Íþróttaljós: Reglugerðin sem enginn vissi af Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júlí 2014 06:30 Michael Wiederer, til hægri, framkvæmdstjóri EHF lét ritarann svara. Fréttablaðið/Getty „Herra Wiederer vill ekki tjá sig um þetta núna – vinsamlegast hafðu samband við Alþjóðahandknattleikssambandið,“ var svar einkaritara Michaels Wiederer, framkvæmdastjóra Evrópska handknattleikssambandsins, EHF, þegar Fréttablaðið reyndi að ná tali af honum í gær vegna ákvörðunar IHF um að veita Þýskalandi keppnisrétt á HM 2015 í Katar. EHF sendi frá sér skjal eftir Evrópumótið í Danmörku í janúar þar sem það upplýsti að Ísland væri fyrsta varaþjóð álfunnar inn á HM ef ske kynni að einhver önnur þjóð drægi sig úr keppni. Svo fór að Ástralía fékk ekki keppnisrétt á HM í Katar og kemur Þýskaland í staðinn. Samkvæmt fréttatilkynningu IHF fékk Þýskaland sætið vegna þess að liðið varð í 5. sæti á HM 2013 á Spáni, en það hunsaði tilmæli evrópska sambandsins.Einkaritarinn svarar Fréttablaðið reyndi að fá svör við þessu hjá báðum samböndum í gær. Fyrst hafði blaðamaður samband við EHF og ræddi við Peter Sichelschmidt, starfsmann mótamála. Hann sagðist koma af fjöllum og fullyrti að evrópska sambandið hefði ekki fengið fregnir af þessu fyrr en klukkan fimm í fyrradag. „Við vorum búin að gefa það út að Ísland væri fyrsta varaþjóð, en EHF ræður þessu ekki. Samkvæmt okkur var Ísland næsta þjóð inn en IHF vinnur greinilega eftir öðrum viðmiðum,“ sagði hann. Nokkuð undarlegt í ljósi þess að Sichelschmidt á sæti í mótanefnd IHF og situr báðum megin við borðið. Seinna um daginn reyndi blaðamaður að hafa samband við framkvæmdastjórann Michael Widerer. Einkaritari hans setti blaðamann fyrst á bið, kom svo skömmu síðar aftur og spurði hver tilgangurinn með símtalinu væri. Eftir að henni var tjáð það tóku við aðrar tvær mínútur á bið. Þegar hún kom aftur var blaðamanni tjáð að hann fengi ekki samband við framkvæmdastjórann heldur ætti hann að hafa samband við IHF.Hassan Mustafa, forseti IHF, lengst til hægri ásamt Ulrich Strombach (til vinstri), fyrrverandi forseta þýska handknattleiksambandsins og Horst Köhler (í miðju), fyrrverandi forseta Þýskalands, á HM 2007 í Þýskalandi.Vísir/GettyReglunum breytt Í lögum IHF um heimsmeistaramót segir að dragi ein þjóð sig úr keppni eða fái hún ekki keppnisleyfi skuli varaþjóð koma inn á mótið frá álfu ríkjandi heimsmeistara. Það eru Spánverjar og morgunljóst samkvæmt þeirri reglu að Ísland á sætið. Svo virðist þó sem reglunum hafi verið breytt í vor. Guðmundur B. Ólafsson, formaður handknattleikssambands Íslands, fékk þau svör frá EHF að Alþjóðasambandið hefði á fundi í mars ákveðið að fyrsta varaþjóð á HM væri sú sem náði bestum árangri þeirra þjóða á HM 2013 sem ekki væru með öruggt sæti á HM í Katar. Það eru Þjóðverjar. „Ég get hvergi séð hvernig þeim hefur verið breytt og við þurfum skýrari svör. Hafi þetta verið gert löglega er lítið sem við getum aðhafst í málinu. Það er samt skrýtið að stjórn IHF geti bara valið lið inn á HM án þess að það séu reglur á bak við það. Þetta var mjög skýrt þegar EHF sendi út sinn lista,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Ómögulegt var að fá samband við nokkurn mann eða konu hjá IHF í gær. Þeir sem höfðu setið fundinn í Króatíu þar sem ákvörðunin var tekin voru ekki komnir til vinnu aftur og þá svaraði hvorki mótastjórinn né fjölmiðlafulltrúi sambandsins ítrekuðum póstsendingum Fréttablaðsins. Viðkunnanleg stúlka á símanum sagði að það tæki 1-2 daga að fá svar við póstum sem sendir eru til IHF.Úr leik með ástralska landsliðinu á HM 2013.Vísir/AFPEnginn látinn vita Það sem forsvarsmenn HSÍ spyrja sig nú að er hvort þessi reglubreyting sem gerð var í vor sé lögleg. Ekkert sérsamband og ekki einu sinni Evrópska handknattleikssambandið var látið vita af ákvörðun IHF um að afhenda Þýskalandi sætið. Það sem gerðist í Eyjaálfu er, að Papúa Nýja-Gínea er hætt að stunda handbolta. Þar með eru aðeins sex þjóðir eftir þar sem stunda íþróttina og þá verður álfan ekki tæk á HM. Samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins er þetta eitthvað sem menn, bæði hjá EHF og IHF, vissu að gæti gerst. Þess vegna má hæglega draga þá ályktun að EHF hafi opinberað ákvörðun sína um þrjár varaþjóðir álfunnar á HM, eitthvað sem annars sjaldan er gert. Að sama skapi fengju forráðamenn IHF gullið tækifæri til að koma stærstu handboltaþjóð heims inn á HM, en sjónvarpstekjurnar eru hvað mestar frá Þjóðverjum. Nú vilja menn sjá pappíra og fundargerðir frá þessum ákvörðunarfundi í vor því ekkert var gefið út eftir hann. Svo virðist sem menn hafi einfaldlega verið að baktryggja sig eftir að Þýskaland dróst á móti Póllandi í umspilinu, en þar var ljóst að Þjóðverjar væru alls ekkert líklegir.Guðmundur B. Ólafsson ásamt Aroni Kristjánssyni og Gunnari Magnússyni.Vísir/StefánFyrsta svar í dag Guðmundur B. Ólafsson býst við fyrsta svari EHF strax í dag, en HSÍ gerir kröfu um skýrslu frá báðum samböndum um hvernig staðið var að málum. Þeir sem sátu fundinn í fyrradag hjá IHF voru forsetinn, varaforsetinn, gjaldkerinn og forseti franska handknattleikssambandsins, þannig það er ansi þröngur hringur sem kemur að þessari stóru ákvörðun. Ekkert er þó vitað hverjir sátu fundinn í vor, ef hann fór fram? Ekkert var tilkynnt um hann og niðurstaðan aldrei birt. Regluverkið er óbreytt á vefsíðu IHF, en samkvæmt því á Ísland rétt á þessu lausa sæti. Handbolti Tengdar fréttir Einar: Við munum leita allra leiða Framkvæmdarstjóri HSÍ er afar undrandi á þeirri ákvörðun að gefa Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar. 8. júlí 2014 16:45 Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
„Herra Wiederer vill ekki tjá sig um þetta núna – vinsamlegast hafðu samband við Alþjóðahandknattleikssambandið,“ var svar einkaritara Michaels Wiederer, framkvæmdastjóra Evrópska handknattleikssambandsins, EHF, þegar Fréttablaðið reyndi að ná tali af honum í gær vegna ákvörðunar IHF um að veita Þýskalandi keppnisrétt á HM 2015 í Katar. EHF sendi frá sér skjal eftir Evrópumótið í Danmörku í janúar þar sem það upplýsti að Ísland væri fyrsta varaþjóð álfunnar inn á HM ef ske kynni að einhver önnur þjóð drægi sig úr keppni. Svo fór að Ástralía fékk ekki keppnisrétt á HM í Katar og kemur Þýskaland í staðinn. Samkvæmt fréttatilkynningu IHF fékk Þýskaland sætið vegna þess að liðið varð í 5. sæti á HM 2013 á Spáni, en það hunsaði tilmæli evrópska sambandsins.Einkaritarinn svarar Fréttablaðið reyndi að fá svör við þessu hjá báðum samböndum í gær. Fyrst hafði blaðamaður samband við EHF og ræddi við Peter Sichelschmidt, starfsmann mótamála. Hann sagðist koma af fjöllum og fullyrti að evrópska sambandið hefði ekki fengið fregnir af þessu fyrr en klukkan fimm í fyrradag. „Við vorum búin að gefa það út að Ísland væri fyrsta varaþjóð, en EHF ræður þessu ekki. Samkvæmt okkur var Ísland næsta þjóð inn en IHF vinnur greinilega eftir öðrum viðmiðum,“ sagði hann. Nokkuð undarlegt í ljósi þess að Sichelschmidt á sæti í mótanefnd IHF og situr báðum megin við borðið. Seinna um daginn reyndi blaðamaður að hafa samband við framkvæmdastjórann Michael Widerer. Einkaritari hans setti blaðamann fyrst á bið, kom svo skömmu síðar aftur og spurði hver tilgangurinn með símtalinu væri. Eftir að henni var tjáð það tóku við aðrar tvær mínútur á bið. Þegar hún kom aftur var blaðamanni tjáð að hann fengi ekki samband við framkvæmdastjórann heldur ætti hann að hafa samband við IHF.Hassan Mustafa, forseti IHF, lengst til hægri ásamt Ulrich Strombach (til vinstri), fyrrverandi forseta þýska handknattleiksambandsins og Horst Köhler (í miðju), fyrrverandi forseta Þýskalands, á HM 2007 í Þýskalandi.Vísir/GettyReglunum breytt Í lögum IHF um heimsmeistaramót segir að dragi ein þjóð sig úr keppni eða fái hún ekki keppnisleyfi skuli varaþjóð koma inn á mótið frá álfu ríkjandi heimsmeistara. Það eru Spánverjar og morgunljóst samkvæmt þeirri reglu að Ísland á sætið. Svo virðist þó sem reglunum hafi verið breytt í vor. Guðmundur B. Ólafsson, formaður handknattleikssambands Íslands, fékk þau svör frá EHF að Alþjóðasambandið hefði á fundi í mars ákveðið að fyrsta varaþjóð á HM væri sú sem náði bestum árangri þeirra þjóða á HM 2013 sem ekki væru með öruggt sæti á HM í Katar. Það eru Þjóðverjar. „Ég get hvergi séð hvernig þeim hefur verið breytt og við þurfum skýrari svör. Hafi þetta verið gert löglega er lítið sem við getum aðhafst í málinu. Það er samt skrýtið að stjórn IHF geti bara valið lið inn á HM án þess að það séu reglur á bak við það. Þetta var mjög skýrt þegar EHF sendi út sinn lista,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Ómögulegt var að fá samband við nokkurn mann eða konu hjá IHF í gær. Þeir sem höfðu setið fundinn í Króatíu þar sem ákvörðunin var tekin voru ekki komnir til vinnu aftur og þá svaraði hvorki mótastjórinn né fjölmiðlafulltrúi sambandsins ítrekuðum póstsendingum Fréttablaðsins. Viðkunnanleg stúlka á símanum sagði að það tæki 1-2 daga að fá svar við póstum sem sendir eru til IHF.Úr leik með ástralska landsliðinu á HM 2013.Vísir/AFPEnginn látinn vita Það sem forsvarsmenn HSÍ spyrja sig nú að er hvort þessi reglubreyting sem gerð var í vor sé lögleg. Ekkert sérsamband og ekki einu sinni Evrópska handknattleikssambandið var látið vita af ákvörðun IHF um að afhenda Þýskalandi sætið. Það sem gerðist í Eyjaálfu er, að Papúa Nýja-Gínea er hætt að stunda handbolta. Þar með eru aðeins sex þjóðir eftir þar sem stunda íþróttina og þá verður álfan ekki tæk á HM. Samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins er þetta eitthvað sem menn, bæði hjá EHF og IHF, vissu að gæti gerst. Þess vegna má hæglega draga þá ályktun að EHF hafi opinberað ákvörðun sína um þrjár varaþjóðir álfunnar á HM, eitthvað sem annars sjaldan er gert. Að sama skapi fengju forráðamenn IHF gullið tækifæri til að koma stærstu handboltaþjóð heims inn á HM, en sjónvarpstekjurnar eru hvað mestar frá Þjóðverjum. Nú vilja menn sjá pappíra og fundargerðir frá þessum ákvörðunarfundi í vor því ekkert var gefið út eftir hann. Svo virðist sem menn hafi einfaldlega verið að baktryggja sig eftir að Þýskaland dróst á móti Póllandi í umspilinu, en þar var ljóst að Þjóðverjar væru alls ekkert líklegir.Guðmundur B. Ólafsson ásamt Aroni Kristjánssyni og Gunnari Magnússyni.Vísir/StefánFyrsta svar í dag Guðmundur B. Ólafsson býst við fyrsta svari EHF strax í dag, en HSÍ gerir kröfu um skýrslu frá báðum samböndum um hvernig staðið var að málum. Þeir sem sátu fundinn í fyrradag hjá IHF voru forsetinn, varaforsetinn, gjaldkerinn og forseti franska handknattleikssambandsins, þannig það er ansi þröngur hringur sem kemur að þessari stóru ákvörðun. Ekkert er þó vitað hverjir sátu fundinn í vor, ef hann fór fram? Ekkert var tilkynnt um hann og niðurstaðan aldrei birt. Regluverkið er óbreytt á vefsíðu IHF, en samkvæmt því á Ísland rétt á þessu lausa sæti.
Handbolti Tengdar fréttir Einar: Við munum leita allra leiða Framkvæmdarstjóri HSÍ er afar undrandi á þeirri ákvörðun að gefa Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar. 8. júlí 2014 16:45 Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Einar: Við munum leita allra leiða Framkvæmdarstjóri HSÍ er afar undrandi á þeirri ákvörðun að gefa Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar. 8. júlí 2014 16:45
Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15
EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48