Vonar að adrenalínið gleypi sársaukann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2014 06:00 Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körufboltalandsliðsins ætlar að vera með í kvöld þegar liðið mætir Bosníumönnum fyrir framan troðfulla Laugardalshöll. Vísir/Andri Marinó Mikilvægi kvöldsins fyrir íslenskan körfubolta verður seint metið til fulls. Íslenska karlalandsliðið á þá möguleika á því að tryggja sér farseðil á stórmót í fyrsta sinn í sögunni og það er þegar orðið ljóst að kvöldið verður sögulegt enda Höllin troðfull í fyrsta sinn á körfuboltalandsleik. „Ég var eiginlega búinn að búast við því. Ég er búinn að finna fyrir miklum stuðningi og miklum áhuga í kringum liðið síðan við komum heim frá London. Það kemur því ekki á óvart að fólk ætli að svara kallinu og mæta hingað á morgun til að upplifa spennandi leik og mikla stemningu,“ segir Jón Arnór Stefánsson en hverju breytir full höll fyrir íslenska liðið?Meiri læti og miklu meira undir „Það verða aðeins meiri læti og miklu meira undir. Það verður allt annað spennustig en maður er í þessu til þess að spila þessa stóru leiki,“ segir Jón Arnór og liðið verður að halda sig á jörðinni. „Við þurfum að einbeita okkur að leikplaninu og halda okkur á jörðinni. Við þurfum að hugsa um leikinn og reyna að gera sem best í honum til að ná sem bestum úrslitum. Við þurfum að hafa fókusinn á því en allt hitt er síðan bara bónus,“ segir Jón Arnór um möguleikann á að rétt úrslit komi liðinu á EM. Fréttir bárust frá Bosníu að NBA-leikmaðurinn Mirza Teletovic komi ekki til Íslands. „Það kallar bara á extra einbeitingu. Við þurfum að vera enn meira á tánum því þeir eru bara hættulegri fyrir vikið ef hann er ekki með. Það vill oft gerast að þegar svona lykilmenn detta út þá stíga menn upp og það verður til allt öðru vísi „fílingur“ í liðinu. Menn spila kannski aðeins betur,“ segir Jón Arnór en það munaði minnstu að fyrirliðinn Hlynur Bæringsson gæti ekki spilað í kvöld. „Okkar Teletovic er tæpur í ökklanum en hann ætlar að taka slaginn með okkur. Hann er náttúrulega rosalega mikilvægur fyrir okkur og eiginlega eini leikmaðurinn sem við megum ekki missa. Við getum eiginlega ekki fyllt hans skarð því það getur enginn. Það skiptir engu máli þótt ég sé ekki með eða einhver annar. Hans staða er sú mikilvægasta á vellinum og hann er okkar mikilvægasti leikmaður,“ segir Jón Arnór um Hlyn. En hver er staðan á Hlyni?Ökklinn ekki alveg eins góður og hann vonaðist til „Ökklinn er ekki alveg eins góður og ég var að vonast til. Við höfum enn einn sólarhring og ég vona að hann batni aðeins meira,“ sagði Hlynur Bæringsson á æfingu liðsins í gær. „Ég gat skokkað á æfingu í gær en gat ekki tekið neina hliðarhreyfingar eða körfuboltahreyfingar. Það var allt í lagi en svolítill sársauki enn þá frá honum. Ég vonast til þess að adrenalínið gleypi þetta og að þá verði þetta allt í góðu,“ segir Hlynur og hann treystir hinum strákunum í liðinu til að hjálpa enn meira í þessum leik. „Ég myndi sleppa leiknum ef ég væri að gera einhvern skaða. Ef ég væri mínus inni á vellinum þá myndi ég frekar sleppa því að spila. Ég held að ég geti gert eitthvað gagn. Ef svo fer að ég spila lítið þá er eins dauði annað brauð. Þá tekur bara einhver annar við. Við sýndum breiddina í Bosníu þar sem bekkurinn spilaði meira. Þá spiluðu þessir strákar vel og það gæti verið svolítið stórt á morgun. Það er svolítið annað að koma inn í svona leik eftir að hafa átt að minnsta kosti eitt gott móment í Bosníuleiknum í stað þess að hafa ekkert komið inn á. Ég hef fulla trú á því að þeir komi sterkir inn ef þess þarf,“ segir Hlynur. Frábær sigur á Bretum úti í London kom íslenska liðinu í frábæra stöðu fyrir lokaleikinn og svo gæti farið að liðið megi tapa í kvöld. Það eina sem er öruggt er að liðið tryggir sig endanlega inn á EM með sigri. Tapist leikurinn taka við alls kyns útreikningar.Enn sætara að klára þetta sjálfir „Við erum því miður ekki öryggir áfram en erum mjög nálægt þessu. Við ætlum ekki að þurfa að treysta á Letta eða Hollendinga eða hverja sem við þurfum til því við ætlum að reyna að gera þetta sjálfir. Það væri líka enn þá sætara að komast þannig á EM,“ segir Hlynur Bæringsson. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Mikilvægi kvöldsins fyrir íslenskan körfubolta verður seint metið til fulls. Íslenska karlalandsliðið á þá möguleika á því að tryggja sér farseðil á stórmót í fyrsta sinn í sögunni og það er þegar orðið ljóst að kvöldið verður sögulegt enda Höllin troðfull í fyrsta sinn á körfuboltalandsleik. „Ég var eiginlega búinn að búast við því. Ég er búinn að finna fyrir miklum stuðningi og miklum áhuga í kringum liðið síðan við komum heim frá London. Það kemur því ekki á óvart að fólk ætli að svara kallinu og mæta hingað á morgun til að upplifa spennandi leik og mikla stemningu,“ segir Jón Arnór Stefánsson en hverju breytir full höll fyrir íslenska liðið?Meiri læti og miklu meira undir „Það verða aðeins meiri læti og miklu meira undir. Það verður allt annað spennustig en maður er í þessu til þess að spila þessa stóru leiki,“ segir Jón Arnór og liðið verður að halda sig á jörðinni. „Við þurfum að einbeita okkur að leikplaninu og halda okkur á jörðinni. Við þurfum að hugsa um leikinn og reyna að gera sem best í honum til að ná sem bestum úrslitum. Við þurfum að hafa fókusinn á því en allt hitt er síðan bara bónus,“ segir Jón Arnór um möguleikann á að rétt úrslit komi liðinu á EM. Fréttir bárust frá Bosníu að NBA-leikmaðurinn Mirza Teletovic komi ekki til Íslands. „Það kallar bara á extra einbeitingu. Við þurfum að vera enn meira á tánum því þeir eru bara hættulegri fyrir vikið ef hann er ekki með. Það vill oft gerast að þegar svona lykilmenn detta út þá stíga menn upp og það verður til allt öðru vísi „fílingur“ í liðinu. Menn spila kannski aðeins betur,“ segir Jón Arnór en það munaði minnstu að fyrirliðinn Hlynur Bæringsson gæti ekki spilað í kvöld. „Okkar Teletovic er tæpur í ökklanum en hann ætlar að taka slaginn með okkur. Hann er náttúrulega rosalega mikilvægur fyrir okkur og eiginlega eini leikmaðurinn sem við megum ekki missa. Við getum eiginlega ekki fyllt hans skarð því það getur enginn. Það skiptir engu máli þótt ég sé ekki með eða einhver annar. Hans staða er sú mikilvægasta á vellinum og hann er okkar mikilvægasti leikmaður,“ segir Jón Arnór um Hlyn. En hver er staðan á Hlyni?Ökklinn ekki alveg eins góður og hann vonaðist til „Ökklinn er ekki alveg eins góður og ég var að vonast til. Við höfum enn einn sólarhring og ég vona að hann batni aðeins meira,“ sagði Hlynur Bæringsson á æfingu liðsins í gær. „Ég gat skokkað á æfingu í gær en gat ekki tekið neina hliðarhreyfingar eða körfuboltahreyfingar. Það var allt í lagi en svolítill sársauki enn þá frá honum. Ég vonast til þess að adrenalínið gleypi þetta og að þá verði þetta allt í góðu,“ segir Hlynur og hann treystir hinum strákunum í liðinu til að hjálpa enn meira í þessum leik. „Ég myndi sleppa leiknum ef ég væri að gera einhvern skaða. Ef ég væri mínus inni á vellinum þá myndi ég frekar sleppa því að spila. Ég held að ég geti gert eitthvað gagn. Ef svo fer að ég spila lítið þá er eins dauði annað brauð. Þá tekur bara einhver annar við. Við sýndum breiddina í Bosníu þar sem bekkurinn spilaði meira. Þá spiluðu þessir strákar vel og það gæti verið svolítið stórt á morgun. Það er svolítið annað að koma inn í svona leik eftir að hafa átt að minnsta kosti eitt gott móment í Bosníuleiknum í stað þess að hafa ekkert komið inn á. Ég hef fulla trú á því að þeir komi sterkir inn ef þess þarf,“ segir Hlynur. Frábær sigur á Bretum úti í London kom íslenska liðinu í frábæra stöðu fyrir lokaleikinn og svo gæti farið að liðið megi tapa í kvöld. Það eina sem er öruggt er að liðið tryggir sig endanlega inn á EM með sigri. Tapist leikurinn taka við alls kyns útreikningar.Enn sætara að klára þetta sjálfir „Við erum því miður ekki öryggir áfram en erum mjög nálægt þessu. Við ætlum ekki að þurfa að treysta á Letta eða Hollendinga eða hverja sem við þurfum til því við ætlum að reyna að gera þetta sjálfir. Það væri líka enn þá sætara að komast þannig á EM,“ segir Hlynur Bæringsson.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira