Hefðum getað verið með betra lið og breiðari hóp fyrir sama pening Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júlí 2014 06:00 Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ. Vísir/Vilhelm „Þetta var erfitt fyrir okkur og ég get ímyndað mér að staðan sé svipuð hjá öðrum landsbyggðarliðum,“ segir Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ, í samtali við Fréttablaðið um 4+1-regluna sem tekin var upp fyrir síðasta tímabil og spilað eftir. Hún hafði það í för með sér að lið máttu aðeins spila á einum erlendum leikmanni, hvort sem það var Bandaríkjamaður eða svokallaður Bosman-leikmaður. Góð áhrif reglunnar mátti sjá strax á fyrstu leiktíð þar sem íslenskir leikstjórnendur spruttu upp eins og gorkúlur, en eins og vitað var er erfitt fyrir liðin á landsbyggðinni að halda úti liði með Íslendingum þar sem ungir strákar eru tregir til að yfirgefa höfuðborgarsvæðið og nágrenni þess. Í gær var haldinn formannafundur hjá KKÍ þar sem KFÍ, meðal annars, mælti fyrir því að opna aðeins á 4+1-regluna. Þar á bæ eru menn fyllilega sáttir við að halda sig við einn Bandaríkjamann en opna á fleiri Bosman-leikmenn.Ekkert framboð á störfum „Það sem snýr að okkur er að við erum að missa leikmenn frá okkur á besta aldri – um tvítugt. Strákar sem fara í háskóla flykkjast suður eða eitthvað annað. Það sem verra er, við getum ekki fengið þá til baka því hér vantar störf fyrir háskólamenntaða einstaklinga. Þetta verður alltaf viðvarandi vandi,“ segir Neil Shiran við Fréttablaðið. Þar sem íslenskir leikmenn fengu fleiri mínútur og meiri ábyrgð gátu þeir beðið um hærri samninga, en slegist var um bestu bitana. Lið eins og KFÍ biðu á meðan liðin á höfuðborgarsvæðinu tíndu til sín bestu bitana en þurftu samt að borga sitt fyrir íslenska spilara sem voru kannski ekki eins góðir og þeir sem héldu sig á suðvesturhorninu. „Eðli málsins samkvæmt var þetta dýrara þótt við værum ekkert að bjóða íslenskum strákum gull og græna skóga. En það var aukinn kostnaður. Við vorum líka í þeim aðstæðum að vera með mann sem æfði ekkert með liðinu heldur spilaði bara. Það hefur verið og er ýmislegt reynt til að vera með samkeppnishæft lið. Það er það eina sem við viljum,“ segir Neil Shiran.Vísir/ValliVona að fólk skilji okkur Formaðurinn segir, að best væri að geta haft hjá liðinu 1-2 íslenska leikmenn í landsliðsklassa en þannig menn er erfitt að fá. Svo góðir íslenskir leikmenn sem kæmu vestur væru meiri hugsjónamenn sem vildu rífa upp starfið. Í staðinn hefur KFÍ reynt að ná í góða erlenda leikmenn en á það var lokað fyrir síðasta tímabil. „Þegar þú ert með svona takmarkanir verða innlendu leikmennirnir eðlilega dýrari. Dæmi má taka að við höfum verið að fá slarkfæra miðlungsleikmenn að utan sem hafa komið gegn því að fá sæmilega vinnu. Þá erum við ekki að tala um neitt sérfræðistarf. Þessi 4+1-regla breytti heildarmyndinni rosalega mikið fyrir okkur og ég vona bara að hreyfingin skilji ástæðu okkar fyrir að vilja breyta þessu.“ Ísfirðingar eru vissir um að það að leyfa Bosman-leikmenn muni hjálpa öðrum liðum. „Ég er alveg sáttur við einhverjar takmarkanir en að banna Bosman-leikmenn finnst mér stríða gegn Evrópusáttmálanum. Ég er líka alveg sannfærður um að fyrir sömu fjármuni og við notuðum í fyrra hefði verið hægt að semja við fleiri erlenda leikmenn og vera með betra lið og breiðari hóp. Með því að aflétta þessari takmörkun held ég að öll lið geti að einhverju leyti lagað til í fjárhagnum hjá sér,“ segir Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Einar Árni: Verður þá að vera óbreytt í tíu ár Einar Árni Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari Njarðvíkur, hefur sína skoðun á mögulegri reglubreytingu á fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum á næstu leiktíð en Njarðvíkingar mæltu fyrir 4+1-reglunni á ársþingi KKÍ í fyrra. 1. júlí 2014 06:45 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
„Þetta var erfitt fyrir okkur og ég get ímyndað mér að staðan sé svipuð hjá öðrum landsbyggðarliðum,“ segir Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ, í samtali við Fréttablaðið um 4+1-regluna sem tekin var upp fyrir síðasta tímabil og spilað eftir. Hún hafði það í för með sér að lið máttu aðeins spila á einum erlendum leikmanni, hvort sem það var Bandaríkjamaður eða svokallaður Bosman-leikmaður. Góð áhrif reglunnar mátti sjá strax á fyrstu leiktíð þar sem íslenskir leikstjórnendur spruttu upp eins og gorkúlur, en eins og vitað var er erfitt fyrir liðin á landsbyggðinni að halda úti liði með Íslendingum þar sem ungir strákar eru tregir til að yfirgefa höfuðborgarsvæðið og nágrenni þess. Í gær var haldinn formannafundur hjá KKÍ þar sem KFÍ, meðal annars, mælti fyrir því að opna aðeins á 4+1-regluna. Þar á bæ eru menn fyllilega sáttir við að halda sig við einn Bandaríkjamann en opna á fleiri Bosman-leikmenn.Ekkert framboð á störfum „Það sem snýr að okkur er að við erum að missa leikmenn frá okkur á besta aldri – um tvítugt. Strákar sem fara í háskóla flykkjast suður eða eitthvað annað. Það sem verra er, við getum ekki fengið þá til baka því hér vantar störf fyrir háskólamenntaða einstaklinga. Þetta verður alltaf viðvarandi vandi,“ segir Neil Shiran við Fréttablaðið. Þar sem íslenskir leikmenn fengu fleiri mínútur og meiri ábyrgð gátu þeir beðið um hærri samninga, en slegist var um bestu bitana. Lið eins og KFÍ biðu á meðan liðin á höfuðborgarsvæðinu tíndu til sín bestu bitana en þurftu samt að borga sitt fyrir íslenska spilara sem voru kannski ekki eins góðir og þeir sem héldu sig á suðvesturhorninu. „Eðli málsins samkvæmt var þetta dýrara þótt við værum ekkert að bjóða íslenskum strákum gull og græna skóga. En það var aukinn kostnaður. Við vorum líka í þeim aðstæðum að vera með mann sem æfði ekkert með liðinu heldur spilaði bara. Það hefur verið og er ýmislegt reynt til að vera með samkeppnishæft lið. Það er það eina sem við viljum,“ segir Neil Shiran.Vísir/ValliVona að fólk skilji okkur Formaðurinn segir, að best væri að geta haft hjá liðinu 1-2 íslenska leikmenn í landsliðsklassa en þannig menn er erfitt að fá. Svo góðir íslenskir leikmenn sem kæmu vestur væru meiri hugsjónamenn sem vildu rífa upp starfið. Í staðinn hefur KFÍ reynt að ná í góða erlenda leikmenn en á það var lokað fyrir síðasta tímabil. „Þegar þú ert með svona takmarkanir verða innlendu leikmennirnir eðlilega dýrari. Dæmi má taka að við höfum verið að fá slarkfæra miðlungsleikmenn að utan sem hafa komið gegn því að fá sæmilega vinnu. Þá erum við ekki að tala um neitt sérfræðistarf. Þessi 4+1-regla breytti heildarmyndinni rosalega mikið fyrir okkur og ég vona bara að hreyfingin skilji ástæðu okkar fyrir að vilja breyta þessu.“ Ísfirðingar eru vissir um að það að leyfa Bosman-leikmenn muni hjálpa öðrum liðum. „Ég er alveg sáttur við einhverjar takmarkanir en að banna Bosman-leikmenn finnst mér stríða gegn Evrópusáttmálanum. Ég er líka alveg sannfærður um að fyrir sömu fjármuni og við notuðum í fyrra hefði verið hægt að semja við fleiri erlenda leikmenn og vera með betra lið og breiðari hóp. Með því að aflétta þessari takmörkun held ég að öll lið geti að einhverju leyti lagað til í fjárhagnum hjá sér,“ segir Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Einar Árni: Verður þá að vera óbreytt í tíu ár Einar Árni Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari Njarðvíkur, hefur sína skoðun á mögulegri reglubreytingu á fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum á næstu leiktíð en Njarðvíkingar mæltu fyrir 4+1-reglunni á ársþingi KKÍ í fyrra. 1. júlí 2014 06:45 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Einar Árni: Verður þá að vera óbreytt í tíu ár Einar Árni Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari Njarðvíkur, hefur sína skoðun á mögulegri reglubreytingu á fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum á næstu leiktíð en Njarðvíkingar mæltu fyrir 4+1-reglunni á ársþingi KKÍ í fyrra. 1. júlí 2014 06:45