Aðhald í krafti upplýsinga Ólafur Þ. Stephensen skrifar 30. júní 2014 06:00 Það er gott fyrir grunnskólana í Reykjavík, nemendurna og foreldra þeirra að úrskurðarnefnd upplýsingamála skikkaði borgina til að birta niðurstöður um frammistöðu einstakra grunnskóla í PISA-könnuninni svokölluðu. Það er alþjóðleg könnun sem mælir frammistöðu tíundu bekkinga í ýmsum grunnþáttum þeirrar þekkingar sem fólk á að hafa á valdi sínu í lok grunnskóla. Borgarstjórnarmeirihlutinn hafði fyrir kosningar hafnað kröfum sjálfstæðismanna í borgarstjórn og margra foreldra um að niðurstöðurnar yrðu birtar. Úrskurðarnefndin var hins vegar ósammála þeirri skoðun borgarstjórnarmeirihlutans að niðurstöðurnar væru vinnuplagg, bara fyrir sérfræðinga og fagfólk borgarinnar til að rýna. Foreldrar og allur almenningur fá nú aðgang að upplýsingum um það hvernig einstakir skólar í Reykjavík standa. Hitt er svo annað mál, að það segir okkur ekki mikið hvaða skóli kom verst út úr könnuninni og hver bezt. Undanfarna daga hefur mest verið gert úr því í fréttum að Fellaskóli hafi komið verst út í könnuninni. Það kom ekki á óvart; í skólahverfi þess skóla er hæsta hlutfall innflytjenda í borginni og mikið af fólki með lágar tekjur og litla menntun. Þess vegna var niðurstaðan fyrirséð. Um leið er þó ekki bara hægt að útskýra burt slaka niðurstöðu í PISA-könnuninni með því að íbúasamsetningin í hverfinu sé svona eða hinsegin. Nú þegar foreldrar í Reykjavík hafa fengið niðurstöðurnar í hendur, eiga þeir að spyrja skóla barnanna og borgarkerfið spurninga á borð við þessar: Hvernig kemur skólinn út í samanburði við síðustu PISA-könnun? Miðar í rétta átt eða er árangurinn niður á við? Hvernig kemur skólinn út í samanburði við skóla í hverfum þar sem dreifing íbúanna eftir tekjum, menntun og uppruna er svipuð og í mínu hverfi? Hvernig er samanburðurinn í alþjóðlegu samhengi? Eru niðurstöðurnar í samræmi við útkomu úr samræmdum prófum? Hvað gera skólarnir sem koma bezt út öðruvísi en skólar sem koma ekki eins vel út? Telja skólastjórnendur að þeir geti bætt eitthvað? Hvað getum við sem foreldrar gert öðruvísi til að styðja betur við börnin heima fyrir? PISA-niðurstöðurnar snúast þannig ekki um einhverja óheilbrigða og neikvæða samkeppni milli skóla, eins og sumir hafa haldið fram. Þær eiga að nýtast til að bæta skólastarfið, rýna hvað er vel gert og hvað síður og fyrst og fremst hvað er hægt að gera til að bæta árangur skólanna. Eftir að pólitíska kerfið hafði ákveðið að þessar niðurstöður væru bezt geymdar sem leyndarmál sem eingöngu lítill hópur fagfólks hefði aðgang að, kærði framtakssamt foreldri ákvörðunina og fékk niðurstöðurnar fram í dagsljósið. Nú ætti borgin ekki að bíða eftir næsta kærumáli, heldur þvert á móti gera opinberar og aðgengilegar allar mögulegar upplýsingar um frammistöðu skólanna í Reykjavík, sem liggja fyrir en eru ekki á almennu vitorði foreldra. Þannig er valdajafnvæginu á milli foreldra og kerfisins vissulega raskað; í upplýsingunum felst vald, sem foreldrar fá nú í auknum mæli. En það er samt ekki slæmt fyrir kerfið. Það eykur aðhaldið og er gott fyrir hið opinbera skólakerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Það er gott fyrir grunnskólana í Reykjavík, nemendurna og foreldra þeirra að úrskurðarnefnd upplýsingamála skikkaði borgina til að birta niðurstöður um frammistöðu einstakra grunnskóla í PISA-könnuninni svokölluðu. Það er alþjóðleg könnun sem mælir frammistöðu tíundu bekkinga í ýmsum grunnþáttum þeirrar þekkingar sem fólk á að hafa á valdi sínu í lok grunnskóla. Borgarstjórnarmeirihlutinn hafði fyrir kosningar hafnað kröfum sjálfstæðismanna í borgarstjórn og margra foreldra um að niðurstöðurnar yrðu birtar. Úrskurðarnefndin var hins vegar ósammála þeirri skoðun borgarstjórnarmeirihlutans að niðurstöðurnar væru vinnuplagg, bara fyrir sérfræðinga og fagfólk borgarinnar til að rýna. Foreldrar og allur almenningur fá nú aðgang að upplýsingum um það hvernig einstakir skólar í Reykjavík standa. Hitt er svo annað mál, að það segir okkur ekki mikið hvaða skóli kom verst út úr könnuninni og hver bezt. Undanfarna daga hefur mest verið gert úr því í fréttum að Fellaskóli hafi komið verst út í könnuninni. Það kom ekki á óvart; í skólahverfi þess skóla er hæsta hlutfall innflytjenda í borginni og mikið af fólki með lágar tekjur og litla menntun. Þess vegna var niðurstaðan fyrirséð. Um leið er þó ekki bara hægt að útskýra burt slaka niðurstöðu í PISA-könnuninni með því að íbúasamsetningin í hverfinu sé svona eða hinsegin. Nú þegar foreldrar í Reykjavík hafa fengið niðurstöðurnar í hendur, eiga þeir að spyrja skóla barnanna og borgarkerfið spurninga á borð við þessar: Hvernig kemur skólinn út í samanburði við síðustu PISA-könnun? Miðar í rétta átt eða er árangurinn niður á við? Hvernig kemur skólinn út í samanburði við skóla í hverfum þar sem dreifing íbúanna eftir tekjum, menntun og uppruna er svipuð og í mínu hverfi? Hvernig er samanburðurinn í alþjóðlegu samhengi? Eru niðurstöðurnar í samræmi við útkomu úr samræmdum prófum? Hvað gera skólarnir sem koma bezt út öðruvísi en skólar sem koma ekki eins vel út? Telja skólastjórnendur að þeir geti bætt eitthvað? Hvað getum við sem foreldrar gert öðruvísi til að styðja betur við börnin heima fyrir? PISA-niðurstöðurnar snúast þannig ekki um einhverja óheilbrigða og neikvæða samkeppni milli skóla, eins og sumir hafa haldið fram. Þær eiga að nýtast til að bæta skólastarfið, rýna hvað er vel gert og hvað síður og fyrst og fremst hvað er hægt að gera til að bæta árangur skólanna. Eftir að pólitíska kerfið hafði ákveðið að þessar niðurstöður væru bezt geymdar sem leyndarmál sem eingöngu lítill hópur fagfólks hefði aðgang að, kærði framtakssamt foreldri ákvörðunina og fékk niðurstöðurnar fram í dagsljósið. Nú ætti borgin ekki að bíða eftir næsta kærumáli, heldur þvert á móti gera opinberar og aðgengilegar allar mögulegar upplýsingar um frammistöðu skólanna í Reykjavík, sem liggja fyrir en eru ekki á almennu vitorði foreldra. Þannig er valdajafnvæginu á milli foreldra og kerfisins vissulega raskað; í upplýsingunum felst vald, sem foreldrar fá nú í auknum mæli. En það er samt ekki slæmt fyrir kerfið. Það eykur aðhaldið og er gott fyrir hið opinbera skólakerfi.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun