Eiður enn inn í myndinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. júní 2014 07:00 Bræðurnir Aron Einar Gunnarsson og Arnór Þór Gunnarsson. Fréttablaðið/Daníel „Það verður engin tilraunastarfsemi í þessum leik enda engin tilraunadýr í hópnum,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari léttur. Strákarnir hans og Lars Lagerbäck spila gegn Eistum á Laugardalsvelli annað kvöld en þetta er seinni vináttulandsleikur Íslands í þessari landsleikjahrinu. Strákarnir gerðu 1-1 jafntefli gegn Austurríki ytra á dögunum og það voru fín úrslit gegn liði sem er í 40. sæti á FIFA-listanum. Ísland er í 58. sæti á listanum og það er krafa á sigur gegn Eistum annað kvöld en þeir eru í 93. sæti listans. Leikina þarf líka að nýta vel þar sem Ísland fær engan vináttulandsleik í ágúst. „Þetta eru mikilvægir leikir fyrir okkur áður en alvaran byrjar í september. Við fáum enga æfingaleiki í ágúst en stóru liðin sem taka þátt í stórmótum eru saman í einn og hálfan mánuð. Það segir sig sjálft að bilið á milli stóru og litlu liðanna mun aukast. Það eru því miður engar líkur á því að við fáum leik í ágúst.“Hentugir andstæðingar Heimir segir fínt að fá leiki gegn Austurríki og Eistum, enda eigi þau margt sameiginlegt með liðunum sem Ísland mætir í undankeppni EM. „Austurríkismenn eru svipaðir í styrkleika og Tyrkir og Tékkar. Að sama skapi eru Eistarnir á svipuðum slóðum og Lettar og Kasakstan. Við getum því verið með sínar áherslurnar í hvorum leiknum, sem er kærkomið,“ segir Heimir. Lars Lagerbäck deilir nú landsliðsþjálfarastöðunni með Heimi og hann tekur í svipaðan streng. „Það sem er gott við okkar lið er hvað leikmenn leggja mikið á sig. Það er mjög gott að hafa tekið inn unga stráka sem geta kynnst okkar vinnu og við þeim,“ segir Svíinn og tekur undir að Lettar spili svipað og Eistar. „Þetta eru mjög svipuð lið og því er gott fyrir okkur að fá þennan leik. Þau gerðu markalaust jafntefli á dögunum sem styður það. Við stefnum að sjálfsögðu á sigur og það væru vonbrigði að vinna ekki þennan leik. Við erum lið sem stefnir á lokamót EM og þá eigum við að vinna lið eins og Eistland með fullri virðingu fyrir þeim. Sérstaklega á heimavelli.“ Það er vissulega mjög slæmt að Ísland fái enga leiki í ágúst enda byrjar undankeppni EM á mjög mikilvægum leikjum gegn Tyrkjum og Lettum. „Það skiptir öllu máli að byrja þessa keppni vel. Markmið okkar er að vera í topp tveimur og því verðum við að byrja vel,“ segir Heimir en Lars býst ekki við miklum breytingum á hópnum í næstu keppni þó svo að þeir séu að prófa nýja menn núna. „Flestir strákarnir í liðinu eru á flottum aldri og að spila mikið. Auðvitað þurfum við samt að taka stöðuna aftur í haust og sjá til hverjir eru í formi og svona áður en við veljum hópinn. Það eru vissulega áhugaverðir ungir strákar að banka upp á og það er mjög jákvætt.“Óvissa með Eið Smára Eiður Smári Guðjohnsen færði liðinu mikið í síðustu undankeppni en framtíð hans er í lausu lofti sem og framhaldið með landsliðinu. „Við höfum rætt við Eið og munum ekki taka neina ákvörðun um framhaldið hjá honum með landsliðinu fyrr en hann hefur ákveðið hvað hann ætlar að gera. Það er alls ekki búið að loka neinum dyrum. Ef hann heldur áfram að spila með góðu liði og heldur sér í formi þá verður hann klárlega áfram í hópnum hjá okkur. Hann segist ekki hafa hugmynd um hvað gerist hjá honum í sumar,“ segir Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
„Það verður engin tilraunastarfsemi í þessum leik enda engin tilraunadýr í hópnum,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari léttur. Strákarnir hans og Lars Lagerbäck spila gegn Eistum á Laugardalsvelli annað kvöld en þetta er seinni vináttulandsleikur Íslands í þessari landsleikjahrinu. Strákarnir gerðu 1-1 jafntefli gegn Austurríki ytra á dögunum og það voru fín úrslit gegn liði sem er í 40. sæti á FIFA-listanum. Ísland er í 58. sæti á listanum og það er krafa á sigur gegn Eistum annað kvöld en þeir eru í 93. sæti listans. Leikina þarf líka að nýta vel þar sem Ísland fær engan vináttulandsleik í ágúst. „Þetta eru mikilvægir leikir fyrir okkur áður en alvaran byrjar í september. Við fáum enga æfingaleiki í ágúst en stóru liðin sem taka þátt í stórmótum eru saman í einn og hálfan mánuð. Það segir sig sjálft að bilið á milli stóru og litlu liðanna mun aukast. Það eru því miður engar líkur á því að við fáum leik í ágúst.“Hentugir andstæðingar Heimir segir fínt að fá leiki gegn Austurríki og Eistum, enda eigi þau margt sameiginlegt með liðunum sem Ísland mætir í undankeppni EM. „Austurríkismenn eru svipaðir í styrkleika og Tyrkir og Tékkar. Að sama skapi eru Eistarnir á svipuðum slóðum og Lettar og Kasakstan. Við getum því verið með sínar áherslurnar í hvorum leiknum, sem er kærkomið,“ segir Heimir. Lars Lagerbäck deilir nú landsliðsþjálfarastöðunni með Heimi og hann tekur í svipaðan streng. „Það sem er gott við okkar lið er hvað leikmenn leggja mikið á sig. Það er mjög gott að hafa tekið inn unga stráka sem geta kynnst okkar vinnu og við þeim,“ segir Svíinn og tekur undir að Lettar spili svipað og Eistar. „Þetta eru mjög svipuð lið og því er gott fyrir okkur að fá þennan leik. Þau gerðu markalaust jafntefli á dögunum sem styður það. Við stefnum að sjálfsögðu á sigur og það væru vonbrigði að vinna ekki þennan leik. Við erum lið sem stefnir á lokamót EM og þá eigum við að vinna lið eins og Eistland með fullri virðingu fyrir þeim. Sérstaklega á heimavelli.“ Það er vissulega mjög slæmt að Ísland fái enga leiki í ágúst enda byrjar undankeppni EM á mjög mikilvægum leikjum gegn Tyrkjum og Lettum. „Það skiptir öllu máli að byrja þessa keppni vel. Markmið okkar er að vera í topp tveimur og því verðum við að byrja vel,“ segir Heimir en Lars býst ekki við miklum breytingum á hópnum í næstu keppni þó svo að þeir séu að prófa nýja menn núna. „Flestir strákarnir í liðinu eru á flottum aldri og að spila mikið. Auðvitað þurfum við samt að taka stöðuna aftur í haust og sjá til hverjir eru í formi og svona áður en við veljum hópinn. Það eru vissulega áhugaverðir ungir strákar að banka upp á og það er mjög jákvætt.“Óvissa með Eið Smára Eiður Smári Guðjohnsen færði liðinu mikið í síðustu undankeppni en framtíð hans er í lausu lofti sem og framhaldið með landsliðinu. „Við höfum rætt við Eið og munum ekki taka neina ákvörðun um framhaldið hjá honum með landsliðinu fyrr en hann hefur ákveðið hvað hann ætlar að gera. Það er alls ekki búið að loka neinum dyrum. Ef hann heldur áfram að spila með góðu liði og heldur sér í formi þá verður hann klárlega áfram í hópnum hjá okkur. Hann segist ekki hafa hugmynd um hvað gerist hjá honum í sumar,“ segir Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira