Átti ekki að spara? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 2. júlí 2014 06:00 Áformaður flutningur Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar er umdeildur. Til þessa hefur athyglin aðallega beinzt að hagsmunum starfsmannanna, sem eru augljóslega ekki ánægðir með áformin. Þeir hafa lýst því yfir að enginn starfsmaður ætli með stofnuninni norður. Það er ekki þar með sagt að andstaða starfsmanna ein og sér eigi að stöðva flutning á stofnuninni, ef á annað borð er sýnt fram á að það sé bæði fjárhagslegt og faglegt vit í að flytja hana; að til dæmis sé hægt að fá jafnhæft starfsfólk í staðinn fyrir það sem ætlar ekki að flytja með. Vandinn er að það liggur nákvæmlega ekkert fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar um að það sé neitt vit í að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra virðist hafa einhverja fremur óljósa hugmynd um að flutningurinn norður geti kostað 100-200 milljónir króna. Um það hvort hagræðing næst til lengri tíma til að vinna þann kostnað til baka veit hann ekki neitt. Um faglegan ávinning flutningsins veit hann heldur ekki neitt. Um gagnrýni nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins á áformin, sem þeir settu einmitt fram á þeirri forsendu að engin rök hefðu komið fram fyrir því af hverju ætti að flytja stofnunina, segir ráðherrann að þeir eigi bara að lesa stjórnarsáttmálann og byggðaáætlun. Það stendur vissulega í báðum þessum plöggum að það eigi að fjölga störfum á landsbyggðinni. Í byggðaáætlun stendur að það eigi að vera störf á vegum ríkisins. En í stjórnarsáttmálanum stendur líka að það eigi að auka agann í ríkisfjármálum, lækka skatta og borga niður skuldir ríkisins. Ríkisstjórnin stofnaði sérstakan aðgerðahóp sem átti að velta við hverjum steini með það að markmiði að „hagræða og forgangsraða og auka skilvirkni stofnana ríkisins“. Einhver hefði haldið að það þýddi að ekki yrðu teknar ákvarðanir um að flytja ríkisstofnanir út á land nema fyrir lægi að það stuðlaði að hagræði og skilvirkni. En slík rök hefur reyndar aldrei þurft þegar stjórnmálamenn hafa flutt ríkisstofnanir á milli staða í þeim tilgangi að afla sér atkvæða. Þá heitir það „pólitísk ákvörðun“. Það væri full ástæða til þess að Ríkisendurskoðun tæki upp hjá sjálfri sér að gera heildarúttekt á flutningi stofnana og verkefna á vegum ríkisins á milli landshluta undanfarin ár og meta fjárhagslegan og faglegan ávinning af þessum „pólitísku ákvörðunum“. Þá gætu ráðherrar að minnsta kosti vísað í reynsluna þegar þeir tækju ákvarðanir eins og um flutning Fiskistofu. Það er raunar dálítið skrítið að á sama tíma og ríkissjóður á ekki fyrir nýjum störfum lögreglumanna og landvarða úti um landsbyggðina til að passa upp á ferðamenn og vernda náttúruna fyrir ágangi, sé hann aflögufær um 200 milljónir til að flytja störf sem þegar eru orðin til á milli landshluta. Starfsfólk Fiskistofu verðskuldar vissulega samúð okkar. En við eigum samt kannski bara að vorkenna sjálfum okkur meira; sem skattgreiðendum og kjósendum sem kjósa ítrekað yfir sig fólk sem tekur illa ígrundaðar ákvarðanir um útgjöld á okkar kostnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Sjá meira
Áformaður flutningur Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar er umdeildur. Til þessa hefur athyglin aðallega beinzt að hagsmunum starfsmannanna, sem eru augljóslega ekki ánægðir með áformin. Þeir hafa lýst því yfir að enginn starfsmaður ætli með stofnuninni norður. Það er ekki þar með sagt að andstaða starfsmanna ein og sér eigi að stöðva flutning á stofnuninni, ef á annað borð er sýnt fram á að það sé bæði fjárhagslegt og faglegt vit í að flytja hana; að til dæmis sé hægt að fá jafnhæft starfsfólk í staðinn fyrir það sem ætlar ekki að flytja með. Vandinn er að það liggur nákvæmlega ekkert fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar um að það sé neitt vit í að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra virðist hafa einhverja fremur óljósa hugmynd um að flutningurinn norður geti kostað 100-200 milljónir króna. Um það hvort hagræðing næst til lengri tíma til að vinna þann kostnað til baka veit hann ekki neitt. Um faglegan ávinning flutningsins veit hann heldur ekki neitt. Um gagnrýni nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins á áformin, sem þeir settu einmitt fram á þeirri forsendu að engin rök hefðu komið fram fyrir því af hverju ætti að flytja stofnunina, segir ráðherrann að þeir eigi bara að lesa stjórnarsáttmálann og byggðaáætlun. Það stendur vissulega í báðum þessum plöggum að það eigi að fjölga störfum á landsbyggðinni. Í byggðaáætlun stendur að það eigi að vera störf á vegum ríkisins. En í stjórnarsáttmálanum stendur líka að það eigi að auka agann í ríkisfjármálum, lækka skatta og borga niður skuldir ríkisins. Ríkisstjórnin stofnaði sérstakan aðgerðahóp sem átti að velta við hverjum steini með það að markmiði að „hagræða og forgangsraða og auka skilvirkni stofnana ríkisins“. Einhver hefði haldið að það þýddi að ekki yrðu teknar ákvarðanir um að flytja ríkisstofnanir út á land nema fyrir lægi að það stuðlaði að hagræði og skilvirkni. En slík rök hefur reyndar aldrei þurft þegar stjórnmálamenn hafa flutt ríkisstofnanir á milli staða í þeim tilgangi að afla sér atkvæða. Þá heitir það „pólitísk ákvörðun“. Það væri full ástæða til þess að Ríkisendurskoðun tæki upp hjá sjálfri sér að gera heildarúttekt á flutningi stofnana og verkefna á vegum ríkisins á milli landshluta undanfarin ár og meta fjárhagslegan og faglegan ávinning af þessum „pólitísku ákvörðunum“. Þá gætu ráðherrar að minnsta kosti vísað í reynsluna þegar þeir tækju ákvarðanir eins og um flutning Fiskistofu. Það er raunar dálítið skrítið að á sama tíma og ríkissjóður á ekki fyrir nýjum störfum lögreglumanna og landvarða úti um landsbyggðina til að passa upp á ferðamenn og vernda náttúruna fyrir ágangi, sé hann aflögufær um 200 milljónir til að flytja störf sem þegar eru orðin til á milli landshluta. Starfsfólk Fiskistofu verðskuldar vissulega samúð okkar. En við eigum samt kannski bara að vorkenna sjálfum okkur meira; sem skattgreiðendum og kjósendum sem kjósa ítrekað yfir sig fólk sem tekur illa ígrundaðar ákvarðanir um útgjöld á okkar kostnað.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun