Hlynur fann út það eina jákvæða við fjarveru Jóns Arnórs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2014 10:00 Haukur Helgi Pálsson (til hægri) og Hlynur Bæringsson fara yfir málin á æfingu íslenska liðsins í vikunni. Vísir/Daníel Besti körfuboltamaður landsins verður í stúkunni klukkan 19.00 annað kvöld þegar Ísland mætir Bretum í Laugardalshöllinni en íslensku strákarnir ætla að sjá til þess að Jón Arnór Stefánsson geti spilað með liðinu á EM á næsta ári. Ísland er í riðli með Bosníu og Bretlandi og annað sætið í riðlinum gæti skilað liðinu sæti á EM. Sigurvegarar fara áfram og sex af sjö liðum í 2. sæti.Missir ekki svefn Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson hefur ekki áhyggjur af andlegu áhrifunum af því að Jón Arnór verði ekki með. „Mér finnst mjög leiðinlegt að hann sé ekki með enda einn af bestu mönnum sem ég hef spilað með. Ég missi samt ekkert svefn yfir þessu og mæti bara í leikinn og spila. Ég held að flestir hugsi þannig þótt við vildum allir hafa hann með,“ segir Hlynur en stóra prófið verður strax í fyrsta leik. „Það er nánast strax úrslitaleikur. Það spá nú eiginlega allir Bosníumönnum sigri í þessum riðli en við getum verið að berjast um annað sætið við Bretana og það sæti gæti skilað okkur áfram. Það er því mjög mikilvægur leikur á sunnudaginn,“ segir Hlynur. En hver fyllir skarð Jóns Arnórs? „Martin, Logi og Hössi þurfa allir að bæta eitthvað smá við sig en þeir vega ekki einir upp þessi 25 stig hans Jóns. Þetta verður að vera sameiginlegt átak og það er ekki hægt að leggja það á einn mann að bera ábyrgð á stigunum sem hefðu komið frá Jóni,“ segir Hlynur, og hann sér jákvæðu hliðina á fjarveru okkar besta manns. „Bretarnir þekkja þessa stráka töluvert minna en Jón því mig grunar að þeir hafi mest skoðað leik Jóns Arnórs og mest talað um hann í heimavinnunni sinni fyrir leikinn. Það er því möguleiki á því að koma þeim á óvart. Þetta gæti kannski riðlað undirbúningi þeirra ef maður reynir að finna eitthvað jákvætt,“ segir Hlynur.Þeir eru líka án sinnar stjörnu „Það væri magnað að ná þessu öðru sæti og komast á EM. Við höfum alveg fulla trú á því. Við erum að missa Jón Arnór en þeir eru líka án sinnar skærustu stjörnu,“ segir Hlynur og vísar þar til Lual Deng, nýs leikmanns Miami Heat í NBA og fyrrverandi leikmanns Chicago Bulls. Craig Pedersen stýrir þarna íslenska liðinu í fyrsta mótsleiknum en liðið vann tvo fyrstu leiki hans sem þjálfara en það voru æfingaleikir við Lúxemborgara. Góð byrjun en Bretar eru í allt öðrum klassa heldur en lið Lúxemborgar. „Við þurfum að passa okkur á því að taka bara einn leik fyrir í einu og megum ekki fara að hugsa of langt fram í tímann. Við þurfum að vinna á sunnudaginn og það er lykilleikur fyrir okkur. Við í þjálfarateyminu höfum verið að einbeita okkur að þessum leik frá fyrsta degi. Við lögðum upp leikina í Lúxemborg út frá þessum fyrsta leik við Bretland,“ segir Craig. „Við spöruðum nánast öll okkar leikkerfi í leikjunum við Lúxemborg. Þess vegna var svo gaman að sjá liðið spila svona vel því við báðum leikmenn að spila kerfi sem við höfðum ekki eytt nema nokkrum mínútum í á æfingum fyrir leikina. Við hefðum því auðveldlega geta verið skipulagðari í þeim leikjum en okkar markmið var að læra að spila saman og spara eins mörg leikkerfi og við gætum,“ segir Pedersen sem getur orðið fyrsti íslenski landsliðsþjálfarinn frá 1996 (Jón Kr. Gíslason) sem vinnur sinn fyrsta mótsleik.Orka, barátta og stórt hjarta „Ég vona að við getum komið Bretum á óvart. Ef við getum spilað leikkerfin okkar vel á æfingum þegar varnarmennirnir vita nákvæmlega hvað er að fara að gerast þá ættum við að ná árangri á móti mönnum sem vita ekki hvað er að fara að gerast. Ég hlakka mikið til leiksins og bíð spenntur eftir því hvernig leikmenn standa sig. Ég veit að íslensku liðin eru orkumikil, baráttuglöð og með stórt hjarta. Það eru hlutir sem verða að vera með okkur á sunnudagskvöldið,“ sagði Craig Pedersen að lokum. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór er brenndur síðan haustið 2006 Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM en fær fullan stuðning frá leikmönnum og þjálfurum landsliðsins. 8. ágúst 2014 07:00 Jón Arnór verður ekki með Íslandi í undankeppninni Mikið áfall fyrir landsliðið sem gerði sér vonir um sæti á EM 2015. 7. ágúst 2014 16:15 Jón Arnór: Ég á bara tvö til þrjú ár eftir og þurfti að taka þessa ákvörðun Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM þar sem liðið mætir Bosníu og Bretlandi í baráttunni um sæti á EM. Jón Arnór er samningslaus og tekur ekki áhættuna að að meiðast í þessum landsleikjum og missa af möguleikanum á því að finna sér nýjan samning. 7. ágúst 2014 18:21 Jón Arnór: Rétt ákvörðun þó að hún sé mjög erfið Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM sem hefst með heimaleik við Bretland um næstu helgi og Valtýr Björn Valtýsson ræddi við kappann í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fékk að vita af hverju besti leikmaður landsliðsins getur ekki spilað þessa leiki. 7. ágúst 2014 18:45 Haukur Helgi: Ég er að fara til hans Peters í LF Basket Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson er búinn að ganga frá sínum málum en hann mun spila með sænska úrvalsdeildarliðinu LF Basket í vetur. Peter Öqvist, fyrrum þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tók við liði LF Basket í sumar og hóaði í einn öflugasta leikmann íslenska landsliðsins. 7. ágúst 2014 17:43 Þetta gerðist hjá Jóni Arnóri fyrir átta árum Jón Arnór Stefánsson, besti leikmaður íslenska körfuboltaliðsins, verður eins og allir vita fjarri góðu gamnni þegar íslenska liðið mætir Bretum í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið. 8. ágúst 2014 19:45 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Besti körfuboltamaður landsins verður í stúkunni klukkan 19.00 annað kvöld þegar Ísland mætir Bretum í Laugardalshöllinni en íslensku strákarnir ætla að sjá til þess að Jón Arnór Stefánsson geti spilað með liðinu á EM á næsta ári. Ísland er í riðli með Bosníu og Bretlandi og annað sætið í riðlinum gæti skilað liðinu sæti á EM. Sigurvegarar fara áfram og sex af sjö liðum í 2. sæti.Missir ekki svefn Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson hefur ekki áhyggjur af andlegu áhrifunum af því að Jón Arnór verði ekki með. „Mér finnst mjög leiðinlegt að hann sé ekki með enda einn af bestu mönnum sem ég hef spilað með. Ég missi samt ekkert svefn yfir þessu og mæti bara í leikinn og spila. Ég held að flestir hugsi þannig þótt við vildum allir hafa hann með,“ segir Hlynur en stóra prófið verður strax í fyrsta leik. „Það er nánast strax úrslitaleikur. Það spá nú eiginlega allir Bosníumönnum sigri í þessum riðli en við getum verið að berjast um annað sætið við Bretana og það sæti gæti skilað okkur áfram. Það er því mjög mikilvægur leikur á sunnudaginn,“ segir Hlynur. En hver fyllir skarð Jóns Arnórs? „Martin, Logi og Hössi þurfa allir að bæta eitthvað smá við sig en þeir vega ekki einir upp þessi 25 stig hans Jóns. Þetta verður að vera sameiginlegt átak og það er ekki hægt að leggja það á einn mann að bera ábyrgð á stigunum sem hefðu komið frá Jóni,“ segir Hlynur, og hann sér jákvæðu hliðina á fjarveru okkar besta manns. „Bretarnir þekkja þessa stráka töluvert minna en Jón því mig grunar að þeir hafi mest skoðað leik Jóns Arnórs og mest talað um hann í heimavinnunni sinni fyrir leikinn. Það er því möguleiki á því að koma þeim á óvart. Þetta gæti kannski riðlað undirbúningi þeirra ef maður reynir að finna eitthvað jákvætt,“ segir Hlynur.Þeir eru líka án sinnar stjörnu „Það væri magnað að ná þessu öðru sæti og komast á EM. Við höfum alveg fulla trú á því. Við erum að missa Jón Arnór en þeir eru líka án sinnar skærustu stjörnu,“ segir Hlynur og vísar þar til Lual Deng, nýs leikmanns Miami Heat í NBA og fyrrverandi leikmanns Chicago Bulls. Craig Pedersen stýrir þarna íslenska liðinu í fyrsta mótsleiknum en liðið vann tvo fyrstu leiki hans sem þjálfara en það voru æfingaleikir við Lúxemborgara. Góð byrjun en Bretar eru í allt öðrum klassa heldur en lið Lúxemborgar. „Við þurfum að passa okkur á því að taka bara einn leik fyrir í einu og megum ekki fara að hugsa of langt fram í tímann. Við þurfum að vinna á sunnudaginn og það er lykilleikur fyrir okkur. Við í þjálfarateyminu höfum verið að einbeita okkur að þessum leik frá fyrsta degi. Við lögðum upp leikina í Lúxemborg út frá þessum fyrsta leik við Bretland,“ segir Craig. „Við spöruðum nánast öll okkar leikkerfi í leikjunum við Lúxemborg. Þess vegna var svo gaman að sjá liðið spila svona vel því við báðum leikmenn að spila kerfi sem við höfðum ekki eytt nema nokkrum mínútum í á æfingum fyrir leikina. Við hefðum því auðveldlega geta verið skipulagðari í þeim leikjum en okkar markmið var að læra að spila saman og spara eins mörg leikkerfi og við gætum,“ segir Pedersen sem getur orðið fyrsti íslenski landsliðsþjálfarinn frá 1996 (Jón Kr. Gíslason) sem vinnur sinn fyrsta mótsleik.Orka, barátta og stórt hjarta „Ég vona að við getum komið Bretum á óvart. Ef við getum spilað leikkerfin okkar vel á æfingum þegar varnarmennirnir vita nákvæmlega hvað er að fara að gerast þá ættum við að ná árangri á móti mönnum sem vita ekki hvað er að fara að gerast. Ég hlakka mikið til leiksins og bíð spenntur eftir því hvernig leikmenn standa sig. Ég veit að íslensku liðin eru orkumikil, baráttuglöð og með stórt hjarta. Það eru hlutir sem verða að vera með okkur á sunnudagskvöldið,“ sagði Craig Pedersen að lokum.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór er brenndur síðan haustið 2006 Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM en fær fullan stuðning frá leikmönnum og þjálfurum landsliðsins. 8. ágúst 2014 07:00 Jón Arnór verður ekki með Íslandi í undankeppninni Mikið áfall fyrir landsliðið sem gerði sér vonir um sæti á EM 2015. 7. ágúst 2014 16:15 Jón Arnór: Ég á bara tvö til þrjú ár eftir og þurfti að taka þessa ákvörðun Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM þar sem liðið mætir Bosníu og Bretlandi í baráttunni um sæti á EM. Jón Arnór er samningslaus og tekur ekki áhættuna að að meiðast í þessum landsleikjum og missa af möguleikanum á því að finna sér nýjan samning. 7. ágúst 2014 18:21 Jón Arnór: Rétt ákvörðun þó að hún sé mjög erfið Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM sem hefst með heimaleik við Bretland um næstu helgi og Valtýr Björn Valtýsson ræddi við kappann í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fékk að vita af hverju besti leikmaður landsliðsins getur ekki spilað þessa leiki. 7. ágúst 2014 18:45 Haukur Helgi: Ég er að fara til hans Peters í LF Basket Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson er búinn að ganga frá sínum málum en hann mun spila með sænska úrvalsdeildarliðinu LF Basket í vetur. Peter Öqvist, fyrrum þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tók við liði LF Basket í sumar og hóaði í einn öflugasta leikmann íslenska landsliðsins. 7. ágúst 2014 17:43 Þetta gerðist hjá Jóni Arnóri fyrir átta árum Jón Arnór Stefánsson, besti leikmaður íslenska körfuboltaliðsins, verður eins og allir vita fjarri góðu gamnni þegar íslenska liðið mætir Bretum í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið. 8. ágúst 2014 19:45 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Jón Arnór er brenndur síðan haustið 2006 Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM en fær fullan stuðning frá leikmönnum og þjálfurum landsliðsins. 8. ágúst 2014 07:00
Jón Arnór verður ekki með Íslandi í undankeppninni Mikið áfall fyrir landsliðið sem gerði sér vonir um sæti á EM 2015. 7. ágúst 2014 16:15
Jón Arnór: Ég á bara tvö til þrjú ár eftir og þurfti að taka þessa ákvörðun Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM þar sem liðið mætir Bosníu og Bretlandi í baráttunni um sæti á EM. Jón Arnór er samningslaus og tekur ekki áhættuna að að meiðast í þessum landsleikjum og missa af möguleikanum á því að finna sér nýjan samning. 7. ágúst 2014 18:21
Jón Arnór: Rétt ákvörðun þó að hún sé mjög erfið Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM sem hefst með heimaleik við Bretland um næstu helgi og Valtýr Björn Valtýsson ræddi við kappann í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fékk að vita af hverju besti leikmaður landsliðsins getur ekki spilað þessa leiki. 7. ágúst 2014 18:45
Haukur Helgi: Ég er að fara til hans Peters í LF Basket Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson er búinn að ganga frá sínum málum en hann mun spila með sænska úrvalsdeildarliðinu LF Basket í vetur. Peter Öqvist, fyrrum þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tók við liði LF Basket í sumar og hóaði í einn öflugasta leikmann íslenska landsliðsins. 7. ágúst 2014 17:43
Þetta gerðist hjá Jóni Arnóri fyrir átta árum Jón Arnór Stefánsson, besti leikmaður íslenska körfuboltaliðsins, verður eins og allir vita fjarri góðu gamnni þegar íslenska liðið mætir Bretum í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið. 8. ágúst 2014 19:45