Íslendingar tala hjá SÞ Ari Trausti Guðmundsson skrifar 25. september 2014 07:00 Nú þegar nýliðinn er dagur kröfunnar um að þjóðir heims taki til hendinni vegna þess þáttar veðurfarsbreytinga sem er óvefengjanlega rakinn til mannlegra athafna, stendur yfir leiðtogafundur í Bandaríkjunum um málefnið. Staðreyndin er sú að það er nú þegar vitað hvað gera þarf í fyrstu til þess að snúa hægt og bítandi við blaðinu en það eru pólitískir þröskuldar í veginum. Fyrsta skrefið er að taka mið af hörðum tilmælum um að minnka orkunotkun sem byggir á jarðefnaeldsneyti, alls staðar á landsvísu, og láta að minnsta kosti 3/4 hluta þekktra birgða í jörðu liggja kyrrar. Samhliða því verður að stöðva eyðingu stórvaxinna skóga og snúa við nýtingu jarðvegs í löndum þar sem skógarnytjar eru ekki sjálfbærar. Stöðva verður eyðimerkurmyndun. Hvað þarf til þess arna? Að snúa baki við óheftum samkeppniskapítalisma, koma böndum á vöxt og starfsemi stórfyrirtækja í mörgum greinum og hefja umbætur á lýðræði í löndum heims. Meðal fyrirtækjanna sem lengst ganga í orkufylleríinu eru stóru olíufélögin og þá einmitt mörg þau vestrænu, eins og t.d. Statoil í Noregi, svo við lítum okkur nær. Eins mætti nefna rússnesk fyrirtæki á norðurskautssvæðinu eða bandarísk/kanadísk fyrirtæki sem rústa stórum, grónum landsvæðum í leit að olíusandi eða frönsk fyrirtæki sem beita sér í regnskógum S-Ameríku. Í Noregi einu hurfu um 560 milljónir tonna af kolefnisígildum út í loftið árið 2013 (vinnsla og brennsla þess sem þaðan kemur); um 1,5% af losun gróðurhúsagasa í heiminum (svipað og í Bretlandi), frá þjóð sem telur minna en eitt prómill af heimsþorpinu.Svar á morgun Auðvitað geta menn búið til mótbárur sem svo að efnahagur heimsins leggist í rúst ef hagvöxtur er minnkaður með öfugu handafli og hlustað á venjulegt fólk sem upp til hópa kallar með æ sterkari röddu á aðgerðir. Hún hljómar sífellt hærra einfaldlega af því að fólk sér hvernig hraðar loftslagsbreytingar eru teknar að ógna afkomu þess og lífsmáta. En það er ekki til sársaukalaus leið til baka, einmitt vegna þess hve stjórnvöld hafa lengi daufheyrst við vísindum jafnt sem varnaðarorðum hvarvetna að; jafnvel frá alþjóðastofnunum sem seint verða kenndar við annað en vörn fyrir núverandi hagkerfi. Íslensk rödd dagsins hjá SÞ í New York færði fram gömlu sannindin um jarðhitakunnáttu og -notkun Íslendinga, landgræðslu til að binda það sem við spúum í loft upp og hét stuðningi við átak til að færa endurnýjanlega orku til allra. Gott og vel og þakkir fyrir það. En hljómaði stakt orð um mikilvægasta málið sem Íslendingar standa frammi fyrir: Olíu- og gasvinnslu norðan heimskautsbaugs? Íslenska innleggið í heimsborginni fjallaði líka um hættuna af súrnun sjávar og í því var „minnt á þróun mála á norðurslóðum sökum hlýnunar loftslags“ - eins og skrifað stendur á heimasíðu RÚV. Nú er að spyrja hvernig öll þessi þróun samrýmist aukinni en ekki minnkandi losun gróðurhúsagasa á Íslandi og fyrirhugaðri jarðefnavinnslu, finnist auðlindirnar í nánd við landið. Svar óskast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Nú þegar nýliðinn er dagur kröfunnar um að þjóðir heims taki til hendinni vegna þess þáttar veðurfarsbreytinga sem er óvefengjanlega rakinn til mannlegra athafna, stendur yfir leiðtogafundur í Bandaríkjunum um málefnið. Staðreyndin er sú að það er nú þegar vitað hvað gera þarf í fyrstu til þess að snúa hægt og bítandi við blaðinu en það eru pólitískir þröskuldar í veginum. Fyrsta skrefið er að taka mið af hörðum tilmælum um að minnka orkunotkun sem byggir á jarðefnaeldsneyti, alls staðar á landsvísu, og láta að minnsta kosti 3/4 hluta þekktra birgða í jörðu liggja kyrrar. Samhliða því verður að stöðva eyðingu stórvaxinna skóga og snúa við nýtingu jarðvegs í löndum þar sem skógarnytjar eru ekki sjálfbærar. Stöðva verður eyðimerkurmyndun. Hvað þarf til þess arna? Að snúa baki við óheftum samkeppniskapítalisma, koma böndum á vöxt og starfsemi stórfyrirtækja í mörgum greinum og hefja umbætur á lýðræði í löndum heims. Meðal fyrirtækjanna sem lengst ganga í orkufylleríinu eru stóru olíufélögin og þá einmitt mörg þau vestrænu, eins og t.d. Statoil í Noregi, svo við lítum okkur nær. Eins mætti nefna rússnesk fyrirtæki á norðurskautssvæðinu eða bandarísk/kanadísk fyrirtæki sem rústa stórum, grónum landsvæðum í leit að olíusandi eða frönsk fyrirtæki sem beita sér í regnskógum S-Ameríku. Í Noregi einu hurfu um 560 milljónir tonna af kolefnisígildum út í loftið árið 2013 (vinnsla og brennsla þess sem þaðan kemur); um 1,5% af losun gróðurhúsagasa í heiminum (svipað og í Bretlandi), frá þjóð sem telur minna en eitt prómill af heimsþorpinu.Svar á morgun Auðvitað geta menn búið til mótbárur sem svo að efnahagur heimsins leggist í rúst ef hagvöxtur er minnkaður með öfugu handafli og hlustað á venjulegt fólk sem upp til hópa kallar með æ sterkari röddu á aðgerðir. Hún hljómar sífellt hærra einfaldlega af því að fólk sér hvernig hraðar loftslagsbreytingar eru teknar að ógna afkomu þess og lífsmáta. En það er ekki til sársaukalaus leið til baka, einmitt vegna þess hve stjórnvöld hafa lengi daufheyrst við vísindum jafnt sem varnaðarorðum hvarvetna að; jafnvel frá alþjóðastofnunum sem seint verða kenndar við annað en vörn fyrir núverandi hagkerfi. Íslensk rödd dagsins hjá SÞ í New York færði fram gömlu sannindin um jarðhitakunnáttu og -notkun Íslendinga, landgræðslu til að binda það sem við spúum í loft upp og hét stuðningi við átak til að færa endurnýjanlega orku til allra. Gott og vel og þakkir fyrir það. En hljómaði stakt orð um mikilvægasta málið sem Íslendingar standa frammi fyrir: Olíu- og gasvinnslu norðan heimskautsbaugs? Íslenska innleggið í heimsborginni fjallaði líka um hættuna af súrnun sjávar og í því var „minnt á þróun mála á norðurslóðum sökum hlýnunar loftslags“ - eins og skrifað stendur á heimasíðu RÚV. Nú er að spyrja hvernig öll þessi þróun samrýmist aukinni en ekki minnkandi losun gróðurhúsagasa á Íslandi og fyrirhugaðri jarðefnavinnslu, finnist auðlindirnar í nánd við landið. Svar óskast.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun