Lækkun ofurtolla, vanmetin mótvægisaðgerð Þórólfur Matthíasson skrifar 18. september 2014 07:00 Að beiðni íslenskra stjórnvalda gerði sérfræðingateymi á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins úttekt á skattakerfinu íslenska. Sérfræðingarnir skiluðu viðamikilli skýrslu í september 2010. Í viðauka er listi yfir 24 tillögur og ráðleggingar sem lúta að endurbótum á skattakerfinu. Þessar ráðleggingar snúast um allt frá breyttu fyrirkomulagi á skattlagningu einyrkjatekna og einkahlutafélaga til hækkunar á veiðigjaldi og umhverfisgjöldum. Sérfræðingarnir lögðu einnig til að vörugjaldakerfið yrði einfaldað verulega eða lagt af (með hugsanlegri undantekningu fyrir matvöru með háu fitu- eða sykurinnihaldi). Og síðast en ekki síst lögðu þeir til að undanþágum í virðisaukaskattskerfinu yrði fækkað verulega og að hærra þrepið yrði lækkað og hið lægra hækkað, jafnframt því sem gripið yrði til mótvægisaðgerða til að bæta lægri tekjuhópum (barnafjölskyldum og öryrkjum) þann tiltölulega litla skaða sem aðgerðin myndi valda.Þvert á ráðleggingar AGS Ekki verður sagt að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi gengið langt í að hrinda tillögum sérfræðingahópsins í framkvæmd umfram þau skref sem þegar höfðu verið tekin varðandi álagningu veiðigjalds. Framlag ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur til þessa falist í að lækka veiðigjaldið, þvert á ráðleggingar sérfræðingahóps AGS! En með nýframlögðu fjárlagafrumvarpi og fylgiplöggum þess er gengið til verka: Lægra þrep virðisaukaskatts hækkað og hærra þrepið lækkað lítillega, jafnframt því sem vörugjöld eru afnumin, líka á sykri. Svo virðist sem afnám vörugjalda ásamt hækkun barnabóta sé hugsað sem mótvægisaðgerð við íþyngjandi áhrifum hækkunar lægra virðisaukaskattsþrepsins. Sú aðgerð er ekki nema að hluta til í anda ráðlegginga sérfræðinga AGS. Hlutur lífeyrisþega liggur óbættur hjá garði auk þess sem skilvirkni vörugjaldaniðurfellingarinnar sem mótvægisaðgerðar er umdeilanleg.Afnám ofurtolla Allnokkrar tillögur um skilvirkari mótvægisaðgerðir hafa komið fram frá því að fjárlagafrumvarp og tilheyrandi tekjuöflunarfrumvörp voru lögð fram. Ein þessara tillagna felur í sér afnám ofurtolla á innfluttum landbúnaðarafurðum, enda vega landbúnaðarafurðir þungt í innkaupakörfu tekjulægstu heimilanna. Samkvæmt útreikningum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, nam kostnaður neytenda af ofurtollunum sjö milljörðum króna á árinu 2013, en hækkun lægra þreps vasksins kostar neytendur ellefu milljarða króna. Fréttamaður Kastljóss bar þessa hugmynd undir forsætisráðherra í þætti sínum þann 11. september síðastliðinn. Forsætisráðherra hélt því fram að lækkun ofurtolla hefði minni áhrif á buddu neytenda en lækkun vörugjaldanna. Ríkissjóður hefur þrjá milljarða í tekjur af vörugjöldum á matvöru og 3,5 milljarða af öðrum vörum (ísskápum og flatskjáum). Í framhaldinu lagði forsætisráðherra að jöfnu áhrif afnám landbúnaðarofurtollanna á tekjur ríkissjóðs (tveir milljarðar króna) og áhrif á afkomu heimilanna í landinu (líka tveir milljarðar króna).Lægri matarreikningur Þetta er rangt. Lækkun ofurtolla á landbúnaðarafurðum mun ekki aðeins lækka verðið á þeim fáu oststykkjum og nautalærum sem flutt eru til landsins. Lækkun ofurtolla mun þvinga innlenda framleiðendur til að finna hagræðingarleiðir og lækka sína vöru einnig. Þess myndu neytendur vissulega njóta í lægra vöruverði, rétt eins og OECD bendir á. Með því að afnema vörugjöld á matvöru og ofurtolla á landbúnaðarvöru má lækka matarreikning heimilanna um allt að 10 milljarða króna. Væri gripið til þessa ráðs, að fella niður bæði ofurtolla og vörugjöld á mat, má ætla að auðvelt yrði að ná almennri sátt um fyrirhugaðar skattalagabreytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Að beiðni íslenskra stjórnvalda gerði sérfræðingateymi á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins úttekt á skattakerfinu íslenska. Sérfræðingarnir skiluðu viðamikilli skýrslu í september 2010. Í viðauka er listi yfir 24 tillögur og ráðleggingar sem lúta að endurbótum á skattakerfinu. Þessar ráðleggingar snúast um allt frá breyttu fyrirkomulagi á skattlagningu einyrkjatekna og einkahlutafélaga til hækkunar á veiðigjaldi og umhverfisgjöldum. Sérfræðingarnir lögðu einnig til að vörugjaldakerfið yrði einfaldað verulega eða lagt af (með hugsanlegri undantekningu fyrir matvöru með háu fitu- eða sykurinnihaldi). Og síðast en ekki síst lögðu þeir til að undanþágum í virðisaukaskattskerfinu yrði fækkað verulega og að hærra þrepið yrði lækkað og hið lægra hækkað, jafnframt því sem gripið yrði til mótvægisaðgerða til að bæta lægri tekjuhópum (barnafjölskyldum og öryrkjum) þann tiltölulega litla skaða sem aðgerðin myndi valda.Þvert á ráðleggingar AGS Ekki verður sagt að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi gengið langt í að hrinda tillögum sérfræðingahópsins í framkvæmd umfram þau skref sem þegar höfðu verið tekin varðandi álagningu veiðigjalds. Framlag ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur til þessa falist í að lækka veiðigjaldið, þvert á ráðleggingar sérfræðingahóps AGS! En með nýframlögðu fjárlagafrumvarpi og fylgiplöggum þess er gengið til verka: Lægra þrep virðisaukaskatts hækkað og hærra þrepið lækkað lítillega, jafnframt því sem vörugjöld eru afnumin, líka á sykri. Svo virðist sem afnám vörugjalda ásamt hækkun barnabóta sé hugsað sem mótvægisaðgerð við íþyngjandi áhrifum hækkunar lægra virðisaukaskattsþrepsins. Sú aðgerð er ekki nema að hluta til í anda ráðlegginga sérfræðinga AGS. Hlutur lífeyrisþega liggur óbættur hjá garði auk þess sem skilvirkni vörugjaldaniðurfellingarinnar sem mótvægisaðgerðar er umdeilanleg.Afnám ofurtolla Allnokkrar tillögur um skilvirkari mótvægisaðgerðir hafa komið fram frá því að fjárlagafrumvarp og tilheyrandi tekjuöflunarfrumvörp voru lögð fram. Ein þessara tillagna felur í sér afnám ofurtolla á innfluttum landbúnaðarafurðum, enda vega landbúnaðarafurðir þungt í innkaupakörfu tekjulægstu heimilanna. Samkvæmt útreikningum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, nam kostnaður neytenda af ofurtollunum sjö milljörðum króna á árinu 2013, en hækkun lægra þreps vasksins kostar neytendur ellefu milljarða króna. Fréttamaður Kastljóss bar þessa hugmynd undir forsætisráðherra í þætti sínum þann 11. september síðastliðinn. Forsætisráðherra hélt því fram að lækkun ofurtolla hefði minni áhrif á buddu neytenda en lækkun vörugjaldanna. Ríkissjóður hefur þrjá milljarða í tekjur af vörugjöldum á matvöru og 3,5 milljarða af öðrum vörum (ísskápum og flatskjáum). Í framhaldinu lagði forsætisráðherra að jöfnu áhrif afnám landbúnaðarofurtollanna á tekjur ríkissjóðs (tveir milljarðar króna) og áhrif á afkomu heimilanna í landinu (líka tveir milljarðar króna).Lægri matarreikningur Þetta er rangt. Lækkun ofurtolla á landbúnaðarafurðum mun ekki aðeins lækka verðið á þeim fáu oststykkjum og nautalærum sem flutt eru til landsins. Lækkun ofurtolla mun þvinga innlenda framleiðendur til að finna hagræðingarleiðir og lækka sína vöru einnig. Þess myndu neytendur vissulega njóta í lægra vöruverði, rétt eins og OECD bendir á. Með því að afnema vörugjöld á matvöru og ofurtolla á landbúnaðarvöru má lækka matarreikning heimilanna um allt að 10 milljarða króna. Væri gripið til þessa ráðs, að fella niður bæði ofurtolla og vörugjöld á mat, má ætla að auðvelt yrði að ná almennri sátt um fyrirhugaðar skattalagabreytingar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun