Gæti þakkað 100 manns fyrir þessi ótrúlegu 20 ár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. september 2014 06:30 Þóru B. Helgadóttur var fagnað af liðsfélögum sínum eftir að hún skoraði mark úr vítaspyrnu í kveðjuleiknum. vísir/stefán „Það eru sannkölluð forréttindi að fá að enda landsliðsferilinn á þennan máta,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, eftir 9-1 sigur Íslands á Serbíu í undankeppni HM 2015 í gær. Þóra kvaddi landsliðið í gær eftir sextán ára feril og 108 leiki. Ísland lék á als oddi í leiknum í gær og sýndi að framtíðin er sannarlega björt. Stelpurnar áttu ekki lengur möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Kanada en sýndu þrátt fyrir það mikinn styrk og vilja í frábærum sigri. Leiksins verður þó fyrst og fremst minnst sem kveðjuleiks Þóru Bjargar sem skoraði meira að segja eitt marka Íslands. Það gerði hún úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og var henni gríðarlega vel fagnað, bæði af áhorfendum og liðsfélögum. „Ég verð örugglega sátt við ákvörðunina þegar ég vakna í fyrramálið en líka svolítið leið. En það hefði ekki verið hægt að biðja um betri endi – með þennan stuðning úr stúkunni og stórsigri á heimavelli.“ Hún segir erfitt að lýsa þessum sextán árum með íslenska A-landsliðinu. „Það hefur gengið á ýmsu, bæði gott og slæmt, en mest allt hefur verið gott og jákvætt. Það hafa verið ótrúlegar framfarir í liðinu og ég hef átt margar frábærar stundir með ótalmörgum félögum. Það eru örugglega 100 manns sem ég gæti þakkað,“ segir Þóra sem var rétt rúmlega sautján ára gömul þegar hún lék fyrsta landsleikinn. „Þá kom ég inn á gegn Bandaríkjunum en ég var svo stressuð að ég man ekki eftir neinu. Í dag er ég önnur manneskja enda var ég barn þá. Ég hef í raun alist upp hjá KSÍ, með öllu því góða fólki þar, og upplifað ótalmargt í næstum 20 ár.“ Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari lofaði Þóru í hástert eftir leikinn og sagðist vera þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa með henni. „Ég vona að íþróttaheimurinn átti sig á því hversu stórkostlegur íþróttamaður hún er. Hún hefur verið í fremstu röð síðan 1998 og það eitt og sér er mikið og stórt afrek,“ sagði hann. „Hún býr yfir hæfileikum sem ekki margir hafa og var á sínum tíma langt á undan sinni samtíð.“ Þar sem Danmörk tapaði óvænt fyrir Ísrael í gær endaði Ísland í öðru sæti riðilsins. Það dugði þó ekki til að tryggja liðinu sæti í umspilskeppninni í haust. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00 Þóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Þóra Björg Helgadóttir var að farast úr stressi þegar hún fékk að taka vítaspyrnu í kveðjuleik sínum með íslenska landsliðinu í kvöld. 17. september 2014 19:47 Freyr: Vildum sýna hvað við höfum gert undanfarið ár Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu leikmanna í 9-1 sigri Íslands á Serbíu. 17. september 2014 20:01 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
„Það eru sannkölluð forréttindi að fá að enda landsliðsferilinn á þennan máta,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, eftir 9-1 sigur Íslands á Serbíu í undankeppni HM 2015 í gær. Þóra kvaddi landsliðið í gær eftir sextán ára feril og 108 leiki. Ísland lék á als oddi í leiknum í gær og sýndi að framtíðin er sannarlega björt. Stelpurnar áttu ekki lengur möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Kanada en sýndu þrátt fyrir það mikinn styrk og vilja í frábærum sigri. Leiksins verður þó fyrst og fremst minnst sem kveðjuleiks Þóru Bjargar sem skoraði meira að segja eitt marka Íslands. Það gerði hún úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og var henni gríðarlega vel fagnað, bæði af áhorfendum og liðsfélögum. „Ég verð örugglega sátt við ákvörðunina þegar ég vakna í fyrramálið en líka svolítið leið. En það hefði ekki verið hægt að biðja um betri endi – með þennan stuðning úr stúkunni og stórsigri á heimavelli.“ Hún segir erfitt að lýsa þessum sextán árum með íslenska A-landsliðinu. „Það hefur gengið á ýmsu, bæði gott og slæmt, en mest allt hefur verið gott og jákvætt. Það hafa verið ótrúlegar framfarir í liðinu og ég hef átt margar frábærar stundir með ótalmörgum félögum. Það eru örugglega 100 manns sem ég gæti þakkað,“ segir Þóra sem var rétt rúmlega sautján ára gömul þegar hún lék fyrsta landsleikinn. „Þá kom ég inn á gegn Bandaríkjunum en ég var svo stressuð að ég man ekki eftir neinu. Í dag er ég önnur manneskja enda var ég barn þá. Ég hef í raun alist upp hjá KSÍ, með öllu því góða fólki þar, og upplifað ótalmargt í næstum 20 ár.“ Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari lofaði Þóru í hástert eftir leikinn og sagðist vera þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa með henni. „Ég vona að íþróttaheimurinn átti sig á því hversu stórkostlegur íþróttamaður hún er. Hún hefur verið í fremstu röð síðan 1998 og það eitt og sér er mikið og stórt afrek,“ sagði hann. „Hún býr yfir hæfileikum sem ekki margir hafa og var á sínum tíma langt á undan sinni samtíð.“ Þar sem Danmörk tapaði óvænt fyrir Ísrael í gær endaði Ísland í öðru sæti riðilsins. Það dugði þó ekki til að tryggja liðinu sæti í umspilskeppninni í haust.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00 Þóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Þóra Björg Helgadóttir var að farast úr stressi þegar hún fékk að taka vítaspyrnu í kveðjuleik sínum með íslenska landsliðinu í kvöld. 17. september 2014 19:47 Freyr: Vildum sýna hvað við höfum gert undanfarið ár Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu leikmanna í 9-1 sigri Íslands á Serbíu. 17. september 2014 20:01 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00
Þóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Þóra Björg Helgadóttir var að farast úr stressi þegar hún fékk að taka vítaspyrnu í kveðjuleik sínum með íslenska landsliðinu í kvöld. 17. september 2014 19:47
Freyr: Vildum sýna hvað við höfum gert undanfarið ár Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu leikmanna í 9-1 sigri Íslands á Serbíu. 17. september 2014 20:01