið er og leyfa ekki eftirlitslaus partí heldur skapa börnum tækifæri til að hittast í öruggu umhverfi. Veljum samstöðu foreldra og samveru með börnum okkar. Íþrótta- og tómstundaiðkun Fjölbreyttar tómstundir, einstaklings- og hópíþróttir og tómstundir sem ekki byggjast á samkeppnisumhverfi þurfa að tengjast skóladegi barna og vera í boði fyrir fólk á öllum aldri. Í bænum okkar leggjum við áherslur á margþætt og hvetjandi tómstundastarf þar sem afreksfólk jafnt sem almennir iðkendur fá notið sín, spornum gegn brotthvarfi úr tómstundum á unglingsárum. Félagsþjónusta og öryggisnet Í Garðabæ látum við okkur annt hvert um annað. Félagsþjónustan styður fjölskyldur og einstaklinga í gegnum erfið tímabil, til sjálfshjálpar, til að finna til sín og njóta sín. Ekkert barn á að hverfa frá tómstundastarfi, skólamáltíðum eða öðru sem telst æskilegt í uppvexti vegna fjárhags. Bæjarbragur Samkennd, vinátta, nánd og öryggi styður við vellíðan og hamingju. Þessir þættir einkenna Garðabæ og við kjósum að lifa í persónulegu samfélagi með hátt þjónustustig, veljum áfram góðan Garðabæ.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun