Við erum tossar Sigurjón M. Egilsson skrifar 28. ágúst 2014 06:00 Eina leiðin til að ná fram þeim ásetningi að hafa fjárlögin hallalaus á þessu ári er sú að tekjurnar verði meiri en gert var ráð fyrir. Þrátt fyrir góðan ásetning og fyrirheit munu gjöld ríkisins aukast á yfirstandandi ári. Rekstur íslenska ríkisins mun sem sagt kosta meira en gert var ráð fyrir, og bundið var í lög. Einhverra hluta vegna springum við alltaf á limminu. Aftur og aftur tekst okkur ekki að ná fram þeim vilja okkar og ásetningi. Í nánast öllum samanburði við önnur lönd skipum við okkur á bekk með mestu tossunum hvað þetta varðar. Við höfum farið einföldustu leið til að gera vanda ríkissjóðs ekki óbærilegan. Sú leið helgast helst af því að höfum í einfaldleika okkar hækkað skatta og gjöld, sem sagt dregið úr fjárhagslegu öryggi fólks og fyrirtækja. Þessu til sönnunar eru fræðiúttektir. Þetta er íslenska leiðin. Vegna smæðar okkar þarf svo lítið til að við missum okkur og horfum fram hjá settum markmiðum. Góð loðnuvertíð, makríltorfur, kolmunni, fjölgun ferðafólks og annað þess háttar setur allt á annan endann og við gleymum aðhaldi og aðgát. Meira að segja göngum við svo hratt um gleðinnar dyr að ráðherrar gleyma, meira að segja á augabragði, því sem þeir voru svo staðfastir að gera ekki. Til að halda öllum á tánum var skipaður hagræðingarhópur, sem í sátu vaskir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna. Nú átti að taka á því meir og betur en áður hafði þekkst. Hópurinn skilaði af sér og svo var látið í veðri vaka að nú væri búið að berja í brestina. Hingað væri komin ríkisstjórn, ríkisstjórn aðhalds og aga. Viti menn, utanríkisráðherrann missti sig. Gerði tvo stjórnmálamenn, annan núverandi og hinn fyrrverandi, að sendiherrum. Og það án þess að það hafi beinlínis vantað sendiherra. Á Íslandi er það hvort sem er ekki aðalatriðið. Þetta reddast. Fjárlögin geta alveg endað réttum megin við núllið þótt tveir sendiherrar hafi bæst við. Tekjurnar af ferðafólkinu eru það miklar og svo er makríll okkur tryggur og álverð hefur hækkað svo það er engin ástæða til að hafa áhyggjur, eða þannig. Við verðum réttum megin þegar árið verður gert upp. Hvað munar um einn sláturkepp í sláturtíðinni, sagði örlátur ráðherra eitt sinn. Þetta hugarfar skilar okkur árum saman á tossabekkinn. Og þegar sverfur að grípum við til alkunnra ráðstafana. Hækkum skatta og gjöld, komugjöld og annað þess háttar. Þótt sláturkeppurinn sé ekki dýr í sjálfu sér skal huga að því að margt smátt gerir eitt stórt. Og ríkisútgjöldin á Íslandi halda áfram að aukast umfram það sem gerist hjá flestum öðrum þjóðum. Einverjum kann að þykja furðulegt að gjöldin aukist jafnt þegar hér sitja hægri stjórnir eða vinstri stjórnir. En það er það ekki, bara alls ekki. Hér býr þjóð sem í grunninn veit, eða heldur, að þetta reddist allt saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Eina leiðin til að ná fram þeim ásetningi að hafa fjárlögin hallalaus á þessu ári er sú að tekjurnar verði meiri en gert var ráð fyrir. Þrátt fyrir góðan ásetning og fyrirheit munu gjöld ríkisins aukast á yfirstandandi ári. Rekstur íslenska ríkisins mun sem sagt kosta meira en gert var ráð fyrir, og bundið var í lög. Einhverra hluta vegna springum við alltaf á limminu. Aftur og aftur tekst okkur ekki að ná fram þeim vilja okkar og ásetningi. Í nánast öllum samanburði við önnur lönd skipum við okkur á bekk með mestu tossunum hvað þetta varðar. Við höfum farið einföldustu leið til að gera vanda ríkissjóðs ekki óbærilegan. Sú leið helgast helst af því að höfum í einfaldleika okkar hækkað skatta og gjöld, sem sagt dregið úr fjárhagslegu öryggi fólks og fyrirtækja. Þessu til sönnunar eru fræðiúttektir. Þetta er íslenska leiðin. Vegna smæðar okkar þarf svo lítið til að við missum okkur og horfum fram hjá settum markmiðum. Góð loðnuvertíð, makríltorfur, kolmunni, fjölgun ferðafólks og annað þess háttar setur allt á annan endann og við gleymum aðhaldi og aðgát. Meira að segja göngum við svo hratt um gleðinnar dyr að ráðherrar gleyma, meira að segja á augabragði, því sem þeir voru svo staðfastir að gera ekki. Til að halda öllum á tánum var skipaður hagræðingarhópur, sem í sátu vaskir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna. Nú átti að taka á því meir og betur en áður hafði þekkst. Hópurinn skilaði af sér og svo var látið í veðri vaka að nú væri búið að berja í brestina. Hingað væri komin ríkisstjórn, ríkisstjórn aðhalds og aga. Viti menn, utanríkisráðherrann missti sig. Gerði tvo stjórnmálamenn, annan núverandi og hinn fyrrverandi, að sendiherrum. Og það án þess að það hafi beinlínis vantað sendiherra. Á Íslandi er það hvort sem er ekki aðalatriðið. Þetta reddast. Fjárlögin geta alveg endað réttum megin við núllið þótt tveir sendiherrar hafi bæst við. Tekjurnar af ferðafólkinu eru það miklar og svo er makríll okkur tryggur og álverð hefur hækkað svo það er engin ástæða til að hafa áhyggjur, eða þannig. Við verðum réttum megin þegar árið verður gert upp. Hvað munar um einn sláturkepp í sláturtíðinni, sagði örlátur ráðherra eitt sinn. Þetta hugarfar skilar okkur árum saman á tossabekkinn. Og þegar sverfur að grípum við til alkunnra ráðstafana. Hækkum skatta og gjöld, komugjöld og annað þess háttar. Þótt sláturkeppurinn sé ekki dýr í sjálfu sér skal huga að því að margt smátt gerir eitt stórt. Og ríkisútgjöldin á Íslandi halda áfram að aukast umfram það sem gerist hjá flestum öðrum þjóðum. Einverjum kann að þykja furðulegt að gjöldin aukist jafnt þegar hér sitja hægri stjórnir eða vinstri stjórnir. En það er það ekki, bara alls ekki. Hér býr þjóð sem í grunninn veit, eða heldur, að þetta reddist allt saman.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar