Góð byrjun Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. júní 2014 06:00 Áfangaskýrsla stjórnarskrárnefndar er góð byrjun á endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem nefndinni var falin í fyrra. Í skýrslunni eru teknar fyrir fjórar veigamiklar breytingar á stjórnarskránni, sem einna mest samstaða er um og líklegast að hægt verði að hrinda í framkvæmd á kjörtímabilinu. Þetta eru ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskriftalista, um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana, um þjóðareign á auðlindum og umhverfismál. Nefndin slær engu föstu um útfærslu þessara ákvæða, heldur kallar eftir meiri rannsóknum og umræðu. Það er stóri munurinn á nálgun hennar og stjórnlagaráðsins, sem klúðraði verkefni sínu. Ráðið skellti fram illa ígrunduðum tillögum, sem fólu í sér mótsagnir og gríðarlega óvissu um stjórnskipunina og virtist halda að þar með væri komin ný stjórnarskrá, sem ekki mætti breyta eða ræða frekar. Gallarnir höfðu ekki verið sniðnir af tillögum stjórnlagaráðs áður en efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu um þær, sem rýrði stórlega gildi hennar. Stóryrtar yfirlýsingar fyrrverandi stjórnlagaráðsmanna um „valdarán“ og „aðför að lýðræðinu“ í tilefni af áfangaskýrslunni eru fáránlegar. Flest bendir til að málið sé nú einmitt lagt þannig upp að það geti fengið vandlega umræðu og skoðun, Alþingi fjallað um það á vandaðan hátt og þjóðin verði síðan spurð álits – með lýðræðislegum hætti. Þótt málin fjögur, sem eru til umfjöllunar í áfangaskýrslunni, séu minna umdeild en ýmsar aðrar tillögur til breytinga á stjórnarskránni, er að ýmsu að hyggja og augljóslega enn ekki full samstaða í stjórnarskrárnefndinni um hvernig eigi að leggja þau upp. Það er til dæmis ekki komin nein niðurstaða um hversu margar undirskriftir þurfi til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál eða hvort og þá hvaða málaflokka eigi að undanskilja þjóðaratkvæði. Það er rétt hjá nefndinni að þjóðaratkvæðagreiðsla á grundvelli undirskrifta almennings er áreiðanlega heppilegri farvegur en 26. grein stjórnarskrárinnar, sem gefur einum manni, forseta Íslands, geðþóttavald til að synja lögum staðfestingar og setja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá er hins vegar skrýtið að nefndin nefni þann möguleika að 26. greinin geti staðið efnislega óbreytt; það virðist liggja í augum uppi að geti þjóðin krafizt atkvæðagreiðslu um mál, er engin þörf á að forsetinn leiki hlutverk „öryggisventils“. Heimildarákvæði í stjórnarskrá um framsal valds til alþjóðastofnana er líklega sú breyting sem er brýnust, því að það liggur í augum uppi að margt af því samstarfi sem Ísland tekur nú þátt í, ekki sízt EES-samstarfið, felur í sér svo víðtækt valdaframsal að það hlýtur að brjóta núverandi stjórnarskrá. Vandséð er hins vegar hvaða tilgangi umræða í nefndinni þjónar, um að heimild til að framselja ríkisvald eigi kannski ekki að ná til hugsanlegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu af því að það framsal væri umfram „afmarkað svið“. Svo mikið er alltént víst að það valdaframsal sem þegar hefur átt sér stað vegna EES-samningsins er langt frá því að vera „afmarkað“. Þessi atriði og ýmis önnur eiga væntanlega eftir að fá víðtæka umræðu á kjörtímabilinu. Það er von til þess að í lok þess liggi fyrir gagnlegar breytingar á stjórnarskránni, sem nútímavæða hana og skýra, í stað hrærigrautarins sem hin misheppnaða tilraun um stjórnlagaþingið gat af sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Sjá meira
Áfangaskýrsla stjórnarskrárnefndar er góð byrjun á endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem nefndinni var falin í fyrra. Í skýrslunni eru teknar fyrir fjórar veigamiklar breytingar á stjórnarskránni, sem einna mest samstaða er um og líklegast að hægt verði að hrinda í framkvæmd á kjörtímabilinu. Þetta eru ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskriftalista, um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana, um þjóðareign á auðlindum og umhverfismál. Nefndin slær engu föstu um útfærslu þessara ákvæða, heldur kallar eftir meiri rannsóknum og umræðu. Það er stóri munurinn á nálgun hennar og stjórnlagaráðsins, sem klúðraði verkefni sínu. Ráðið skellti fram illa ígrunduðum tillögum, sem fólu í sér mótsagnir og gríðarlega óvissu um stjórnskipunina og virtist halda að þar með væri komin ný stjórnarskrá, sem ekki mætti breyta eða ræða frekar. Gallarnir höfðu ekki verið sniðnir af tillögum stjórnlagaráðs áður en efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu um þær, sem rýrði stórlega gildi hennar. Stóryrtar yfirlýsingar fyrrverandi stjórnlagaráðsmanna um „valdarán“ og „aðför að lýðræðinu“ í tilefni af áfangaskýrslunni eru fáránlegar. Flest bendir til að málið sé nú einmitt lagt þannig upp að það geti fengið vandlega umræðu og skoðun, Alþingi fjallað um það á vandaðan hátt og þjóðin verði síðan spurð álits – með lýðræðislegum hætti. Þótt málin fjögur, sem eru til umfjöllunar í áfangaskýrslunni, séu minna umdeild en ýmsar aðrar tillögur til breytinga á stjórnarskránni, er að ýmsu að hyggja og augljóslega enn ekki full samstaða í stjórnarskrárnefndinni um hvernig eigi að leggja þau upp. Það er til dæmis ekki komin nein niðurstaða um hversu margar undirskriftir þurfi til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál eða hvort og þá hvaða málaflokka eigi að undanskilja þjóðaratkvæði. Það er rétt hjá nefndinni að þjóðaratkvæðagreiðsla á grundvelli undirskrifta almennings er áreiðanlega heppilegri farvegur en 26. grein stjórnarskrárinnar, sem gefur einum manni, forseta Íslands, geðþóttavald til að synja lögum staðfestingar og setja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá er hins vegar skrýtið að nefndin nefni þann möguleika að 26. greinin geti staðið efnislega óbreytt; það virðist liggja í augum uppi að geti þjóðin krafizt atkvæðagreiðslu um mál, er engin þörf á að forsetinn leiki hlutverk „öryggisventils“. Heimildarákvæði í stjórnarskrá um framsal valds til alþjóðastofnana er líklega sú breyting sem er brýnust, því að það liggur í augum uppi að margt af því samstarfi sem Ísland tekur nú þátt í, ekki sízt EES-samstarfið, felur í sér svo víðtækt valdaframsal að það hlýtur að brjóta núverandi stjórnarskrá. Vandséð er hins vegar hvaða tilgangi umræða í nefndinni þjónar, um að heimild til að framselja ríkisvald eigi kannski ekki að ná til hugsanlegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu af því að það framsal væri umfram „afmarkað svið“. Svo mikið er alltént víst að það valdaframsal sem þegar hefur átt sér stað vegna EES-samningsins er langt frá því að vera „afmarkað“. Þessi atriði og ýmis önnur eiga væntanlega eftir að fá víðtæka umræðu á kjörtímabilinu. Það er von til þess að í lok þess liggi fyrir gagnlegar breytingar á stjórnarskránni, sem nútímavæða hana og skýra, í stað hrærigrautarins sem hin misheppnaða tilraun um stjórnlagaþingið gat af sér.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun