Allt kostar þetta peninga Guðríður Arnardóttir skrifar 27. ágúst 2014 07:00 Tvær allmerkilegar skýrslur litu dagsins ljós nýlega. Annars vegar svokölluð Hvítbók og hins vegar Úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum. Í Hvítbók er því af nokkurri skynsemi haldið fram að til þess að ná settum markmiðum um bættan árangur í skólakerfinu skuli ráðast í fáar en markvissar aðgerðir. Í Hvítbók kemur fram að meðalnemandi lýkur stúdentsprófi á 4,1 ári og lokaprófi af starfsbrautum á 4,7 árum. Einungis 44% nemenda hafa lokið prófi úr framhaldskóla sex árum eftir innritun og hlutfall eldri nemenda í framhaldsskólum er hátt. Nemendur í dagskólum framhaldsskóla eru 30-40% fleiri en vera ætti miðað við fjölda í árgöngum á framhaldsskólaaldri. Það þýðir að námsframvinda nemenda í framhaldsskóla er hæg. Úttekt á stærðfræðikennslu er auðvitað allt annars eðlis en Hvítbók en engu að síður má finna þar áhugaverðar tengingar. Meðal þess sem kemur fram í úttektinni er að það sé skortur á vönduðu kennsluefni í stærðfræði, menntun stærðfræðikennara sé ábótavant, tilboð um endurmenntun skortir og gæðaeftirlit er ekkert. Það er gömul saga og ný að þegar til umræðu eru aðgerðir til að bæta árangur innan framhaldsskólans er stytting námstíma oftast nefnd sem lausn. Þá er litið til nágrannaríkjanna eftir samanburði. Tilefni þessa greinarkorns er ekki að ræða það þrætuepli heldur benda á það grundvallaratriði sem gott menntakerfi byggir á. Við byggjum ekki upp framúrskarandi framhaldsskóla með viðvarandi fjársvelti. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því fyrr á þessu ári kemur fram að rekstrarstaða framhaldsskólanna hafi versnað mjög á síðustu árum. Framlag Íslendinga með hverjum nemanda í framhaldsskóla er langt undir meðalhlutfalli OECD-ríkjanna. Hvítbækur og úttektir á hinum ýmsu þáttum sem varða framhaldsskólann verða ekki pappírsins virði nema fjármagn til framhaldsskólanna sé aukið. Styðja þarf við bakið á nemendum, efla námsráðgjöf og setja aukið fjármagn í námsefnisgerð. Það þarf að tryggja að í skólunum starfi vel menntaðir og áhugasamir kennarar á samkeppnishæfum launum. En þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Þrátt fyrir nýgerðan kjarasamning standast kjör íslenskra framhaldsskólakennara enn engan veginn samanburð við kjör framhaldsskólakennara annars staðar á Norðurlöndunum. Þjóð sem setur sér metnaðarfull markmið um umbætur í menntakerfinu kemst hvorki lönd né strönd áleiðis nema verja auknu fjármagni til menntamála á öllum skólastigum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Tvær allmerkilegar skýrslur litu dagsins ljós nýlega. Annars vegar svokölluð Hvítbók og hins vegar Úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum. Í Hvítbók er því af nokkurri skynsemi haldið fram að til þess að ná settum markmiðum um bættan árangur í skólakerfinu skuli ráðast í fáar en markvissar aðgerðir. Í Hvítbók kemur fram að meðalnemandi lýkur stúdentsprófi á 4,1 ári og lokaprófi af starfsbrautum á 4,7 árum. Einungis 44% nemenda hafa lokið prófi úr framhaldskóla sex árum eftir innritun og hlutfall eldri nemenda í framhaldsskólum er hátt. Nemendur í dagskólum framhaldsskóla eru 30-40% fleiri en vera ætti miðað við fjölda í árgöngum á framhaldsskólaaldri. Það þýðir að námsframvinda nemenda í framhaldsskóla er hæg. Úttekt á stærðfræðikennslu er auðvitað allt annars eðlis en Hvítbók en engu að síður má finna þar áhugaverðar tengingar. Meðal þess sem kemur fram í úttektinni er að það sé skortur á vönduðu kennsluefni í stærðfræði, menntun stærðfræðikennara sé ábótavant, tilboð um endurmenntun skortir og gæðaeftirlit er ekkert. Það er gömul saga og ný að þegar til umræðu eru aðgerðir til að bæta árangur innan framhaldsskólans er stytting námstíma oftast nefnd sem lausn. Þá er litið til nágrannaríkjanna eftir samanburði. Tilefni þessa greinarkorns er ekki að ræða það þrætuepli heldur benda á það grundvallaratriði sem gott menntakerfi byggir á. Við byggjum ekki upp framúrskarandi framhaldsskóla með viðvarandi fjársvelti. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því fyrr á þessu ári kemur fram að rekstrarstaða framhaldsskólanna hafi versnað mjög á síðustu árum. Framlag Íslendinga með hverjum nemanda í framhaldsskóla er langt undir meðalhlutfalli OECD-ríkjanna. Hvítbækur og úttektir á hinum ýmsu þáttum sem varða framhaldsskólann verða ekki pappírsins virði nema fjármagn til framhaldsskólanna sé aukið. Styðja þarf við bakið á nemendum, efla námsráðgjöf og setja aukið fjármagn í námsefnisgerð. Það þarf að tryggja að í skólunum starfi vel menntaðir og áhugasamir kennarar á samkeppnishæfum launum. En þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Þrátt fyrir nýgerðan kjarasamning standast kjör íslenskra framhaldsskólakennara enn engan veginn samanburð við kjör framhaldsskólakennara annars staðar á Norðurlöndunum. Þjóð sem setur sér metnaðarfull markmið um umbætur í menntakerfinu kemst hvorki lönd né strönd áleiðis nema verja auknu fjármagni til menntamála á öllum skólastigum.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun