Margir yrðu hissa ef Ísland kæmist á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2014 06:00 Martin í leiknum gegn Bretlandi. Vísir/Vilhelm Enginn Jón Arnór Stefánsson – ekkert mál fyrir íslenska körfuboltalandsliðið. Íslenska karlalandsliðið vann í fyrrakvöld einn sinn stærsta sigur frá upphafi þegar liðið mætti Bretlandi og kom sér í fín mál í baráttunni um laust sæti á Evrópumótinu á næsta ári. Tveir ungir leikmenn stigu fram á stóra sviðið í fjarveru besta leikmanns liðsins og sýndu mögnuð tilþrif. Í stöðunni 36-43 fyrir Breta var útlitið ekki bjart og morgunljóst að eitthvað varð að gerast hjá íslenska liðinu. Bretar voru búnir að skora 9 af fyrstu 11 stigum seinni hálfleiksins og komnir með sjö stiga forystu. Þetta var tímapunktur í mikilvægum leik þar sem ungir drengir gátu orðið að mönnum og Ísland átti tvo slíka.Kom óttalaus inn í leikinn Íslenska liðið vann síðustu sextán og hálfa mínútu leiksins með 20 stiga mun og hinn 22 ára gamli Haukur Helgi Pálsson og hinn 19 ára gamli Martin Hermannsson fóru fyrir frábærum lokaspretti. „Við fengum „auka-búst“ frá Martin því hann kom svo óttalaust inn í leikinn í seinni hálfleiknum,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins. Saman voru þeir Martin og Haukur Helgi með 32 stig á þessum kafla eða fimm fleiri stig en allt breska liðið til samans. Þeir hittu úr 13 af 15 skotum sínum og töpuðu ekki bolta. „Eigum við ekki að segja að það hafi verið tveir fyrir einn tilboð,“ sagði Martin Hermannsson kíminn eftir leik. „Martin stóð sig mjög vel í kvöld og ég er bara enn að átta mig á því hversu góður hann er,“ sagði Haukur. Hann var með hæsta framlag allra í Evrópukeppninni þennan dag og Ísland vann þær mínútur sem hann spilaði með 23 stigum. Það var vitað að það myndi enginn einn feta í fótspor Jóns en með svona tvíeyki í svona ham eru liðinu margir vegir færir.Lítill Jón Arnór númer níu Haukur Helgi hefur verið í stóru hlutverki með íslenska landsliðinu síðustu tvö ár en Martin kiknaði við að klæðast treyju Jóns Arnórs. „Þjálfarnir sögðu að ég þyrfti að stíga upp fyrst Jón var ekki með. Mér fannst við gera það ágætlega við báðir tveir,“ sagði Haukur, sem byrjaði leikinn rosalega vel. Martin byrjaði á bekknum og var rólegur framan af en sýndi svo mögnuð tilþrif á lokakaflanum. „Það var smá fiðringur til að byrja með en þegar leið á leikinn komst ég betur inn í þetta, leið betur og lét leikinn koma til mín,“ sagði Martin. Íslenska liðið er einu stóru skrefi nær úrslitakeppni EM eftir sigurinn en fram undan eru erfiðir útileikir við Bosníu og Bretland.Margir yrðu hissa „Það er gaman að eiga möguleika á því að komast á Eurobasket. Það verður saga til næsta bæjar og margir yrðu örugglega hissa á að sjá okkur þar,“ sagði Hlynur Bæringsson en bætti svo við: „Það er samt langt í frá að við séum komnir þangað.“ Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30 Haukur var með hæsta framlagið í öllum leikjum gærdagsins Haukur Helgi Pálsson átti frábæran leik þegar Ísland hóf undankeppni EM í gær með þrettán stiga sigri á Bretum í Laugardalshöllinni, 83-70. Samkvæmt tölfræðinni stóð líka enginn leikmaður sig betur í fyrstu umferðinni en tólf leikir fóru fram í gær. 11. ágúst 2014 12:27 Enginn í Evrópu öflugri en Hlynur og Pavel í gær Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni EM frábærlega í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar liðið vann þrettán stiga sigur á sterku bresku liði, 83-70. 11. ágúst 2014 14:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Sjá meira
Enginn Jón Arnór Stefánsson – ekkert mál fyrir íslenska körfuboltalandsliðið. Íslenska karlalandsliðið vann í fyrrakvöld einn sinn stærsta sigur frá upphafi þegar liðið mætti Bretlandi og kom sér í fín mál í baráttunni um laust sæti á Evrópumótinu á næsta ári. Tveir ungir leikmenn stigu fram á stóra sviðið í fjarveru besta leikmanns liðsins og sýndu mögnuð tilþrif. Í stöðunni 36-43 fyrir Breta var útlitið ekki bjart og morgunljóst að eitthvað varð að gerast hjá íslenska liðinu. Bretar voru búnir að skora 9 af fyrstu 11 stigum seinni hálfleiksins og komnir með sjö stiga forystu. Þetta var tímapunktur í mikilvægum leik þar sem ungir drengir gátu orðið að mönnum og Ísland átti tvo slíka.Kom óttalaus inn í leikinn Íslenska liðið vann síðustu sextán og hálfa mínútu leiksins með 20 stiga mun og hinn 22 ára gamli Haukur Helgi Pálsson og hinn 19 ára gamli Martin Hermannsson fóru fyrir frábærum lokaspretti. „Við fengum „auka-búst“ frá Martin því hann kom svo óttalaust inn í leikinn í seinni hálfleiknum,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins. Saman voru þeir Martin og Haukur Helgi með 32 stig á þessum kafla eða fimm fleiri stig en allt breska liðið til samans. Þeir hittu úr 13 af 15 skotum sínum og töpuðu ekki bolta. „Eigum við ekki að segja að það hafi verið tveir fyrir einn tilboð,“ sagði Martin Hermannsson kíminn eftir leik. „Martin stóð sig mjög vel í kvöld og ég er bara enn að átta mig á því hversu góður hann er,“ sagði Haukur. Hann var með hæsta framlag allra í Evrópukeppninni þennan dag og Ísland vann þær mínútur sem hann spilaði með 23 stigum. Það var vitað að það myndi enginn einn feta í fótspor Jóns en með svona tvíeyki í svona ham eru liðinu margir vegir færir.Lítill Jón Arnór númer níu Haukur Helgi hefur verið í stóru hlutverki með íslenska landsliðinu síðustu tvö ár en Martin kiknaði við að klæðast treyju Jóns Arnórs. „Þjálfarnir sögðu að ég þyrfti að stíga upp fyrst Jón var ekki með. Mér fannst við gera það ágætlega við báðir tveir,“ sagði Haukur, sem byrjaði leikinn rosalega vel. Martin byrjaði á bekknum og var rólegur framan af en sýndi svo mögnuð tilþrif á lokakaflanum. „Það var smá fiðringur til að byrja með en þegar leið á leikinn komst ég betur inn í þetta, leið betur og lét leikinn koma til mín,“ sagði Martin. Íslenska liðið er einu stóru skrefi nær úrslitakeppni EM eftir sigurinn en fram undan eru erfiðir útileikir við Bosníu og Bretland.Margir yrðu hissa „Það er gaman að eiga möguleika á því að komast á Eurobasket. Það verður saga til næsta bæjar og margir yrðu örugglega hissa á að sjá okkur þar,“ sagði Hlynur Bæringsson en bætti svo við: „Það er samt langt í frá að við séum komnir þangað.“
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30 Haukur var með hæsta framlagið í öllum leikjum gærdagsins Haukur Helgi Pálsson átti frábæran leik þegar Ísland hóf undankeppni EM í gær með þrettán stiga sigri á Bretum í Laugardalshöllinni, 83-70. Samkvæmt tölfræðinni stóð líka enginn leikmaður sig betur í fyrstu umferðinni en tólf leikir fóru fram í gær. 11. ágúst 2014 12:27 Enginn í Evrópu öflugri en Hlynur og Pavel í gær Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni EM frábærlega í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar liðið vann þrettán stiga sigur á sterku bresku liði, 83-70. 11. ágúst 2014 14:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30
Haukur var með hæsta framlagið í öllum leikjum gærdagsins Haukur Helgi Pálsson átti frábæran leik þegar Ísland hóf undankeppni EM í gær með þrettán stiga sigri á Bretum í Laugardalshöllinni, 83-70. Samkvæmt tölfræðinni stóð líka enginn leikmaður sig betur í fyrstu umferðinni en tólf leikir fóru fram í gær. 11. ágúst 2014 12:27
Enginn í Evrópu öflugri en Hlynur og Pavel í gær Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni EM frábærlega í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar liðið vann þrettán stiga sigur á sterku bresku liði, 83-70. 11. ágúst 2014 14:00