Að næra ótta Árni Páll Árnason skrifar 5. júní 2014 07:00 Í umræðum formanna stjórnmálaflokkanna á kosninganótt lét ég þau ummæli falla að íslensk stjórnmál hefðu glatað sakleysi sínu með moskuútspili Framsóknarflokksins og eftirleik þess. Mig langar að skýra þetta frekar. Við viljum líta á okkur sem fordómalaust og umburðarlynt samfélag og eigum erfitt með að viðurkenna annað. Og víst er um það að um margt hefur íslenskt samfélag verið til fyrirmyndar. Nægir þar að nefna hversu hratt við höfum snúist frá fordómum til umburðarlyndis gagnvart samkynhneigðum. Og okkur finnst gott að halda þeirri hlið að umheiminum að við stöndum saman gegn fordómum, eins og best sást þegar við sendum Pollapönk til útlanda með þau skilaboð nú nýverið. En í þessu felst líka að við höfum kannski forðast að horfast í augu við það að fordómar eru til. Við sem höfum tekið þátt í stjórnmálum vitum það mætavel. Íslensk stjórnmál hafa hins vegar hingað til byggt á ákveðinni samstöðu um að gera þá ekki að pólitískum veiðilendum. Á því varð breyting í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Moskuútspil Framsóknarflokksins var vissulega eftirtektarvert fyrir það sem var beinlínis sagt en enn frekar fyrir það hvernig og hvenær það var sagt og hvernig því var leyft að liggja án skýringa til að gefa óttanum undir fótinn. Formanni flokksins – sem líka er forsætisráðherra landsins – var í lófa lagið að stemma þessa á að ósi en hann kaus beinlínis að gera það ekki. Með því tryggði hann flokknum ávinning af hinum hálfkveðnu vísum. Við höfum ýmis dæmi um sérkennilegan málflutning af hálfu Framsóknar að þessu leyti á undanförnum misserum. Þess vegna hlýtur Framsóknarflokkurinn að þurfa að skýra nákvæmlega afstöðu sína í útlendingamálum. Niðurstaða kosninganna er sú að útspil af þessum toga geta aflað stjórnmálaafli fylgis. Það er barnaskapur að halda að það gerist ekki aftur. Þvert á móti er árangur Framsóknarflokksins í Reykjavík nú þess eðlis að óhjákvæmilegt er að einhver öfl – ný eða gömul – munu róa á þessi mið fyrir næstu kosningar. Við því þarf að bregðast.Ræðum um staðreyndir Við verðum að takast á við þessa nýju stöðu og leggja betri grunn að umræðu um útlendinga og innflytjendur. Ísland liggur í þjóðbraut vegna breyttra atvinnuhátta. Land sem fær nú stærstan hluta útflutningstekna af ferðaþjónustu mun aldrei aftur geta verið lokað útlendingum með sama hætti og var fyrir opnun landsins með EES-samningnum. Land sem tekur á móti hátt í milljón ferðamönnum á ári getur aldrei aftur haft útlendingaeftirlit á skemmtistöðum og biðröð í vegabréfaskoðuninni eins og í gamla daga. Með sama hætti þurfum við sífellt fleira fólk til að vinna störf sem Íslendingar kjósa að vinna ekki. Sú þróun var hafin fyrir EES-samninginn og hún mun halda áfram þótt við myndum freista þess að loka okkur af. Það sem mestu skiptir er að það fólk og börn þess njóti ekki lakari kjara en Íslendingar og geti orðið hluti af íslensku samfélagi og öðlast möguleika á að afla sér menntunar og betri starfskjara, kynslóð fram af kynslóð. En við þurfum að viðurkenna að það er manninum eðlislægt að bera ótta í brjósti gagnvart hinu ókunna og þar með fólki af framandi uppruna og við getum ekki áfellst fólk fyrir þær tilfinningar. Viðbragðið hlýtur að vera að ræða þær áhyggjur sem valda ótta og grennslast fyrir um áhyggjuefnin. Greina hvaða ótti á við rök að styðjast og hver ekki. Umræðan þarf að snúast um staðreyndir. Um sum óttaefnin ræði ég í annarri grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Í umræðum formanna stjórnmálaflokkanna á kosninganótt lét ég þau ummæli falla að íslensk stjórnmál hefðu glatað sakleysi sínu með moskuútspili Framsóknarflokksins og eftirleik þess. Mig langar að skýra þetta frekar. Við viljum líta á okkur sem fordómalaust og umburðarlynt samfélag og eigum erfitt með að viðurkenna annað. Og víst er um það að um margt hefur íslenskt samfélag verið til fyrirmyndar. Nægir þar að nefna hversu hratt við höfum snúist frá fordómum til umburðarlyndis gagnvart samkynhneigðum. Og okkur finnst gott að halda þeirri hlið að umheiminum að við stöndum saman gegn fordómum, eins og best sást þegar við sendum Pollapönk til útlanda með þau skilaboð nú nýverið. En í þessu felst líka að við höfum kannski forðast að horfast í augu við það að fordómar eru til. Við sem höfum tekið þátt í stjórnmálum vitum það mætavel. Íslensk stjórnmál hafa hins vegar hingað til byggt á ákveðinni samstöðu um að gera þá ekki að pólitískum veiðilendum. Á því varð breyting í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Moskuútspil Framsóknarflokksins var vissulega eftirtektarvert fyrir það sem var beinlínis sagt en enn frekar fyrir það hvernig og hvenær það var sagt og hvernig því var leyft að liggja án skýringa til að gefa óttanum undir fótinn. Formanni flokksins – sem líka er forsætisráðherra landsins – var í lófa lagið að stemma þessa á að ósi en hann kaus beinlínis að gera það ekki. Með því tryggði hann flokknum ávinning af hinum hálfkveðnu vísum. Við höfum ýmis dæmi um sérkennilegan málflutning af hálfu Framsóknar að þessu leyti á undanförnum misserum. Þess vegna hlýtur Framsóknarflokkurinn að þurfa að skýra nákvæmlega afstöðu sína í útlendingamálum. Niðurstaða kosninganna er sú að útspil af þessum toga geta aflað stjórnmálaafli fylgis. Það er barnaskapur að halda að það gerist ekki aftur. Þvert á móti er árangur Framsóknarflokksins í Reykjavík nú þess eðlis að óhjákvæmilegt er að einhver öfl – ný eða gömul – munu róa á þessi mið fyrir næstu kosningar. Við því þarf að bregðast.Ræðum um staðreyndir Við verðum að takast á við þessa nýju stöðu og leggja betri grunn að umræðu um útlendinga og innflytjendur. Ísland liggur í þjóðbraut vegna breyttra atvinnuhátta. Land sem fær nú stærstan hluta útflutningstekna af ferðaþjónustu mun aldrei aftur geta verið lokað útlendingum með sama hætti og var fyrir opnun landsins með EES-samningnum. Land sem tekur á móti hátt í milljón ferðamönnum á ári getur aldrei aftur haft útlendingaeftirlit á skemmtistöðum og biðröð í vegabréfaskoðuninni eins og í gamla daga. Með sama hætti þurfum við sífellt fleira fólk til að vinna störf sem Íslendingar kjósa að vinna ekki. Sú þróun var hafin fyrir EES-samninginn og hún mun halda áfram þótt við myndum freista þess að loka okkur af. Það sem mestu skiptir er að það fólk og börn þess njóti ekki lakari kjara en Íslendingar og geti orðið hluti af íslensku samfélagi og öðlast möguleika á að afla sér menntunar og betri starfskjara, kynslóð fram af kynslóð. En við þurfum að viðurkenna að það er manninum eðlislægt að bera ótta í brjósti gagnvart hinu ókunna og þar með fólki af framandi uppruna og við getum ekki áfellst fólk fyrir þær tilfinningar. Viðbragðið hlýtur að vera að ræða þær áhyggjur sem valda ótta og grennslast fyrir um áhyggjuefnin. Greina hvaða ótti á við rök að styðjast og hver ekki. Umræðan þarf að snúast um staðreyndir. Um sum óttaefnin ræði ég í annarri grein.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar