Hvað gerir hreyfing fyrir þig? Lára G. Sigurðardóttir skrifar 4. júní 2014 07:00 Við eigum flest sameiginlegt að hugsa mikið um mat og eiga nóg til af honum. Annað sem við eigum sameiginlegt er að sofa. Að nærast og sofa eru frumþarfir okkar. Án þeirra værum við ekki hér. En hvað með hreyfingu? Hreyfing er klárlega vanmetin. Einungis um 30 prósent fólks hreyfa sig nægilega mikið dag hvern, miðað við opinberar ráðleggingar. Við þurfum að hreyfa okkur til að viðhalda eðlilegum efnaskiptum. Þyngd okkar stjórnast af efnaskiptum líkamans og fæðunni sem við innbyrðum. Ef efnaskiptin eru meiri en hitaeiningarnar sem við fáum úr matnum þá grennumst við. Ef hitaeiningarnar eru fleiri en efnaskiptin geta unnið úr þá fitnum við. Efnaskipti líkamans eru tvenns konar: Grunnefnaskipti, sem ráðast af fjölda hitaeininga sem líkaminn nýtir í hvíld, og umframefnaskipti, sem ráðast af því hversu mikið við virkjum vöðva okkar til að nýta súrefni og næringarefni í að búa til orku og hita. Það sem er áhugavert í þessu samhengi er að ef við hreyfum okkur reglulega þá eykst grunnefnaskiptahraði okkar í allt að tvo sólahringa eftir eina æfingu. Það þýðir að við getum innbyrt fleiri hitaeiningar án þess að fitna. Auk þess að geta unnið betur úr fæðunni ef við hreyfum okkur þá líður okkur vel eftir hreyfingu. Líkaminn losar vellíðunar- og verkjastillandi endorfín þegar við hreyfum okkur. Rannsóknir hafa sýnt að endorfín styrkir ónæmiskerfið og þar á meðal drápsfrumur sem eyða veirum og krabbameinsfrumum.Lengra og betra líf Þeir sem hreyfa sig reglulega geta átt von á því að lifa lengra og betra lífi. Hreyfing gerir líkamann okkar betur í stakk búinn til að takast á við veikindi. Þeir sem hreyfa sig reglulega fá síður lífsstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma og lungnasjúkdóma: Blóðþrýstingur og kólesteról lækkar, hjartað styrkist, lungun þenjast betur út og eiga auðveldara með að metta blóðið af súrefni. Ákveðnar tegundir krabbameina eru einnig fátíðari á meðal þeirra sem hreyfa sig reglulega. Hér er átt við algengustu krabbamein eins og í brjóstum, blöðruhálskirtli, lungum og ristli. Við vitum þó ekki enn hvort hreyfing hafi áhrif á önnur krabbamein því það hefur verið minna rannsakað. Þeir sem hafa greinst með krabbamein og hreyfa sig reglulega fá einnig síður krabbamein að nýju og auka lífslíkur sínar. Krabbamein er ekki lengur dauðadómur eins og það var fyrir nokkrum áratugum. Meirihluti þeirra sem greinist nú með krabbamein læknast eða lifir með sjúkdómnum. Þeir sjúkdómar sem flestir kljást við eru lífsstílssjúkdómar. Nú getum við bólusett gegn skæðustu smitsóttum eða gefið sýklalyf gegn sýklum sem áður felldu heilu fjölskyldurnar. Við getum haft mikil áhrif á okkar eigin lífslíkur og lífsgæði með því að sinna vel frumþörfunum: Fá góðan nætursvefn, borða næringarríkan mat og hreyfa okkur að minnsta kosti þrisvar til fimm sinnum í viku. Nú verður Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins haldið í 23. skipti fimmtudaginn 5. júní (sjá nánar á www.krabb.is). Með þessu hlaupi erum við að vekja athygli á mikilvægi hreyfingar. Nú er tækifæri til að fjárfesta í eigin heilsu. Hreyfing á að vera jafnmikilvægur hluti af lífi okkar og svefn og næring. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Við eigum flest sameiginlegt að hugsa mikið um mat og eiga nóg til af honum. Annað sem við eigum sameiginlegt er að sofa. Að nærast og sofa eru frumþarfir okkar. Án þeirra værum við ekki hér. En hvað með hreyfingu? Hreyfing er klárlega vanmetin. Einungis um 30 prósent fólks hreyfa sig nægilega mikið dag hvern, miðað við opinberar ráðleggingar. Við þurfum að hreyfa okkur til að viðhalda eðlilegum efnaskiptum. Þyngd okkar stjórnast af efnaskiptum líkamans og fæðunni sem við innbyrðum. Ef efnaskiptin eru meiri en hitaeiningarnar sem við fáum úr matnum þá grennumst við. Ef hitaeiningarnar eru fleiri en efnaskiptin geta unnið úr þá fitnum við. Efnaskipti líkamans eru tvenns konar: Grunnefnaskipti, sem ráðast af fjölda hitaeininga sem líkaminn nýtir í hvíld, og umframefnaskipti, sem ráðast af því hversu mikið við virkjum vöðva okkar til að nýta súrefni og næringarefni í að búa til orku og hita. Það sem er áhugavert í þessu samhengi er að ef við hreyfum okkur reglulega þá eykst grunnefnaskiptahraði okkar í allt að tvo sólahringa eftir eina æfingu. Það þýðir að við getum innbyrt fleiri hitaeiningar án þess að fitna. Auk þess að geta unnið betur úr fæðunni ef við hreyfum okkur þá líður okkur vel eftir hreyfingu. Líkaminn losar vellíðunar- og verkjastillandi endorfín þegar við hreyfum okkur. Rannsóknir hafa sýnt að endorfín styrkir ónæmiskerfið og þar á meðal drápsfrumur sem eyða veirum og krabbameinsfrumum.Lengra og betra líf Þeir sem hreyfa sig reglulega geta átt von á því að lifa lengra og betra lífi. Hreyfing gerir líkamann okkar betur í stakk búinn til að takast á við veikindi. Þeir sem hreyfa sig reglulega fá síður lífsstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma og lungnasjúkdóma: Blóðþrýstingur og kólesteról lækkar, hjartað styrkist, lungun þenjast betur út og eiga auðveldara með að metta blóðið af súrefni. Ákveðnar tegundir krabbameina eru einnig fátíðari á meðal þeirra sem hreyfa sig reglulega. Hér er átt við algengustu krabbamein eins og í brjóstum, blöðruhálskirtli, lungum og ristli. Við vitum þó ekki enn hvort hreyfing hafi áhrif á önnur krabbamein því það hefur verið minna rannsakað. Þeir sem hafa greinst með krabbamein og hreyfa sig reglulega fá einnig síður krabbamein að nýju og auka lífslíkur sínar. Krabbamein er ekki lengur dauðadómur eins og það var fyrir nokkrum áratugum. Meirihluti þeirra sem greinist nú með krabbamein læknast eða lifir með sjúkdómnum. Þeir sjúkdómar sem flestir kljást við eru lífsstílssjúkdómar. Nú getum við bólusett gegn skæðustu smitsóttum eða gefið sýklalyf gegn sýklum sem áður felldu heilu fjölskyldurnar. Við getum haft mikil áhrif á okkar eigin lífslíkur og lífsgæði með því að sinna vel frumþörfunum: Fá góðan nætursvefn, borða næringarríkan mat og hreyfa okkur að minnsta kosti þrisvar til fimm sinnum í viku. Nú verður Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins haldið í 23. skipti fimmtudaginn 5. júní (sjá nánar á www.krabb.is). Með þessu hlaupi erum við að vekja athygli á mikilvægi hreyfingar. Nú er tækifæri til að fjárfesta í eigin heilsu. Hreyfing á að vera jafnmikilvægur hluti af lífi okkar og svefn og næring.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun