Gróðarekstur í velferðarkerfinu Steingrímur J. Sigfússon skrifar 26. júní 2014 07:00 Fyrir tæplega ári síðan lýsti Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra því yfir að hann teldi að ýmis rekstur á sviði heilbrigðisþjónustu væri betur sett hjá einkaaðilum en hinu opinbera. Með öðrum orðum var heilbrigðisráðherra að mæla með auknum einkarekstri heilbrigðiskerfisins og þar með einkavæðingu þess. Einkarekstur er ekkert annað en einkavæðing þó í felulitum sé. Svipuð sjónarmið hafa reglulega skotið upp kollinum hérlendis og og urðu beinlínis að trúboði með tilkomu nýfrjálshyggjunnar enda skilgetið afkvæmi hennar. En það hlýtur að teljast bæði áhyggju- og undrunarefni að heilbrigðisráðherra þjóðarinnar sé að daðra við slíkt nú, ekki síst í ljósi reynslu annarra þjóða og biturrar reynslu okkar sjálfra af einkavæðingu.Afleit reynsla Svía Í Svíþjóð hefur farið fram mikil umræða um einkarekstur undanfarin misseri. Eftir hægrisveiflu í sænskum stjórnmálum í síðustu tvennum kosningum hefur stór hluti heilbrigðiskerfisins verið færður í hendur einkaaðila með útboðum. Oftast er um að ræða fjölþjóðleg stórfyrirtæki sem sérhæfa sig í að bjóða í opinberan rekstur, enda getur „heilbrigðisiðnaðurinn“ verið mjög ábatasamur. Þannig kom til dæmis í ljós árið 2011 að Carema Care, sem rekur elliheimili og er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Svíþjóð, hafði veitt æðstu yfirmönnum fyrirtækisins leynilegar bónusgreiðslur í gegnum skúffufyrirtæki í skattaparadísinni Lúxemborg. Á móti var skorið rækilega niður í þjónustu við vistmennina, meðal annars með því að sinna ekki eðlilegri þjálfun starfsmanna. Allt var þetta gert í boði sænskra skattgreiðenda, enda er starfsemi Carema fjármögnuð með skattfé.Skert þjónusta, launamunur og skattaundanskot Carema-skandallinn er langt frá því að vera einsdæmi. Saga einkareksturs í heilbrigðiskerfinu sýnir að þar gerist iðulega þrennt: Í fyrsta lagi er allt skorið niður sem ekki er sérstaklega kveðið á um í samningnum við viðkomandi fyrirtæki. Einkafyrirtæki hafa að markmiði að hámarka gróða sinn og munu því óhjákvæmilega leitast við að nýta sér glufur í samningum við ríkið til að skera niður í þjónustunni. Í öðru lagi eykst launamunur milli almennra starfsmanna svo sem sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og ræstitækna annars vegar og yfirmanna og ýmissa „ráðgjafa“ hins vegar. (Og þar sem konur eru fjölmennari í fyrrnefnda hópnum eykur þetta launamun kynjanna.) Í þriðja lagi gera þessi fyrirtæki allt sem þau geta til forðast að greiða eðlilega skatta af hagnaði sínum, og nýta til þess ýmsar ósvífnar aðferðir eins og að láta skúffufyrirtæki í skattaskjólum lána dótturfyrirtækjum á háum vöxtum til að þurfa ekki að greiða skatt af hagnaðinum í upprunalandinu. Samkvæmt nýlegri úttekt Dagens Nyheter greiddu fimm stærstu einkareknu velferðarfyrirtæki Svíþjóðar aðeins um 440 milljónir íslenskra króna í skatt, en áætlaður hagnaðar þeirra nam 20 milljörðum. Það gerir um 2,2% heildarskatt að meðaltali.Vinstri græn ein með skýra afstöðu Einkarekstur er í eðli sínu gróðarekstur. Ekkert venjulegt fyrirtæki tekur upp á því að semja við hið opinbera um rekstur nema það ætli sér að hafa af því ábata með einum eða öðrum hætti. Í Svíþjóð hefur umræðan nú farið að snúast um hvort réttlætanlegt sé að verja takmörkuðum fjármunum hins opinbera í arðgreiðslur til gróðafyrirtækja sem hegða sér með þeim hætti sem raun ber vitni. Yfirgnæfandi meirihluti Svía – um 70% – svarar því neitandi samkvæmt nýlegri könnun Som-stofnunarinnar og telur að einkafyrirtæki eigi ekki að geta grætt á rekstri heilbrigðisstofnana og skóla. Fróðlegt væri að gera sambærilega könnun hér á landi, en undirritaður efast um að niðurstaðan yrði önnur. Allt er þetta áhugavert í ljósi þess að fleiri flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn hafa talað fyrir eða opnað á aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu, þar á meðal Björt framtíð sem með því eins og fleiru undirstrikar stöðu sína hægra megin við miðju íslenskra stjórnmála. Samfylkingin hefur verið veikluleg á köflum í þessari umræðu og ekki þarf að ræða um Framsóknarflokkinn, allra síst þegar hann er í samstarfi við Íhaldið eins og dæmin sanna. Aðeins einn flokkur tekur hreina og afdráttarlausa afstöðu gegn gróðareknu heilbrigðis- og menntakerfi; það er Vinstrihreyfingin – grænt framboð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæplega ári síðan lýsti Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra því yfir að hann teldi að ýmis rekstur á sviði heilbrigðisþjónustu væri betur sett hjá einkaaðilum en hinu opinbera. Með öðrum orðum var heilbrigðisráðherra að mæla með auknum einkarekstri heilbrigðiskerfisins og þar með einkavæðingu þess. Einkarekstur er ekkert annað en einkavæðing þó í felulitum sé. Svipuð sjónarmið hafa reglulega skotið upp kollinum hérlendis og og urðu beinlínis að trúboði með tilkomu nýfrjálshyggjunnar enda skilgetið afkvæmi hennar. En það hlýtur að teljast bæði áhyggju- og undrunarefni að heilbrigðisráðherra þjóðarinnar sé að daðra við slíkt nú, ekki síst í ljósi reynslu annarra þjóða og biturrar reynslu okkar sjálfra af einkavæðingu.Afleit reynsla Svía Í Svíþjóð hefur farið fram mikil umræða um einkarekstur undanfarin misseri. Eftir hægrisveiflu í sænskum stjórnmálum í síðustu tvennum kosningum hefur stór hluti heilbrigðiskerfisins verið færður í hendur einkaaðila með útboðum. Oftast er um að ræða fjölþjóðleg stórfyrirtæki sem sérhæfa sig í að bjóða í opinberan rekstur, enda getur „heilbrigðisiðnaðurinn“ verið mjög ábatasamur. Þannig kom til dæmis í ljós árið 2011 að Carema Care, sem rekur elliheimili og er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Svíþjóð, hafði veitt æðstu yfirmönnum fyrirtækisins leynilegar bónusgreiðslur í gegnum skúffufyrirtæki í skattaparadísinni Lúxemborg. Á móti var skorið rækilega niður í þjónustu við vistmennina, meðal annars með því að sinna ekki eðlilegri þjálfun starfsmanna. Allt var þetta gert í boði sænskra skattgreiðenda, enda er starfsemi Carema fjármögnuð með skattfé.Skert þjónusta, launamunur og skattaundanskot Carema-skandallinn er langt frá því að vera einsdæmi. Saga einkareksturs í heilbrigðiskerfinu sýnir að þar gerist iðulega þrennt: Í fyrsta lagi er allt skorið niður sem ekki er sérstaklega kveðið á um í samningnum við viðkomandi fyrirtæki. Einkafyrirtæki hafa að markmiði að hámarka gróða sinn og munu því óhjákvæmilega leitast við að nýta sér glufur í samningum við ríkið til að skera niður í þjónustunni. Í öðru lagi eykst launamunur milli almennra starfsmanna svo sem sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og ræstitækna annars vegar og yfirmanna og ýmissa „ráðgjafa“ hins vegar. (Og þar sem konur eru fjölmennari í fyrrnefnda hópnum eykur þetta launamun kynjanna.) Í þriðja lagi gera þessi fyrirtæki allt sem þau geta til forðast að greiða eðlilega skatta af hagnaði sínum, og nýta til þess ýmsar ósvífnar aðferðir eins og að láta skúffufyrirtæki í skattaskjólum lána dótturfyrirtækjum á háum vöxtum til að þurfa ekki að greiða skatt af hagnaðinum í upprunalandinu. Samkvæmt nýlegri úttekt Dagens Nyheter greiddu fimm stærstu einkareknu velferðarfyrirtæki Svíþjóðar aðeins um 440 milljónir íslenskra króna í skatt, en áætlaður hagnaðar þeirra nam 20 milljörðum. Það gerir um 2,2% heildarskatt að meðaltali.Vinstri græn ein með skýra afstöðu Einkarekstur er í eðli sínu gróðarekstur. Ekkert venjulegt fyrirtæki tekur upp á því að semja við hið opinbera um rekstur nema það ætli sér að hafa af því ábata með einum eða öðrum hætti. Í Svíþjóð hefur umræðan nú farið að snúast um hvort réttlætanlegt sé að verja takmörkuðum fjármunum hins opinbera í arðgreiðslur til gróðafyrirtækja sem hegða sér með þeim hætti sem raun ber vitni. Yfirgnæfandi meirihluti Svía – um 70% – svarar því neitandi samkvæmt nýlegri könnun Som-stofnunarinnar og telur að einkafyrirtæki eigi ekki að geta grætt á rekstri heilbrigðisstofnana og skóla. Fróðlegt væri að gera sambærilega könnun hér á landi, en undirritaður efast um að niðurstaðan yrði önnur. Allt er þetta áhugavert í ljósi þess að fleiri flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn hafa talað fyrir eða opnað á aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu, þar á meðal Björt framtíð sem með því eins og fleiru undirstrikar stöðu sína hægra megin við miðju íslenskra stjórnmála. Samfylkingin hefur verið veikluleg á köflum í þessari umræðu og ekki þarf að ræða um Framsóknarflokkinn, allra síst þegar hann er í samstarfi við Íhaldið eins og dæmin sanna. Aðeins einn flokkur tekur hreina og afdráttarlausa afstöðu gegn gróðareknu heilbrigðis- og menntakerfi; það er Vinstrihreyfingin – grænt framboð.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar