Mjólkursvindl í skjóli ríkisstjórnarflokkanna Árni Páll Árnason skrifar 30. september 2014 07:00 Úrskurður Samkeppniseftirlitsins í mjólkurmálinu markar tímamót. Mjólkursamsalan hefur í krafti undanþágu fyrirtækisins frá sumum ákvæðum samkeppnislaga getað haft samráð við aðrar afurðastöðvar um verð og tekið yfir fleiri og fleiri afurðastöðvar, án þess að hömlur samkeppnislaga við samrunum kæmu í veg fyrir það. En Mjólkursamsalan og tengd fyrirtæki hafa gengið lengra og túlkað undanþáguna á þann veg að hún leyfi þeim öll bolabrögð sem hægt er að hugsa sér í samkeppni. Samkeppniseftirlitið kemst að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. Mjólkursamsalan geti ekki á grundvelli afmarkaðrar undanþágu farið fram með óforskammaðri misnotkun á markaðsráðandi stöðu, eins og í samskiptunum við Mjólku og Kú. Það er mjög gott að sjá. Við í Samfylkingunni höfum um árabil talað gegn þeirri fákeppnishugsun sem einkennir lagaumgjörð mjólkurvinnslunnar og talið að aukin samkeppni myndi auka verðmætasköpun í greininni, bæta hag bænda og skila neytendum betra vöruúrvali. Í þeim anda lögðum við til á Alþingi í apríl 2011 að undanþágan illræmda yrði afnumin. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru athyglisverðar. Einu stuðningsmenn málsins voru þingmenn Samfylkingarinnar. Allir aðrir þingmenn – margir hverjir sjálfskipaðir talsmenn viðskiptafrelsis sem tala sig hása um ágæti þess á tyllidögum – slógu skjaldborg um fákeppnina og úrelt viðskiptaumhverfi. Allir viðstaddir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG greiddu atkvæði gegn tillögunni. Við munum nú endurflytja þessa tillögu. Það er uppörvandi að sjá ýmsa þingmenn ríkisstjórnarflokkanna lýsa yfir andstöðu við undanþáguna nú síðustu daga. Það verður gaman að sjá hvort sá nýfæddi stuðningur við frjálsa samkeppni dugar alla leið til atkvæðagreiðslu í þingsal. Nú reynir á ríkisstjórnarflokkana. Helgi Hjörvar hefur þegar lýst því að hann endurflytji tillöguna. Við hljótum, í ljósi nýjustu tíðinda, að vænta þess að fá fleiri með í lið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Úrskurður Samkeppniseftirlitsins í mjólkurmálinu markar tímamót. Mjólkursamsalan hefur í krafti undanþágu fyrirtækisins frá sumum ákvæðum samkeppnislaga getað haft samráð við aðrar afurðastöðvar um verð og tekið yfir fleiri og fleiri afurðastöðvar, án þess að hömlur samkeppnislaga við samrunum kæmu í veg fyrir það. En Mjólkursamsalan og tengd fyrirtæki hafa gengið lengra og túlkað undanþáguna á þann veg að hún leyfi þeim öll bolabrögð sem hægt er að hugsa sér í samkeppni. Samkeppniseftirlitið kemst að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. Mjólkursamsalan geti ekki á grundvelli afmarkaðrar undanþágu farið fram með óforskammaðri misnotkun á markaðsráðandi stöðu, eins og í samskiptunum við Mjólku og Kú. Það er mjög gott að sjá. Við í Samfylkingunni höfum um árabil talað gegn þeirri fákeppnishugsun sem einkennir lagaumgjörð mjólkurvinnslunnar og talið að aukin samkeppni myndi auka verðmætasköpun í greininni, bæta hag bænda og skila neytendum betra vöruúrvali. Í þeim anda lögðum við til á Alþingi í apríl 2011 að undanþágan illræmda yrði afnumin. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru athyglisverðar. Einu stuðningsmenn málsins voru þingmenn Samfylkingarinnar. Allir aðrir þingmenn – margir hverjir sjálfskipaðir talsmenn viðskiptafrelsis sem tala sig hása um ágæti þess á tyllidögum – slógu skjaldborg um fákeppnina og úrelt viðskiptaumhverfi. Allir viðstaddir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG greiddu atkvæði gegn tillögunni. Við munum nú endurflytja þessa tillögu. Það er uppörvandi að sjá ýmsa þingmenn ríkisstjórnarflokkanna lýsa yfir andstöðu við undanþáguna nú síðustu daga. Það verður gaman að sjá hvort sá nýfæddi stuðningur við frjálsa samkeppni dugar alla leið til atkvæðagreiðslu í þingsal. Nú reynir á ríkisstjórnarflokkana. Helgi Hjörvar hefur þegar lýst því að hann endurflytji tillöguna. Við hljótum, í ljósi nýjustu tíðinda, að vænta þess að fá fleiri með í lið.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar