Hin eina sanna megrunarpilla Teitur Guðmundsson skrifar 16. september 2014 10:38 Við horfum fram á verulegan vanda í flestum vestrænum þjóðfélögum og víðar reyndar, sem felst í geysilegri þyngdaraukningu heilu samfélaganna frá barnsaldri til elliáranna. Hér á Íslandi glímum við við sömu atriði og allir hinir og okkur er ekki að takast sérlega vel að leysa úr þeim, ekki frekar en öðrum þjóðum. Það mun reynast okkur dýrkeypt ef við náum ekki að snúa þróuninni við og munu lífsstílssjúkdómar herja enn frekar á okkur en þegar er orðið með tilheyrandi kostnaði og vanheilsu. Ástæður þessa geta ekki verið annað en fjölþættar og þar af leiðir að lausnin getur aldrei orðið önnur en fjölþætt. Þá er deginum ljósara að erfðir, umhverfi og uppeldi spila mjög stórt hlutverk í þróun lífsstílssjúkdómaMikill markaður fyrir töfralausnir Þegar tekist er á um það í hvaða átt skal haldið koma til persónulegt valfrelsi hvers einstaklings hvort heldur sem er varðandi fæðu eða hreyfingu, pólitískar ákvarðanir um skattlagningu eða skattfrelsi á matvöru svo dæmi séu tekin auk stefnumörkunar í lýðheilsu- og heilbrigðismálum. Peningar skipta máli, bæði ráðstöfunartekjur einstaklinga sem og ríkisins. Þá má að sjálfsögðu ekki gleyma þeim þætti er lýtur að fræðslunni sem er gífurlega mikilvægur og nauðsyn þess að gefnar séu góðar og gagnlegar upplýsingar. Krafan um að þær séu gagnreyndar er sterk af hálfu fræðasamfélagsins, en eðli málsins samkvæmt verður hluti þeirra engu að síður ekki á þeim forsendum. Þó má ætla að alltaf sé byggt á nýjustu þekkingu hvers tíma, hverju sinni. Hafandi sagt þetta er ljóst að markaðurinn fyrir töfralausnir er gríðarlega mikill og „hin eina sanna megrunarpilla“ mun gera hvern þann sem hana þróar og selur auðugri en hann getur ímyndað sér, svo fremi sem hún virkar. Lauslega áætlað er á bilinu fimmtungur til þriðjungur einstaklinga í vestrænum ríkjum í ofþyngd/offituástandi, eftir því hvernig á það er litið og má ætla að verulegur hluti þeirra sé einmitt að leita lausna. Sú lausn hefur enn ekki fundist í raun og mörg lyf sem þróuð hafa verið í þessum tilgangi hafa farið af markaði sökum aukaverkana og/eða lélegrar sölu, en markaðslegur ávinningur er gríðarlegur fái lyf skráningu og sé talið virkt, jafnvel bara í stuttan tíma. Því halda lyfjafyrirtækin að sjálfsögðu áfram rannsóknum og nú fyrir nokkrum dögum fékk enn eitt slíkt lyf leyfi frá FDA (Food and Drug Administration) í Bandaríkjunum, en það á líka að virka fyrir þá sem flokkast í ofþyngd en eru með háan blóðþrýsting, sykursýki eða blóðfituhækkun. Semsé fullt hús.Spaugilegur árangur Það má segja að það sé næsta spaugilegt að lesa um þann árangur sem lyfið á að ná en þarna er verið að blanda saman tveim þekktum lyfjum, annars vegar geðlyfi og hins vegar lyfi gegn fíkn. Útkoman er pilla sem á að hafa áhrif á löngunina til að borða. Lyfið fær markaðsleyfi þrátt fyrir að vísindamennirnir sem þróuðu það viti ekki alveg hvernig það virkar. Þess er krafist að frekari rannsóknir verði gerðar með tilliti til öryggis gagnvart sjúklingum sem eiga æðaáföll á hættu, sem er auðvitað stór hluti af þeim sem glíma við lífsstílssjúkdóma. Til viðbótar við þetta kemur fram að lyfið virki ekki eitt og sér heldur eingöngu hjá þeim sem taka til í mataræði sínu og hreyfingu samtímis, sem reyndar er grundvallaratriði hjá öllum sem ætla að megrast! Best þótti mér þó að munurinn sem ætla má að náist er 5% meira þyngdartap með notkun þessa lyfs í samanburði við lyfleysu. Þið munið kannski að ég sagði að lyfið hefði áhrif á löngunina til að borða, í rannsóknum kom fram að 34% þátttakenda kvörtuðu um ógleði, aðrar aukaverkanir voru niðurgangur, uppköst, svimi, munnþurrkur og hægðatregða. Er nema von að þátttakendur á lyfinu hafi grennst meira en þeir á lyfleysu? Ég bara spyr.Enn langt í landMeð þetta nýjasta megrunarlyf á markaði og jafn auman árangur held ég að megi fullyrða að langt sé í land að við finnum hina einu sönnu megrunarpillu. Það liggur fyrir að við glímum við stórkostlegan heilsuvanda til framtíðar sem verður einungis leystur með samtakamætti allra hagsmunaaðila. Þá er líka ljóst að fræðsla og stuðningur við rétt val á fæðu og hreyfingu fyrir hvern og einn einstakling auk andlegrar styrkingar hans mun alltaf vega þyngra en nokkuð annað og er eina leiðin að langtímaárangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Við horfum fram á verulegan vanda í flestum vestrænum þjóðfélögum og víðar reyndar, sem felst í geysilegri þyngdaraukningu heilu samfélaganna frá barnsaldri til elliáranna. Hér á Íslandi glímum við við sömu atriði og allir hinir og okkur er ekki að takast sérlega vel að leysa úr þeim, ekki frekar en öðrum þjóðum. Það mun reynast okkur dýrkeypt ef við náum ekki að snúa þróuninni við og munu lífsstílssjúkdómar herja enn frekar á okkur en þegar er orðið með tilheyrandi kostnaði og vanheilsu. Ástæður þessa geta ekki verið annað en fjölþættar og þar af leiðir að lausnin getur aldrei orðið önnur en fjölþætt. Þá er deginum ljósara að erfðir, umhverfi og uppeldi spila mjög stórt hlutverk í þróun lífsstílssjúkdómaMikill markaður fyrir töfralausnir Þegar tekist er á um það í hvaða átt skal haldið koma til persónulegt valfrelsi hvers einstaklings hvort heldur sem er varðandi fæðu eða hreyfingu, pólitískar ákvarðanir um skattlagningu eða skattfrelsi á matvöru svo dæmi séu tekin auk stefnumörkunar í lýðheilsu- og heilbrigðismálum. Peningar skipta máli, bæði ráðstöfunartekjur einstaklinga sem og ríkisins. Þá má að sjálfsögðu ekki gleyma þeim þætti er lýtur að fræðslunni sem er gífurlega mikilvægur og nauðsyn þess að gefnar séu góðar og gagnlegar upplýsingar. Krafan um að þær séu gagnreyndar er sterk af hálfu fræðasamfélagsins, en eðli málsins samkvæmt verður hluti þeirra engu að síður ekki á þeim forsendum. Þó má ætla að alltaf sé byggt á nýjustu þekkingu hvers tíma, hverju sinni. Hafandi sagt þetta er ljóst að markaðurinn fyrir töfralausnir er gríðarlega mikill og „hin eina sanna megrunarpilla“ mun gera hvern þann sem hana þróar og selur auðugri en hann getur ímyndað sér, svo fremi sem hún virkar. Lauslega áætlað er á bilinu fimmtungur til þriðjungur einstaklinga í vestrænum ríkjum í ofþyngd/offituástandi, eftir því hvernig á það er litið og má ætla að verulegur hluti þeirra sé einmitt að leita lausna. Sú lausn hefur enn ekki fundist í raun og mörg lyf sem þróuð hafa verið í þessum tilgangi hafa farið af markaði sökum aukaverkana og/eða lélegrar sölu, en markaðslegur ávinningur er gríðarlegur fái lyf skráningu og sé talið virkt, jafnvel bara í stuttan tíma. Því halda lyfjafyrirtækin að sjálfsögðu áfram rannsóknum og nú fyrir nokkrum dögum fékk enn eitt slíkt lyf leyfi frá FDA (Food and Drug Administration) í Bandaríkjunum, en það á líka að virka fyrir þá sem flokkast í ofþyngd en eru með háan blóðþrýsting, sykursýki eða blóðfituhækkun. Semsé fullt hús.Spaugilegur árangur Það má segja að það sé næsta spaugilegt að lesa um þann árangur sem lyfið á að ná en þarna er verið að blanda saman tveim þekktum lyfjum, annars vegar geðlyfi og hins vegar lyfi gegn fíkn. Útkoman er pilla sem á að hafa áhrif á löngunina til að borða. Lyfið fær markaðsleyfi þrátt fyrir að vísindamennirnir sem þróuðu það viti ekki alveg hvernig það virkar. Þess er krafist að frekari rannsóknir verði gerðar með tilliti til öryggis gagnvart sjúklingum sem eiga æðaáföll á hættu, sem er auðvitað stór hluti af þeim sem glíma við lífsstílssjúkdóma. Til viðbótar við þetta kemur fram að lyfið virki ekki eitt og sér heldur eingöngu hjá þeim sem taka til í mataræði sínu og hreyfingu samtímis, sem reyndar er grundvallaratriði hjá öllum sem ætla að megrast! Best þótti mér þó að munurinn sem ætla má að náist er 5% meira þyngdartap með notkun þessa lyfs í samanburði við lyfleysu. Þið munið kannski að ég sagði að lyfið hefði áhrif á löngunina til að borða, í rannsóknum kom fram að 34% þátttakenda kvörtuðu um ógleði, aðrar aukaverkanir voru niðurgangur, uppköst, svimi, munnþurrkur og hægðatregða. Er nema von að þátttakendur á lyfinu hafi grennst meira en þeir á lyfleysu? Ég bara spyr.Enn langt í landMeð þetta nýjasta megrunarlyf á markaði og jafn auman árangur held ég að megi fullyrða að langt sé í land að við finnum hina einu sönnu megrunarpillu. Það liggur fyrir að við glímum við stórkostlegan heilsuvanda til framtíðar sem verður einungis leystur með samtakamætti allra hagsmunaaðila. Þá er líka ljóst að fræðsla og stuðningur við rétt val á fæðu og hreyfingu fyrir hvern og einn einstakling auk andlegrar styrkingar hans mun alltaf vega þyngra en nokkuð annað og er eina leiðin að langtímaárangri.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun