„Störukeppnin“ um LbhÍ Ólafur Arnalds skrifar 26. september 2014 07:00 Alþingismaðurinn Haraldur Benediktsson ritaði nýverið merkilegan pistil sem vitnað er til á vefsíðu Skessuhornsins. Hann telur að málefni Landbúnaðarháskóla Íslands séu komin í störukeppni á milli menntamálaráðherra, sem vill sameina LbhÍ og Háskóla Íslands, og yfirstjórnar og akademískra starfsmanna skólans. Auðvitað er stjórn skólans ekki í störukeppni. Stjórnendur skólans eru aðeins að glíma við blákaldan veruleikann: gríðarlegan fjárhagsvanda, uppsagnir starfsfólks, atgervisflótta og annan vanda. Sá vandi hefði ekki komið til hefði komið til sameiningar eins og stefnt var að. Af lestri á pistli þingmannsins er augljóst að hann sjálfur er annar meginaðilanna sem starir mót ráðherranum – eða sjálfum sér. Stjórnendur skólans eru hins vegar að lúta fyrirmælum fjárveitingavaldsins (áðurnefndur þingmaður situr í fjárlaganefnd Alþingis) og orðræðan þaðan er býsna skýr, stórfelldur niðurskurður í starfi skólans er óhjákvæmilegur. Þingmaðurinn segir að skýr rök séu á móti sameiningunni, sem þó eru ekki tilgreind. Í pistli hans er tiltekið að margir „svokallaðir akademískir starfsmenn“ skólans séu hlynntir sameiningunni. Svo virðist sem þingmaðurinn hafi litla innsýn í starfsemi háskóla. Meginstarfið felst í kennslu og rannsóknum sem unnin eru af akademískum starfsmönnum þeirra. Gæði í starfi háskólanna eru að stórum hluta metin út frá rannsóknavirkni akademískra starfsmanna, án þeirra er enginn háskóli. Akademískir starfsmenn LbhÍ vilja sameiningu út frá faglegum sjónarmiðum til að tryggja gæði í skólastarfinu. Næst þegar stjórnvöld sýna áræði og reyna að fækka háskólum í landinu, sem eru fáránlega margir í svo fámennu landi, þá er ekki víst að það verði mikið eftir til að sameina. Betra er að sameina nú, áður en kemur til stórfellds niðurskurðar á starfi skólans, einmitt til þess að viðhalda styrk skólastarfsins á starfsstöðum skólans í dreifbýli. Um leið eru hagsmunir nemenda við báða skólana tryggðir með margfalt fleiri möguleikum í náminu, þar sem unnt verður að tengja landbúnaðargreinar, matvælarannsóknir, hagfræði og viðskipti, ferðamálafræði og svo mætti lengi telja. Slík fjölbreytni er vitaskuld til þess fallin að tryggja sjálfstæði í menntun og skólastarfi á Hvanneyri, lítill fjársveltur skóli með einhæft nám er ekki sjálfstæður skóli, heldur stofnun sem á æ erfiðara með að uppfylla kröfur um gæði háskólastarfs, ofurseldur duttlungum stjórnvalda hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingismaðurinn Haraldur Benediktsson ritaði nýverið merkilegan pistil sem vitnað er til á vefsíðu Skessuhornsins. Hann telur að málefni Landbúnaðarháskóla Íslands séu komin í störukeppni á milli menntamálaráðherra, sem vill sameina LbhÍ og Háskóla Íslands, og yfirstjórnar og akademískra starfsmanna skólans. Auðvitað er stjórn skólans ekki í störukeppni. Stjórnendur skólans eru aðeins að glíma við blákaldan veruleikann: gríðarlegan fjárhagsvanda, uppsagnir starfsfólks, atgervisflótta og annan vanda. Sá vandi hefði ekki komið til hefði komið til sameiningar eins og stefnt var að. Af lestri á pistli þingmannsins er augljóst að hann sjálfur er annar meginaðilanna sem starir mót ráðherranum – eða sjálfum sér. Stjórnendur skólans eru hins vegar að lúta fyrirmælum fjárveitingavaldsins (áðurnefndur þingmaður situr í fjárlaganefnd Alþingis) og orðræðan þaðan er býsna skýr, stórfelldur niðurskurður í starfi skólans er óhjákvæmilegur. Þingmaðurinn segir að skýr rök séu á móti sameiningunni, sem þó eru ekki tilgreind. Í pistli hans er tiltekið að margir „svokallaðir akademískir starfsmenn“ skólans séu hlynntir sameiningunni. Svo virðist sem þingmaðurinn hafi litla innsýn í starfsemi háskóla. Meginstarfið felst í kennslu og rannsóknum sem unnin eru af akademískum starfsmönnum þeirra. Gæði í starfi háskólanna eru að stórum hluta metin út frá rannsóknavirkni akademískra starfsmanna, án þeirra er enginn háskóli. Akademískir starfsmenn LbhÍ vilja sameiningu út frá faglegum sjónarmiðum til að tryggja gæði í skólastarfinu. Næst þegar stjórnvöld sýna áræði og reyna að fækka háskólum í landinu, sem eru fáránlega margir í svo fámennu landi, þá er ekki víst að það verði mikið eftir til að sameina. Betra er að sameina nú, áður en kemur til stórfellds niðurskurðar á starfi skólans, einmitt til þess að viðhalda styrk skólastarfsins á starfsstöðum skólans í dreifbýli. Um leið eru hagsmunir nemenda við báða skólana tryggðir með margfalt fleiri möguleikum í náminu, þar sem unnt verður að tengja landbúnaðargreinar, matvælarannsóknir, hagfræði og viðskipti, ferðamálafræði og svo mætti lengi telja. Slík fjölbreytni er vitaskuld til þess fallin að tryggja sjálfstæði í menntun og skólastarfi á Hvanneyri, lítill fjársveltur skóli með einhæft nám er ekki sjálfstæður skóli, heldur stofnun sem á æ erfiðara með að uppfylla kröfur um gæði háskólastarfs, ofurseldur duttlungum stjórnvalda hverju sinni.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun