Utan vallar: Aron vinnur leikinn ekki einn Guðjón Guðmundsson skrifar 14. júní 2014 08:00 Guðjón Guðmundsson. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið í handbolta leikur einn sinn mikilvægasta leik frá því í júní 2008 þegar liðið mætir Bosníumönnum á sunnudaginn í Laugardalshöll. Í húfi er farseðillinn á HM í Katar á næsta ári en það væri hreinlega óásættanlegt fyrir Ísland að tryggja sér ekki sæti í lokakeppninni. Ísland tapaði með eins marks mun í fyrri leiknum í Bosníu þar sem strákarnir okkar köstuðu frá sér sigrinum á lokakafla leiksins. Í stöðunni 27-23 gerðu íslensku strákarnir sig seka um mýgrút mistaka þar sem liðið tapaði boltanum trekk í trekk. Bosníumenn refsuðu grimmt og unnu lokakaflann, 10-5. Sömu mistök verða ekki leyfð í Höllinni. Hvað gerðist á þessum „slæma kafla“? Jú, Bosnía breytti um varnarleik og spilaði með framliggjandi „indíána“ eða það sem flestir þekkja sem 5+1-varnarleik. Við það datt allur botn úr sóknarleik Íslands og Bosníumenn keyrðu í bakið á okkar mönnum og refsuðu sem fyrr segir. Liðið verður að undirbúa sig betur fyrir seinni leikinn og geta svarað þeim óvæntu stöðum sem koma upp. Í heildina var leikur Íslands í fyrri leiknum ágætur. Sóknarleikurinn var lengst af góður en varnarleikurinn kaflaskiptur. Vörnin hélt lengi vel en ekki var laust við að þreyta hefði sagt til sín síðasta korterið. Stóra vandamálið var þó markvarslan sem var undir meðallagi. Í leikjum í undankeppnum og á stórmótum er allt undir 35 prósent markvarsla hjá liði sem telur sig vera í heimsklassa óboðleg. Beiti Bosníumenn sömu leikaðferð í Höllinni er ljóst að Ísland þarf að spila agaðan leik með innleysingum. Lykilatriðið er að boltanum verði ekki troðið inn á línu í vonlausri stöðu þar sem hann tapast og við fáum mörk á okkur í bakið. Sú var raunin í Sarajevo. Miklar vonir eru bundnar við að Aron Pálmarsson geti tekið einhvern þátt í seinni leiknum. Það yrði svo sannarlega kostur. Hafa ber þó í huga að Aron Pálmarsson er hluti af liðinu. Hann styrkir liðið og það styrkir hann. Handbolti er leikur liðsheildar – ekki einstaklinga. Eini einstaklingurinn sem getur hjálpað strákunum okkar á sunnudaginn ert þú, áhorfandi góður. Ísland þarf að vinna með tveimur mörkum til að komast á HM 2015 og þú getur leikið lykilhlutverk í því ævintýri. Er það eitthvað sem þú ætlar virkilega að missa af? Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta leikur einn sinn mikilvægasta leik frá því í júní 2008 þegar liðið mætir Bosníumönnum á sunnudaginn í Laugardalshöll. Í húfi er farseðillinn á HM í Katar á næsta ári en það væri hreinlega óásættanlegt fyrir Ísland að tryggja sér ekki sæti í lokakeppninni. Ísland tapaði með eins marks mun í fyrri leiknum í Bosníu þar sem strákarnir okkar köstuðu frá sér sigrinum á lokakafla leiksins. Í stöðunni 27-23 gerðu íslensku strákarnir sig seka um mýgrút mistaka þar sem liðið tapaði boltanum trekk í trekk. Bosníumenn refsuðu grimmt og unnu lokakaflann, 10-5. Sömu mistök verða ekki leyfð í Höllinni. Hvað gerðist á þessum „slæma kafla“? Jú, Bosnía breytti um varnarleik og spilaði með framliggjandi „indíána“ eða það sem flestir þekkja sem 5+1-varnarleik. Við það datt allur botn úr sóknarleik Íslands og Bosníumenn keyrðu í bakið á okkar mönnum og refsuðu sem fyrr segir. Liðið verður að undirbúa sig betur fyrir seinni leikinn og geta svarað þeim óvæntu stöðum sem koma upp. Í heildina var leikur Íslands í fyrri leiknum ágætur. Sóknarleikurinn var lengst af góður en varnarleikurinn kaflaskiptur. Vörnin hélt lengi vel en ekki var laust við að þreyta hefði sagt til sín síðasta korterið. Stóra vandamálið var þó markvarslan sem var undir meðallagi. Í leikjum í undankeppnum og á stórmótum er allt undir 35 prósent markvarsla hjá liði sem telur sig vera í heimsklassa óboðleg. Beiti Bosníumenn sömu leikaðferð í Höllinni er ljóst að Ísland þarf að spila agaðan leik með innleysingum. Lykilatriðið er að boltanum verði ekki troðið inn á línu í vonlausri stöðu þar sem hann tapast og við fáum mörk á okkur í bakið. Sú var raunin í Sarajevo. Miklar vonir eru bundnar við að Aron Pálmarsson geti tekið einhvern þátt í seinni leiknum. Það yrði svo sannarlega kostur. Hafa ber þó í huga að Aron Pálmarsson er hluti af liðinu. Hann styrkir liðið og það styrkir hann. Handbolti er leikur liðsheildar – ekki einstaklinga. Eini einstaklingurinn sem getur hjálpað strákunum okkar á sunnudaginn ert þú, áhorfandi góður. Ísland þarf að vinna með tveimur mörkum til að komast á HM 2015 og þú getur leikið lykilhlutverk í því ævintýri. Er það eitthvað sem þú ætlar virkilega að missa af?
Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira