Hvernig aukum við nautakjöts- framleiðsluna? Sigurður Loftsson og Baldur Helgi Benjamínsson skrifar 22. júlí 2014 07:00 Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjötsframleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þessari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið og er rétt að fara yfir helstu atriði sem máli skipta í þessu samhengi.60% af ungnautum Árið 2013 voru framleidd um 4.100 tonn af nautgripakjöti hér á landi og hefur framleiðslan farið stöðugt vaxandi síðan 2006, þar til í ár. Hún skiptist þannig að um 60%, eða 2.400 tonn, eru ungnautakjöt, sem er kjöt af nautum og uxum sem eru yngri en 30 mánaða við slátrun og eru því afurð sérhæfðrar nautakjötsframleiðslu. Betri steikur á borð við lundir, ribeye, file og þess háttar koma af slíkum gripum, einnig skal hakk sem merkt er „ungnautahakk“ einungis vera af gripum á þessum aldri. Þau 1.700 tonn sem eftir standa koma af mjólkurkúm og kálfum, sem hliðarafurð mjólkurframleiðslunnar. Hvernig árar í þeirri grein nautgriparæktarinnar hefur því óhjákvæmilega áhrif á framboð af kúm til slátrunar en kjötið af þessum gripum fer að stærstum hluta í hakk og unnar kjötvörur.Mjólkurkúnum fjölgar Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir mjólkurafurðum, einkum þeim fituríkari, aukist mjög mikið hér á landi. Á síðustu 18 mánuðum hefur sala á fitugrunni aukist um 11 milljónir lítra, sem er nálægt því að vera jafn mikið og ársframleiðsla skagfirskra kúabænda. Til að mæta þessari góðu sölu mjólkurafurða leitast kúabændur nú við að fjölga í kúastofninum, m.a. með því að seinka slátrun á kúm. Sú fjölgum mun leiða af sér aukið framboð af kúm til slátrunar þegar fram líða stundir.Kynbæta þarf holdanautastofnana Framangreind áhrif aukinnar eftirspurnar eftir mjólkurafurðum skýrir ónógt framboð á nautgripakjöti ekki nema að litlu leyti. Landssamband kúabænda varaði fyrst við því fyrir tæplega fimm árum að í óefni kynni að stefna varðandi sérhæfða framleiðslu á ungnautakjöti. Þar réði gríðarleg hækkun aðfanga, einkum áburðar, mestu um versnandi afkomu framleiðenda í greininni. Einnig réðu veðurfarsaðstæður nokkru á tímabili, þegar þurrkar hömluðu grassprettu. Heldur horfir þó til betri vegar í þeim efnum nú, sem sést best á því að framleiðendur hafa aukið ásetning á nautkálfum umtalsvert á undanförnum misserum. Í því efni ber þó að horfa til að framleiðsluferill nautakjöts er langur, um tvö og hálft til þrjú ár að jafnaði. Haustið 2009 óskuðu samtökin eftir samstarfi við stjórnvöld um að leita leiða við að endurnýja erfðaefni holdanautastofnanna, Angus og Limousin, sem Landssamband kúabænda hafði forgöngu um að flytja til landsins árið 1994. Það hefur lengi verið mat LK að holdanautabúskapur eigi verulega vaxtarmöguleika hér á landi og sé lykillinn að aukinni framleiðslu á úrvals ungnautakjöti, sem vaxandi eftirspurn er eftir. Undirtektir stjórnvalda við umleitunum LK voru þó lengst af helst til daufar, en undanfarið hálft annað ár hefur málið þokast í rétta átt.Vilja þjóna innlendum markaði Til að búgreinin geti staðið á eigin fótum, þarf að skapa henni svipuð skilyrði og í nálægum löndum. Þar skiptir aðgangur að öflugu kynbótastarfi mestu: að bændur búi yfir gripum sem nýta fóðrið betur og skili góðum fallþunga á sem stystum eldistíma. Einnig er mikilvægt að styðja við uppbyggingu á aðstöðu heima á búunum, sem stuðli að aukinni fagmennsku í greininni. Þannig geta íslenskir bændur náð sínu mikilvægasta markmiði, sem er að þjóna innlendum markaði og hafa af því mannsæmandi afkomu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjötsframleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þessari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið og er rétt að fara yfir helstu atriði sem máli skipta í þessu samhengi.60% af ungnautum Árið 2013 voru framleidd um 4.100 tonn af nautgripakjöti hér á landi og hefur framleiðslan farið stöðugt vaxandi síðan 2006, þar til í ár. Hún skiptist þannig að um 60%, eða 2.400 tonn, eru ungnautakjöt, sem er kjöt af nautum og uxum sem eru yngri en 30 mánaða við slátrun og eru því afurð sérhæfðrar nautakjötsframleiðslu. Betri steikur á borð við lundir, ribeye, file og þess háttar koma af slíkum gripum, einnig skal hakk sem merkt er „ungnautahakk“ einungis vera af gripum á þessum aldri. Þau 1.700 tonn sem eftir standa koma af mjólkurkúm og kálfum, sem hliðarafurð mjólkurframleiðslunnar. Hvernig árar í þeirri grein nautgriparæktarinnar hefur því óhjákvæmilega áhrif á framboð af kúm til slátrunar en kjötið af þessum gripum fer að stærstum hluta í hakk og unnar kjötvörur.Mjólkurkúnum fjölgar Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir mjólkurafurðum, einkum þeim fituríkari, aukist mjög mikið hér á landi. Á síðustu 18 mánuðum hefur sala á fitugrunni aukist um 11 milljónir lítra, sem er nálægt því að vera jafn mikið og ársframleiðsla skagfirskra kúabænda. Til að mæta þessari góðu sölu mjólkurafurða leitast kúabændur nú við að fjölga í kúastofninum, m.a. með því að seinka slátrun á kúm. Sú fjölgum mun leiða af sér aukið framboð af kúm til slátrunar þegar fram líða stundir.Kynbæta þarf holdanautastofnana Framangreind áhrif aukinnar eftirspurnar eftir mjólkurafurðum skýrir ónógt framboð á nautgripakjöti ekki nema að litlu leyti. Landssamband kúabænda varaði fyrst við því fyrir tæplega fimm árum að í óefni kynni að stefna varðandi sérhæfða framleiðslu á ungnautakjöti. Þar réði gríðarleg hækkun aðfanga, einkum áburðar, mestu um versnandi afkomu framleiðenda í greininni. Einnig réðu veðurfarsaðstæður nokkru á tímabili, þegar þurrkar hömluðu grassprettu. Heldur horfir þó til betri vegar í þeim efnum nú, sem sést best á því að framleiðendur hafa aukið ásetning á nautkálfum umtalsvert á undanförnum misserum. Í því efni ber þó að horfa til að framleiðsluferill nautakjöts er langur, um tvö og hálft til þrjú ár að jafnaði. Haustið 2009 óskuðu samtökin eftir samstarfi við stjórnvöld um að leita leiða við að endurnýja erfðaefni holdanautastofnanna, Angus og Limousin, sem Landssamband kúabænda hafði forgöngu um að flytja til landsins árið 1994. Það hefur lengi verið mat LK að holdanautabúskapur eigi verulega vaxtarmöguleika hér á landi og sé lykillinn að aukinni framleiðslu á úrvals ungnautakjöti, sem vaxandi eftirspurn er eftir. Undirtektir stjórnvalda við umleitunum LK voru þó lengst af helst til daufar, en undanfarið hálft annað ár hefur málið þokast í rétta átt.Vilja þjóna innlendum markaði Til að búgreinin geti staðið á eigin fótum, þarf að skapa henni svipuð skilyrði og í nálægum löndum. Þar skiptir aðgangur að öflugu kynbótastarfi mestu: að bændur búi yfir gripum sem nýta fóðrið betur og skili góðum fallþunga á sem stystum eldistíma. Einnig er mikilvægt að styðja við uppbyggingu á aðstöðu heima á búunum, sem stuðli að aukinni fagmennsku í greininni. Þannig geta íslenskir bændur náð sínu mikilvægasta markmiði, sem er að þjóna innlendum markaði og hafa af því mannsæmandi afkomu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun