Stjórnvöld mega ekki bregðast Elín Hirst skrifar 13. júní 2014 07:00 Það er augljóst að það er skylda samfélagsins að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin eftir að sjávarútvegsfyrirtækið Vísir tilkynnti að það ætlaði að leggja niður starfsemi á þremur stöðum á landsbyggðinni. Við tölum iðulega um forsendubrest vegna fasteignalána sem hækkuðu vegna verðbólgu í tengslum við hrunið. Á sama hátt verður ástandinu sem nú blasir við í litlum sjávarþorpum eins og Djúpavogi og Þingeyri ekki lýst öðru vísi en sem stórfelldum forsendubresti. Hlutverkið Löggjafinn hefur sjálfur ákveðið að fiskveiðistjórnarkerfið hafi byggðalegt og félagslegt hlutverk, jafnframt því að vera grundvöllur sjálfbærrar nýtingar og hagræðis í greininni. Þetta sést best á því að til ráðstöfunar eru 5,3 prósent af heildaraflaheimildum, í þorskígildum talið, sem byggðaleg úrræði til að byggja upp með varanlegum hætti fiskveiðar og fiskvinnslu á stöðum sem verða fyrir áfalli. Skynsemi og þekking Í grein sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, skrifaði nýlega í Fiskifréttir í tilefni stöðunnar sem upp er komin vegna aðgerða Vísis segir: „Nær 30 þúsund tonn til félagslegra/byggðalegra úrræða er umtalsvert magn. Spurningin sem nú á við er sú hvort við notum þennan afla til nægilega markvissra aðgerða. Sl. sumar var lögfest ákvæði sem fól í sér nýmæli við úthlutun byggðakvóta. Byggðastofnun hafði yfirumsjón með ráðstöfun þessara aflaheimilda. Þar sem ég þekki til tókst vel til. Þarna virðist komin góð fyrirmynd að því að nýta takmarkaðar heimildir til þess að byggja upp með varanlegri hætti fiskveiðar og fiskvinnslu á stöðum sem verða fyrir áfalli, eða slíkt er fyrirsjáanlegt. En jafnframt þarf að vinna til lengri tíma. Skapa skilyrði til nýrrar og annarrar atvinnustarfsemi, þannig að sjávarútvegsplássin okkar verði líkari stærri byggðarlögum með fjölþættari atvinnustarfsemi.“ Einar talar hér af skynsemi og þekkingu og reynslu og ég get tekið heilshugar undir sjónarmið hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er augljóst að það er skylda samfélagsins að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin eftir að sjávarútvegsfyrirtækið Vísir tilkynnti að það ætlaði að leggja niður starfsemi á þremur stöðum á landsbyggðinni. Við tölum iðulega um forsendubrest vegna fasteignalána sem hækkuðu vegna verðbólgu í tengslum við hrunið. Á sama hátt verður ástandinu sem nú blasir við í litlum sjávarþorpum eins og Djúpavogi og Þingeyri ekki lýst öðru vísi en sem stórfelldum forsendubresti. Hlutverkið Löggjafinn hefur sjálfur ákveðið að fiskveiðistjórnarkerfið hafi byggðalegt og félagslegt hlutverk, jafnframt því að vera grundvöllur sjálfbærrar nýtingar og hagræðis í greininni. Þetta sést best á því að til ráðstöfunar eru 5,3 prósent af heildaraflaheimildum, í þorskígildum talið, sem byggðaleg úrræði til að byggja upp með varanlegum hætti fiskveiðar og fiskvinnslu á stöðum sem verða fyrir áfalli. Skynsemi og þekking Í grein sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, skrifaði nýlega í Fiskifréttir í tilefni stöðunnar sem upp er komin vegna aðgerða Vísis segir: „Nær 30 þúsund tonn til félagslegra/byggðalegra úrræða er umtalsvert magn. Spurningin sem nú á við er sú hvort við notum þennan afla til nægilega markvissra aðgerða. Sl. sumar var lögfest ákvæði sem fól í sér nýmæli við úthlutun byggðakvóta. Byggðastofnun hafði yfirumsjón með ráðstöfun þessara aflaheimilda. Þar sem ég þekki til tókst vel til. Þarna virðist komin góð fyrirmynd að því að nýta takmarkaðar heimildir til þess að byggja upp með varanlegri hætti fiskveiðar og fiskvinnslu á stöðum sem verða fyrir áfalli, eða slíkt er fyrirsjáanlegt. En jafnframt þarf að vinna til lengri tíma. Skapa skilyrði til nýrrar og annarrar atvinnustarfsemi, þannig að sjávarútvegsplássin okkar verði líkari stærri byggðarlögum með fjölþættari atvinnustarfsemi.“ Einar talar hér af skynsemi og þekkingu og reynslu og ég get tekið heilshugar undir sjónarmið hans.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar