Bændamálastjórar, ekki meir Þórólfur Matthíasson skrifar 19. ágúst 2014 07:00 Bændasamtökin, með dyggum stuðningi ríkisvaldsins, stjórna framleiðslu landbúnaðarafurða á Íslandi. Inntak þessarar stefnu er í grófum dráttum að kúa- og kindabændur eru hvattir til að framleiða mjólk og kindakjöt með því að bera í þá fúlgur fjár.Ofurtollavernd Svína- og alifuglaframleiðsla nýtur ofurtollverndar, enda óttast kindabændur að ódýr kjúklingur kynni að trufla sölu á hrygg og læri. Árvisst er að landsmenn fái fréttir af árangri stjórnsýslu Bændasamtaka og bændaráðuneytis. Ef sól skín á grill landsmanna gufar allt kindakjöt á markaðnum upp og verður ófáanlegt. Ef rignir safnast upp tvö þúsund tonna kindakjötsfjöll.Bretarnir vilja beikon Nýverið hóf EasyJet að flytja Breta í flugvélaförmum til landsins. Þeir vilja beikon með morgunmatnum sínum. Á meðan grísabændur reyna að rækta fram grísi með fjórar síður gufar beikon upp af markaðnum. Vegna beingreiðslna er miklu hagstæðara fyrir mjólkurbændur að framleiða mjólk en kjöt. Kjöthakk er flutt inn á ofurtollum og mótað í hamborgara sem stundum eru íslenskir og stundum ekki, sem svo sem skiptir ekki máli því verðið er sama gamla háa, þökk sé tollverndinni.Gufar upp um jólaleytið Og þrátt fyrir áherslu á mjólkurframleiðslu gufar smjör og rjómi upp af markaði um jólaleytið. Á sama tíma flytja mjólkurframleiðendur skyr út til Finnlands í gríð og erg. Er ekki tími til kominn að almenningur segi: Bændamálastjórar, ekki meir, ekki meir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Bændasamtökin, með dyggum stuðningi ríkisvaldsins, stjórna framleiðslu landbúnaðarafurða á Íslandi. Inntak þessarar stefnu er í grófum dráttum að kúa- og kindabændur eru hvattir til að framleiða mjólk og kindakjöt með því að bera í þá fúlgur fjár.Ofurtollavernd Svína- og alifuglaframleiðsla nýtur ofurtollverndar, enda óttast kindabændur að ódýr kjúklingur kynni að trufla sölu á hrygg og læri. Árvisst er að landsmenn fái fréttir af árangri stjórnsýslu Bændasamtaka og bændaráðuneytis. Ef sól skín á grill landsmanna gufar allt kindakjöt á markaðnum upp og verður ófáanlegt. Ef rignir safnast upp tvö þúsund tonna kindakjötsfjöll.Bretarnir vilja beikon Nýverið hóf EasyJet að flytja Breta í flugvélaförmum til landsins. Þeir vilja beikon með morgunmatnum sínum. Á meðan grísabændur reyna að rækta fram grísi með fjórar síður gufar beikon upp af markaðnum. Vegna beingreiðslna er miklu hagstæðara fyrir mjólkurbændur að framleiða mjólk en kjöt. Kjöthakk er flutt inn á ofurtollum og mótað í hamborgara sem stundum eru íslenskir og stundum ekki, sem svo sem skiptir ekki máli því verðið er sama gamla háa, þökk sé tollverndinni.Gufar upp um jólaleytið Og þrátt fyrir áherslu á mjólkurframleiðslu gufar smjör og rjómi upp af markaði um jólaleytið. Á sama tíma flytja mjólkurframleiðendur skyr út til Finnlands í gríð og erg. Er ekki tími til kominn að almenningur segi: Bændamálastjórar, ekki meir, ekki meir?
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar