Fitubollurnar Teitur Guðmundsson skrifar 10. júní 2014 00:00 Það hefur verið mikið fjallað um offitu og ofþyngd í gegnum árin, en merkilegt nokk þá virðumst við skella skollaeyrum við þeim boðskap og halda bara áfram að éta á okkur kílóin eins og ekkert væri sjálfsagðara. Nýlegar tölur sem birtar voru í læknatímaritinu Lancet fyrir örfáum dögum sýna skelfilega þróun. Þar kom meðal annars fram að engin þjóð hefði náð að lækka tíðnitölur á síðustu 33 árum síðan skipulagðar mælingar hófust. Þarna er verið að vitna í gögn frá 188 löndum á jörðinni. Þá kemur einnig fram að á þessum árum hafi fjöldinn aukist um 28% hjá fullorðnum og 47% hjá börnum. Við skilgreiningu á ofþyngd og offitu er notast við reiknistuðul sem kallast BMI, Body Mass Index, eða líkamsþyngdarstuðull á íslensku. Þar er reiknað hlutfall milli hæðar og þyngdar einstaklings á ákveðinn hátt. Þeir sem eru milli 25 og 30 eru of þungir, 30-35 eru með fyrstu gráðu offitu og þeir sem falla yfir 35 eru með annars stigs offitu. Um þriðjungur allra íbúa jarðar er of þungur eða offeitur samkvæmt þessum gildum, eða 2,1 milljarður manna. Bandaríkjamenn eru fremstir í flokki með 34% of feita, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Ástralía, Bretland, Kanada, Írland, Síle og svo Ísland í níunda sæti með 20% of feita. Ansi góður árangur og stefnir í að við færumst jafnvel enn ofar á þessum skammarlista. Af mörgu getur maður verið stoltur sem Íslendingur, en ekki þessu. Nú geri ég mér fyllilega grein fyrir því að það er ekkert auðvelt að sigrast á aukakílóunum, en við eigum ekki að verma þetta sæti! Ofþyngd og offita eru leiðandi ástæður fyrir ótímabærum dauðsföllum; á heimsvísu er samkvæmt WHO talið að ríflega fjórar milljónir manna deyi árlega af þessum völdum. Þá er ekki talin með dauðsföll vegna lífsstílssjúkdóma. Ofþyngd og offita er talin hafa áhrif á tæplega 50% þeirra sem greinast með sykursýki, 25% í hjarta- og æðasjúkdómum og á bilinu 7-40% í illkynja sjúkdómum. Það má því með sanni segja að offita spili eitt aðalhlutverkið þegar kemur að þessum sjúkdómum að öðrum áhættuþáttum ólöstuðum. En hvað ætlum við að gera? Það þýðir greinilega ekki að vara fólk bara við, jafnvel þótt það sé gert á ágengan og myndrænan hátt eða með vinsamlegum tilmælum. Það bara virðist ekki virka neitt ef marka má þessar sláandi tölu. Það sem meira er, er að mesta aukningin virðist vera hjá börnum sem þýðir að við erum að missa tökin að vissu leyti. Þetta er okkur að kenna og það erum við sjálf sem verðum að laga þetta. Hin blákalda staðreynd er að við eyðum of litlum fjármunum í fræðslu og forvarnir og það sem við gerum nær ekki almennilega í gegn. Við erum of upptekin við að meðhöndla þá sem eru í vandræðunum – þetta er eins og flóðbylgja sem ekki verður stöðvuð. Rót vandans er hegðun og vani hvers og eins, þar þurfum við að vinna. Við höfum varla efni á að reka heilbrigðiskerfið núna, ekki frekar en nokkur önnur þjóð í sjálfu sér í dag og sannarlega ekki þegar of feitir af næstu kynslóðum með alla þá lífsstílssjúkdóma sem því fylgja fylla sjúkrahús og heilsugæslur landsins. Það er verk að vinna, koma svo! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikið fjallað um offitu og ofþyngd í gegnum árin, en merkilegt nokk þá virðumst við skella skollaeyrum við þeim boðskap og halda bara áfram að éta á okkur kílóin eins og ekkert væri sjálfsagðara. Nýlegar tölur sem birtar voru í læknatímaritinu Lancet fyrir örfáum dögum sýna skelfilega þróun. Þar kom meðal annars fram að engin þjóð hefði náð að lækka tíðnitölur á síðustu 33 árum síðan skipulagðar mælingar hófust. Þarna er verið að vitna í gögn frá 188 löndum á jörðinni. Þá kemur einnig fram að á þessum árum hafi fjöldinn aukist um 28% hjá fullorðnum og 47% hjá börnum. Við skilgreiningu á ofþyngd og offitu er notast við reiknistuðul sem kallast BMI, Body Mass Index, eða líkamsþyngdarstuðull á íslensku. Þar er reiknað hlutfall milli hæðar og þyngdar einstaklings á ákveðinn hátt. Þeir sem eru milli 25 og 30 eru of þungir, 30-35 eru með fyrstu gráðu offitu og þeir sem falla yfir 35 eru með annars stigs offitu. Um þriðjungur allra íbúa jarðar er of þungur eða offeitur samkvæmt þessum gildum, eða 2,1 milljarður manna. Bandaríkjamenn eru fremstir í flokki með 34% of feita, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Ástralía, Bretland, Kanada, Írland, Síle og svo Ísland í níunda sæti með 20% of feita. Ansi góður árangur og stefnir í að við færumst jafnvel enn ofar á þessum skammarlista. Af mörgu getur maður verið stoltur sem Íslendingur, en ekki þessu. Nú geri ég mér fyllilega grein fyrir því að það er ekkert auðvelt að sigrast á aukakílóunum, en við eigum ekki að verma þetta sæti! Ofþyngd og offita eru leiðandi ástæður fyrir ótímabærum dauðsföllum; á heimsvísu er samkvæmt WHO talið að ríflega fjórar milljónir manna deyi árlega af þessum völdum. Þá er ekki talin með dauðsföll vegna lífsstílssjúkdóma. Ofþyngd og offita er talin hafa áhrif á tæplega 50% þeirra sem greinast með sykursýki, 25% í hjarta- og æðasjúkdómum og á bilinu 7-40% í illkynja sjúkdómum. Það má því með sanni segja að offita spili eitt aðalhlutverkið þegar kemur að þessum sjúkdómum að öðrum áhættuþáttum ólöstuðum. En hvað ætlum við að gera? Það þýðir greinilega ekki að vara fólk bara við, jafnvel þótt það sé gert á ágengan og myndrænan hátt eða með vinsamlegum tilmælum. Það bara virðist ekki virka neitt ef marka má þessar sláandi tölu. Það sem meira er, er að mesta aukningin virðist vera hjá börnum sem þýðir að við erum að missa tökin að vissu leyti. Þetta er okkur að kenna og það erum við sjálf sem verðum að laga þetta. Hin blákalda staðreynd er að við eyðum of litlum fjármunum í fræðslu og forvarnir og það sem við gerum nær ekki almennilega í gegn. Við erum of upptekin við að meðhöndla þá sem eru í vandræðunum – þetta er eins og flóðbylgja sem ekki verður stöðvuð. Rót vandans er hegðun og vani hvers og eins, þar þurfum við að vinna. Við höfum varla efni á að reka heilbrigðiskerfið núna, ekki frekar en nokkur önnur þjóð í sjálfu sér í dag og sannarlega ekki þegar of feitir af næstu kynslóðum með alla þá lífsstílssjúkdóma sem því fylgja fylla sjúkrahús og heilsugæslur landsins. Það er verk að vinna, koma svo!
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun