Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar 13. janúar 2025 09:03 Um áramót var gerð sú sérkennilega ráðstöfun að leggja niður störf þáverandi Réttindagæslumanna fatlaðs fólks hjá stjórnarráðinu og fela þau í staðinn einkaaðilum með ráðningu. Úr þessu spratt sparnaður hjá hinu opinbera, ef marka má yfirlýsingar ráðuneytisins, en um leið fóru reynslumiklir réttindagæslumenn og bakhjarlar fatlaðs fólks í atvinnuleit og á vit nýrra áskoranna, starfsmenn sem höfðu byggt upp ómetanlega sérfræðiþekkingu í þágu þeirra sem eiga undir högg að sækja. Einn blaðamaður benti á í færslu á samfélagsmiðlum að réttarvernd fatlaðs fólks ætti að vera tryggð fyrir í okkar samfélagi, til þess væru kærunefndir, lögreglan, saksóknarar, dómstólar, lögfræðingar og fleiri. En staðreyndin er sú að þessa stofnanir sumar hverjar búa yfir takmarkaðri sérþekkingu á réttindamálum fatlaðs fólks, rétt eins og reynslan sýnir. Réttindabrot gegn fötluðu fólki eru oft ósýnileg og langtum algengari en almennt er talið. Erfiðleikar fólks með fötlun í kerfinu stafa iðulega af skorti á innsýn, reynslu og nálgun sem tekur mið af einstökum aðstæðum fatlaðs fólks. Réttindagæslumenn fatlaðs fólks hafa frá upphafi sinnt lögbundnu hlutverki sem sérfræðingar í réttindabrotum, viðeigandi aðlögun og stuðningi sem tekur mið af 12. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þar er kveðið á um að fatlað fólk skuli njóta sömu lagalegu viðurkenningar og aðrir. Það er engin tilviljun að lögin um Réttindagæslu skylda þessa aðila (Réttindagæslumenn) til að vera milliliðir og málsvarar í samskiptum við lögreglu, dómstóla og stjórnsýslu, hlutverk sem krefst sérhæfðrar fagþekkingar, reynslu og trausts. Til að tryggja raunverulega réttarvernd fatlaðs fólks þurfa þessir einstaklingar að geta byggt upp langtímasamband við einstaklinga, lært að virða óhefðbundin tjáskipti og gengið inn í erfiðar aðstæður, til dæmis ef viðkomandi býr við ofbeldi eða kúgun. Að brjóta upp slíka þjónustu skyndilega er stórskaðlegt, því þekking og tengsl rofna. Innleiða þarf þá nýtt fólk inn í verklag og tryggja að farið sé eftir því. Afleiðingin er sú að fatlað fólk dregur úr leit sinni að réttlæti, það upplifir að það standi eitt og yfirgefið á meðan slík innleiðing stendur yfir. Enginn efast um að starfsmenn sem ráðnir hafa verið í stað fyrrum réttindagæslumanna séu færir fagmenn og vilji gera sitt besta. Staðreyndin er að þeir hafa ekki þá sértæku reynslu sem byggst hefur upp á þeim rúma áratug sem liðin er frá setningu laga um réttindagæslu og hafa ekki starfað eftir því verklagi sem lögin gera kröfu um og ráðuneytið setti árið 2015. Reynsla þeirra sem starfað hafa til fjölda ára við réttindagæslu er ómetanleg. Ljóst er að sú þekking sem var hefur ekki verið flutt yfir í nýtt umhverfi með fullnægjandi hætti þó mikill vilji hafi verið fyrir hendi að svo yrði. Enn og aftur situr því fatlað fólk eftir, svipt stöðugleika, tengslaneti og þeim vörnum sem eru nauðsynlegar til að fatlaðir einstaklingar njóta sömu lagalegu réttinda og ófatlaðir. Hér er ekki um að ræða „sérréttindi“, heldur óumdeilanlega réttarbót fyrir hóp sem samfélagið reynist allt of oft vanbúið að hlusta á. Ákvörðun um að leggja niður þessa mikilvægu sérfræðistöður og það án þess að tryggja fullnægjandi yfirfærslu þekkingar er því óskiljanlegt skref aftur á bak í réttindamálum fatlaðs fólks. Líkt og segir í bókinni Handbook of Human Resource Management Practice eftir Armstrong frá árinu 2014, skiptir vönduð og fagleg innleiðing starfsmanna sköpum fyrir árangur skipulagsheilda, þar sem slíkt móttökuferli tryggir samfellu í þjónustu, eykur starfsánægju og framleiðni, dregur úr líkum á mistökum eða óöryggi, auk þess að efla traust og styrkja tengsl starfsmanna við skipulagsheildir. Ef ráðherrar og aðrir ábyrgðaraðilar slíkrar ákvarðanatöku átta sig ekki á raunverulegum afleiðingum þessarar tímabundnu lausnar og telja hana farsæla, eru þeir á braut skammsýni. Það er augljós afturför að þurrka út ára- og áratugareynslu og víkja öflugum mannauði til hliðar. Þegar sérfræðiþekkingu er kollvarpað tapast ómetanleg reynsla sem er ekki aðgengileg í kjölfarið. Slíkar aðgerðir að ýta sérfræðiþekkingu til hliðar og takmarka faglegan stuðning eru aðferðir sem þekkjast víða þar sem valdi er beitt til að draga úr mannréttindum og viðhalda óréttlæti eins og Sally Engle Merry bendir á í bók sinni Human Rights and Gender Violence: Translating International Law into Local Justice geta stjórnvöld eða önnur ráðandi öfl með þessum hætti skapað aðstæður sem treysta misskiptingu og halda jaðarsettum hópum í varnarleysi. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum, en spurningin er hvort þau hafi vilja, eða skýrleika til að viðurkenna alvarleika málsins og bregðast við af fullum þunga. Höfundur er fyrrum Réttindagæslu maður fatlaðs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Um áramót var gerð sú sérkennilega ráðstöfun að leggja niður störf þáverandi Réttindagæslumanna fatlaðs fólks hjá stjórnarráðinu og fela þau í staðinn einkaaðilum með ráðningu. Úr þessu spratt sparnaður hjá hinu opinbera, ef marka má yfirlýsingar ráðuneytisins, en um leið fóru reynslumiklir réttindagæslumenn og bakhjarlar fatlaðs fólks í atvinnuleit og á vit nýrra áskoranna, starfsmenn sem höfðu byggt upp ómetanlega sérfræðiþekkingu í þágu þeirra sem eiga undir högg að sækja. Einn blaðamaður benti á í færslu á samfélagsmiðlum að réttarvernd fatlaðs fólks ætti að vera tryggð fyrir í okkar samfélagi, til þess væru kærunefndir, lögreglan, saksóknarar, dómstólar, lögfræðingar og fleiri. En staðreyndin er sú að þessa stofnanir sumar hverjar búa yfir takmarkaðri sérþekkingu á réttindamálum fatlaðs fólks, rétt eins og reynslan sýnir. Réttindabrot gegn fötluðu fólki eru oft ósýnileg og langtum algengari en almennt er talið. Erfiðleikar fólks með fötlun í kerfinu stafa iðulega af skorti á innsýn, reynslu og nálgun sem tekur mið af einstökum aðstæðum fatlaðs fólks. Réttindagæslumenn fatlaðs fólks hafa frá upphafi sinnt lögbundnu hlutverki sem sérfræðingar í réttindabrotum, viðeigandi aðlögun og stuðningi sem tekur mið af 12. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þar er kveðið á um að fatlað fólk skuli njóta sömu lagalegu viðurkenningar og aðrir. Það er engin tilviljun að lögin um Réttindagæslu skylda þessa aðila (Réttindagæslumenn) til að vera milliliðir og málsvarar í samskiptum við lögreglu, dómstóla og stjórnsýslu, hlutverk sem krefst sérhæfðrar fagþekkingar, reynslu og trausts. Til að tryggja raunverulega réttarvernd fatlaðs fólks þurfa þessir einstaklingar að geta byggt upp langtímasamband við einstaklinga, lært að virða óhefðbundin tjáskipti og gengið inn í erfiðar aðstæður, til dæmis ef viðkomandi býr við ofbeldi eða kúgun. Að brjóta upp slíka þjónustu skyndilega er stórskaðlegt, því þekking og tengsl rofna. Innleiða þarf þá nýtt fólk inn í verklag og tryggja að farið sé eftir því. Afleiðingin er sú að fatlað fólk dregur úr leit sinni að réttlæti, það upplifir að það standi eitt og yfirgefið á meðan slík innleiðing stendur yfir. Enginn efast um að starfsmenn sem ráðnir hafa verið í stað fyrrum réttindagæslumanna séu færir fagmenn og vilji gera sitt besta. Staðreyndin er að þeir hafa ekki þá sértæku reynslu sem byggst hefur upp á þeim rúma áratug sem liðin er frá setningu laga um réttindagæslu og hafa ekki starfað eftir því verklagi sem lögin gera kröfu um og ráðuneytið setti árið 2015. Reynsla þeirra sem starfað hafa til fjölda ára við réttindagæslu er ómetanleg. Ljóst er að sú þekking sem var hefur ekki verið flutt yfir í nýtt umhverfi með fullnægjandi hætti þó mikill vilji hafi verið fyrir hendi að svo yrði. Enn og aftur situr því fatlað fólk eftir, svipt stöðugleika, tengslaneti og þeim vörnum sem eru nauðsynlegar til að fatlaðir einstaklingar njóta sömu lagalegu réttinda og ófatlaðir. Hér er ekki um að ræða „sérréttindi“, heldur óumdeilanlega réttarbót fyrir hóp sem samfélagið reynist allt of oft vanbúið að hlusta á. Ákvörðun um að leggja niður þessa mikilvægu sérfræðistöður og það án þess að tryggja fullnægjandi yfirfærslu þekkingar er því óskiljanlegt skref aftur á bak í réttindamálum fatlaðs fólks. Líkt og segir í bókinni Handbook of Human Resource Management Practice eftir Armstrong frá árinu 2014, skiptir vönduð og fagleg innleiðing starfsmanna sköpum fyrir árangur skipulagsheilda, þar sem slíkt móttökuferli tryggir samfellu í þjónustu, eykur starfsánægju og framleiðni, dregur úr líkum á mistökum eða óöryggi, auk þess að efla traust og styrkja tengsl starfsmanna við skipulagsheildir. Ef ráðherrar og aðrir ábyrgðaraðilar slíkrar ákvarðanatöku átta sig ekki á raunverulegum afleiðingum þessarar tímabundnu lausnar og telja hana farsæla, eru þeir á braut skammsýni. Það er augljós afturför að þurrka út ára- og áratugareynslu og víkja öflugum mannauði til hliðar. Þegar sérfræðiþekkingu er kollvarpað tapast ómetanleg reynsla sem er ekki aðgengileg í kjölfarið. Slíkar aðgerðir að ýta sérfræðiþekkingu til hliðar og takmarka faglegan stuðning eru aðferðir sem þekkjast víða þar sem valdi er beitt til að draga úr mannréttindum og viðhalda óréttlæti eins og Sally Engle Merry bendir á í bók sinni Human Rights and Gender Violence: Translating International Law into Local Justice geta stjórnvöld eða önnur ráðandi öfl með þessum hætti skapað aðstæður sem treysta misskiptingu og halda jaðarsettum hópum í varnarleysi. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum, en spurningin er hvort þau hafi vilja, eða skýrleika til að viðurkenna alvarleika málsins og bregðast við af fullum þunga. Höfundur er fyrrum Réttindagæslu maður fatlaðs fólks.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun