Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar 13. janúar 2025 08:32 Það var með ólíkindum að horfa upp á það siðleysi sem forsvarsmenn Eflingar sýndu um nýliðna helgi, þegar þeir réðust með ósvífnum hætti inn á veitingastað í Kringlunni með skrílslæti, hávaða og látum. Í gulum vestum með gjallarhorn var öskrað á gesti staðarins og þá sem fyrir framan hann voru, að snæða ekki á staðnum. Ástæðan? Forsvarsmenn Eflingar grunar að einhverjir í starfsliði veitingastaðarins séu mögulega í öðru stéttarfélagi en Eflingu. Gleymt er félagafrelsi í landinu. Gleymd eru lög landsins. Gleymd er virðing fyrir frjálsum samningum. Gleymt er almennt siðferði. Opinber vitneskja er um að eigandi og starfsmaður staðarins glímir við afar erfið og lífshættuleg veikindi, enda hefur hann tjáð sig um það í nokkrum viðtölum í íslenskum fjölmiðlum. Þeir sem eiga í slíkum veikindum mega síst við uppnámi, áreiti og árásum. En það er í takt við aðferðir Eflingar að ráðast á þá sem eiga erfiðara að bera hönd fyrir höfuð sér. Allt er leyfilegt í þeim herbúðum, svo lengi sem það vekur athygli, vekur ótta, skelfingu og uppnám. Orðræða forsvarsmanna Eflingar hefur verið með ólíkindum og einkennst af upphrópunum, ósannindum, hótunum, útúrsnúningi og er treyst á hið fornkveðna að lygin hafi ferðast um hálfan hnöttinn áður en sannleikurinn hafi reimað á sig skóna. Einn stjórnarmanna Eflingar hefur líkt íslenskum veitingamönnum við sníkjudýr og spillta auðmenn sem geri ekki handtak á vinnustað. Í hvaða heimi lifir þetta fólk sem sér heiminn með þessum hætti? Íslenskir veitingamenn vinna líklega lengri vinnutíma en flestir og rekstur margra veitingastaða er í járnum. SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa unnið að því að renna styrkari stoðum undir veitingarekstur hér á landi, sem hefur verið algjör afgangsstærð í kjarasamningum hér á landi þar sem ekkert tillit er tekið til eðli rekstrarins, starfsumhverfisins eða slíkra þátta. Við stofnun stéttarfélagsins Virðingar, sem eru samtök starfsfólk veitingastaða, var gerður löglegur kjarasamningur sem miðar að því að hækka laun fastráðsins starfsfólks á kostnað ungs fólks sem vinnur stakar vaktir í stuttan tíma og heldur síðan sína leið. Slíkir samningar eru í gildi á hinum Norðurlöndunum og löngu kominn tími til að þeir tækju gildi hér. Þetta getur Efling ekki sætt sig við. Ástæðan er einföld og skýrist líklega best með þessari mynd og er frá Eflingu: Já, Efling er ekki aðeins að missa spón úr sínum aski, Efling er að missa mjög stóran spón. Mörg hundruð milljón krónur hverfa úr félagssjóðum Eflingar við það að aðilar á veitingamarkaði semji sín á milli, en ekki við Eflingu. Efing, sem vel að merkja, hafnaði að semja við SVEIT. Það er ekki velferð starfsfólks sem ræður för hjá Eflingu, enda hafa forsvarsmenn verkalýðsfélagsins hótað að keyra veitingastaði í þrot, þar sem fjöldi starfsmanna í Eflingu vinnur. Efling hefur skellt skollaeyrum við bónum starfsmanna í Eflingu sem hafa beðið um að starfsöryggi þeirra sé ekki sett í voða. Nei, formaður Eflingar hefur sagt að svo lengi sem grunur sé um einn, einn, starfsmann á veitingastað sem sé ekki í Eflingu, þá verði reynt að keyra þann stað í gjaldþrot. Svo mikil er virðingin fyrir félagafrelsi, samningsfrelsi og starfsöryggi starfsmanna veitingastaða hjá Eflingu sem kallar stéttarfélagið Virðingu gervistéttarfélag. Sannleikurinn virðist sá að það eina sem er gervi, er gerviverkalýðsfélagið Efling. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalgeir Ásvaldsson Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það var með ólíkindum að horfa upp á það siðleysi sem forsvarsmenn Eflingar sýndu um nýliðna helgi, þegar þeir réðust með ósvífnum hætti inn á veitingastað í Kringlunni með skrílslæti, hávaða og látum. Í gulum vestum með gjallarhorn var öskrað á gesti staðarins og þá sem fyrir framan hann voru, að snæða ekki á staðnum. Ástæðan? Forsvarsmenn Eflingar grunar að einhverjir í starfsliði veitingastaðarins séu mögulega í öðru stéttarfélagi en Eflingu. Gleymt er félagafrelsi í landinu. Gleymd eru lög landsins. Gleymd er virðing fyrir frjálsum samningum. Gleymt er almennt siðferði. Opinber vitneskja er um að eigandi og starfsmaður staðarins glímir við afar erfið og lífshættuleg veikindi, enda hefur hann tjáð sig um það í nokkrum viðtölum í íslenskum fjölmiðlum. Þeir sem eiga í slíkum veikindum mega síst við uppnámi, áreiti og árásum. En það er í takt við aðferðir Eflingar að ráðast á þá sem eiga erfiðara að bera hönd fyrir höfuð sér. Allt er leyfilegt í þeim herbúðum, svo lengi sem það vekur athygli, vekur ótta, skelfingu og uppnám. Orðræða forsvarsmanna Eflingar hefur verið með ólíkindum og einkennst af upphrópunum, ósannindum, hótunum, útúrsnúningi og er treyst á hið fornkveðna að lygin hafi ferðast um hálfan hnöttinn áður en sannleikurinn hafi reimað á sig skóna. Einn stjórnarmanna Eflingar hefur líkt íslenskum veitingamönnum við sníkjudýr og spillta auðmenn sem geri ekki handtak á vinnustað. Í hvaða heimi lifir þetta fólk sem sér heiminn með þessum hætti? Íslenskir veitingamenn vinna líklega lengri vinnutíma en flestir og rekstur margra veitingastaða er í járnum. SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa unnið að því að renna styrkari stoðum undir veitingarekstur hér á landi, sem hefur verið algjör afgangsstærð í kjarasamningum hér á landi þar sem ekkert tillit er tekið til eðli rekstrarins, starfsumhverfisins eða slíkra þátta. Við stofnun stéttarfélagsins Virðingar, sem eru samtök starfsfólk veitingastaða, var gerður löglegur kjarasamningur sem miðar að því að hækka laun fastráðsins starfsfólks á kostnað ungs fólks sem vinnur stakar vaktir í stuttan tíma og heldur síðan sína leið. Slíkir samningar eru í gildi á hinum Norðurlöndunum og löngu kominn tími til að þeir tækju gildi hér. Þetta getur Efling ekki sætt sig við. Ástæðan er einföld og skýrist líklega best með þessari mynd og er frá Eflingu: Já, Efling er ekki aðeins að missa spón úr sínum aski, Efling er að missa mjög stóran spón. Mörg hundruð milljón krónur hverfa úr félagssjóðum Eflingar við það að aðilar á veitingamarkaði semji sín á milli, en ekki við Eflingu. Efing, sem vel að merkja, hafnaði að semja við SVEIT. Það er ekki velferð starfsfólks sem ræður för hjá Eflingu, enda hafa forsvarsmenn verkalýðsfélagsins hótað að keyra veitingastaði í þrot, þar sem fjöldi starfsmanna í Eflingu vinnur. Efling hefur skellt skollaeyrum við bónum starfsmanna í Eflingu sem hafa beðið um að starfsöryggi þeirra sé ekki sett í voða. Nei, formaður Eflingar hefur sagt að svo lengi sem grunur sé um einn, einn, starfsmann á veitingastað sem sé ekki í Eflingu, þá verði reynt að keyra þann stað í gjaldþrot. Svo mikil er virðingin fyrir félagafrelsi, samningsfrelsi og starfsöryggi starfsmanna veitingastaða hjá Eflingu sem kallar stéttarfélagið Virðingu gervistéttarfélag. Sannleikurinn virðist sá að það eina sem er gervi, er gerviverkalýðsfélagið Efling. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun