Matur og merkingar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. júlí 2014 07:00 Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um merkingar á matvælum, sem gefa til kynna að þau séu framleidd með vistvænum hætti. Slíkar merkingar eru mikilvæg leiðsögn fyrir neytendur, sem vilja með vali sínu stuðla að vistvænum búskapar- og framleiðsluháttum. Blaðið sagði frá því fyrr í þessari viku að engar merkingar væru á lambakjöti sem gæfu til kynna hvort það kæmi frá býlum sem hefðu fengið vottorð um gæðastýringu. Mikill meirihluti lambakjöts hefur fengið slíka vottun, eða yfir 92 prósent, en kjötinu frá þeim sem ekki hafa vottunina er bara blandað saman við það vottaða í kjötvinnslustöðvum og verzlunum. Það er afleitt fyrir neytendur, því að gæðastýringin á ekki sízt að stuðla að því að bændur ofbeiti ekki landið, en jafnframt eiga þeir að skila inn skýrslum um veikindi dýranna, lyfjanotkun, áburðarnotkun og fóðurgjöf. Margir neytendur vildu örugglega geta forðazt kjöt frá þeim sem ekki hafa undirgengizt þær reglur og staðla sem þarf til að fá vottun um gæðastýringu. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði í Fréttablaðinu að sauðfjárbændur vildu gjarnan sérmerkja kjöt sem kæmi frá gæðastýrðum býlum, en sláturhúsin vildu það ekki. Haft var eftir Steinþóri Skúlasyni, forstjóra Sláturfélags Suðurlands, í sömu frétt að ekki væri gæðamunur á afurðunum og engin umræða hefði verið um að merkja kjöt frá gæðastýrðum býlum sérstaklega. „Það er spurning hvað yrði gert við ógæðastýrt kjöt. Staðan er sú að þú færð enga verslun til að taka inn kjöt sem væri merkt ógæðastýrt,“ sagði Steinþór. Forstjórinn ítrekaði sjónarmið sín í grein í Fréttablaðinu í gær; að enginn munur væri á gæðum kjöts úr gæðastýringu og kjöti frá búum sem ekki hefðu þessa vottun. Hann tók líka fram að sauðfjárbændur hefðu ekki óskað eftir neinum merkingum á gæðastýrða kjötinu. Í þessu samhengi eru gæðin hins vegar aukaatriði. Svo við tökum dæmi af allt öðrum markaði þá geta tveir stuttermabolir verið af sömu gæðum, en annar framleiddur af börnum við slæmar aðstæður í þriðja heiminum og hinn þar sem fullorðnu starfsfólki eru búin góð starfsskilyrði. Ef neytendur vissu muninn, væru þeir – að minnsta kosti margir – frekar tilbúnir að kaupa síðarnefnda bolinn. Fyrst allar upplýsingar liggja fyrir um það hvaða bú hafa fengið vottun um gæðastýringu og hver ekki, er sjálfsögð krafa neytenda að þessum upplýsingum sé miðlað til þeirra með merkingum. Það skiptir ekki máli hvort sauðfjárbændur hafa beðið sláturleyfishafa um slíka merkingu eða ekki; nú er málið komið í opinbera umræðu og hlýtur að liggja beint við að þessir aðilar vinni saman að því að leysa það. En hvað þá um þessi sjö prósent lambakjöts sem ekki eru gæðastýrð og engin búð myndi vilja taka við? Ætli viðkomandi sauðfjárbændur yrðu ekki bara fljótir að taka við sér, sækja um vottunina og breyta búskaparháttum sínum til að geta fengið hana? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um merkingar á matvælum, sem gefa til kynna að þau séu framleidd með vistvænum hætti. Slíkar merkingar eru mikilvæg leiðsögn fyrir neytendur, sem vilja með vali sínu stuðla að vistvænum búskapar- og framleiðsluháttum. Blaðið sagði frá því fyrr í þessari viku að engar merkingar væru á lambakjöti sem gæfu til kynna hvort það kæmi frá býlum sem hefðu fengið vottorð um gæðastýringu. Mikill meirihluti lambakjöts hefur fengið slíka vottun, eða yfir 92 prósent, en kjötinu frá þeim sem ekki hafa vottunina er bara blandað saman við það vottaða í kjötvinnslustöðvum og verzlunum. Það er afleitt fyrir neytendur, því að gæðastýringin á ekki sízt að stuðla að því að bændur ofbeiti ekki landið, en jafnframt eiga þeir að skila inn skýrslum um veikindi dýranna, lyfjanotkun, áburðarnotkun og fóðurgjöf. Margir neytendur vildu örugglega geta forðazt kjöt frá þeim sem ekki hafa undirgengizt þær reglur og staðla sem þarf til að fá vottun um gæðastýringu. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði í Fréttablaðinu að sauðfjárbændur vildu gjarnan sérmerkja kjöt sem kæmi frá gæðastýrðum býlum, en sláturhúsin vildu það ekki. Haft var eftir Steinþóri Skúlasyni, forstjóra Sláturfélags Suðurlands, í sömu frétt að ekki væri gæðamunur á afurðunum og engin umræða hefði verið um að merkja kjöt frá gæðastýrðum býlum sérstaklega. „Það er spurning hvað yrði gert við ógæðastýrt kjöt. Staðan er sú að þú færð enga verslun til að taka inn kjöt sem væri merkt ógæðastýrt,“ sagði Steinþór. Forstjórinn ítrekaði sjónarmið sín í grein í Fréttablaðinu í gær; að enginn munur væri á gæðum kjöts úr gæðastýringu og kjöti frá búum sem ekki hefðu þessa vottun. Hann tók líka fram að sauðfjárbændur hefðu ekki óskað eftir neinum merkingum á gæðastýrða kjötinu. Í þessu samhengi eru gæðin hins vegar aukaatriði. Svo við tökum dæmi af allt öðrum markaði þá geta tveir stuttermabolir verið af sömu gæðum, en annar framleiddur af börnum við slæmar aðstæður í þriðja heiminum og hinn þar sem fullorðnu starfsfólki eru búin góð starfsskilyrði. Ef neytendur vissu muninn, væru þeir – að minnsta kosti margir – frekar tilbúnir að kaupa síðarnefnda bolinn. Fyrst allar upplýsingar liggja fyrir um það hvaða bú hafa fengið vottun um gæðastýringu og hver ekki, er sjálfsögð krafa neytenda að þessum upplýsingum sé miðlað til þeirra með merkingum. Það skiptir ekki máli hvort sauðfjárbændur hafa beðið sláturleyfishafa um slíka merkingu eða ekki; nú er málið komið í opinbera umræðu og hlýtur að liggja beint við að þessir aðilar vinni saman að því að leysa það. En hvað þá um þessi sjö prósent lambakjöts sem ekki eru gæðastýrð og engin búð myndi vilja taka við? Ætli viðkomandi sauðfjárbændur yrðu ekki bara fljótir að taka við sér, sækja um vottunina og breyta búskaparháttum sínum til að geta fengið hana?
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun