Vondir útlendingar Stjórnarmaðurinn skrifar 1. október 2014 15:00 Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með útboðsferli Isavia í tengslum við verslunarrými á Keflavíkurflugvelli. Kaffitár er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið með aðstöðu í Leifsstöð, og raunar er það fastur liður hjá stjórnarmanninum að stoppa í einn tvöfaldan áður en hann fer í morgunflug. Stjórnarmaðurinn las því af athygli grein forstjóra Kaffitárs í Markaðnum í síðustu viku, þar sem hún gagnrýndi fyrirkomulag við útboðsferlið, og að til standi að gera samning við „alþjóðlegt stórfyrirtæki sem rekur um þrjú þúsund verslanir og sérhæfir sig í rekstri í flugstöðvum”. Í tengslum við útboðsferlið hefur jafnframt komið fram að danska kaffihúsakeðjan Joe & the Juice sé eitt þeirra fyrirtækja sem fái pláss í flugstöðinni, og þá væntanlega sem undirleigutaki hjá fyrrnefndu alþjóðlegu stórfyrirtæki. Fréttir hafa verið sagðar af því að þetta fari fyrir brjóstið á þeim sem fyrir eru á fleti, enda þyki skorta á íslenskan varning og áherslur hjá Joe & the Juice. Forstjóri Kaffitárs og kollegar hennar spila þarna út þekktu spili, sem sumir myndu kalla útlendingsspilið, og gefa í skyn að Isavia sé að bregðast þjóð sinni. Rétt hefði verið að úthluta leiguplássum í fríhöfninni á þjóðernislegum forsendum. Stjórnarmaðurinn er sem fyrr segir aðdáandi Kaffitárs, enda fyrirtækið eitt þeirra sem þakka má þá framúrskarandi kaffimenningu sem nú þrífst á Íslandi. Hann er þó ósammála því að sérstök þjóðernisrök eigi að ráða för þegar verslunarplássi er úthlutað. Þess utan er hæpið að segja Kaffitár að einhverju leyti „íslenskara“ en til dæmis Joe & the Juice. Kaffitár er tiltölulega hefðbundin kaffihúsakeðja að erlendri fyrirmynd – stjórnarmaðurinn veit a.m.k. ekki til þess að hafin sé kaffibaunarækt í ylhúsum í Hveragerði. Með sömu rökum er hæpið að kalla Joe & the Juice „danska kaffihúsakeðju”, enda íslensk útgáfa þess ágæta staðar rekin af hérlendu rekstrarfélagi, með íslenska kennitölu og höfuðstöðvar, þótt félagið borgi vafalaust erlendu eignarhaldsfélagi mánaðarlegt leyfisgjald. Við skulum því anda rólega, og fagna því að „alþjóðlegt stórfyrirtæki” sækist eftir því að stunda viðskipti hér á landi.Að gleypa fréttatilkynningu Stjórnarmanninum hefur lengi þótt vanta ákafann í íslenska viðskiptablaðamenn, enda virðist nokkuð landlægt í þeirri ágætu stétt að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Því kom honum ekki á óvart að sjá einfaldar fyrirsagnir á borð við „MP banki selur MP Pension Fund Baltic”, þegar greint var frá sölu MP banka á litháísku dótturfélagi sínu. Þarna vantaði að menn spyrðu sig hvers vegna bankinn losaði þessa erlendu eign sína, sem á tíma gjaldeyrishafta hlýtur að teljast nokkuð eftirsóknarverð. Kannski hefði eðlilegri fyrirsögn verið eitthvað á þessa leið:„Vantar MP banka reiðufé?“ Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Fimm dagar og 630 þúsund krónur Stjórnarmaðurinn staðnæmdist við orð Huga Halldórssonar, framkvæmdastjóra Stórveldisins, í Viðskiptablaðinu nú í vikunni. Hugi kvartaði þar undan því að þurfa að stofna einkahlutafélög í gríð og erg vegna endurgreiðslna frá stjórnvöldum á kostnaði við innlenda framleiðslu á afþreyingarefni. 24. september 2014 11:00 „Hækkun á virðisaukaskatti á bækur fer illa saman við yfirlýsta stefnu stjórnvalda" Stjórn Kennarasambands Íslands mótmælir harðlega áformum stjórnvalda að hækka lægra þrep virðisaukaskatts úr 7% í 12% en þetta kemur fram í ályktun frá KÍ. 19. september 2014 13:36 Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með útboðsferli Isavia í tengslum við verslunarrými á Keflavíkurflugvelli. Kaffitár er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið með aðstöðu í Leifsstöð, og raunar er það fastur liður hjá stjórnarmanninum að stoppa í einn tvöfaldan áður en hann fer í morgunflug. Stjórnarmaðurinn las því af athygli grein forstjóra Kaffitárs í Markaðnum í síðustu viku, þar sem hún gagnrýndi fyrirkomulag við útboðsferlið, og að til standi að gera samning við „alþjóðlegt stórfyrirtæki sem rekur um þrjú þúsund verslanir og sérhæfir sig í rekstri í flugstöðvum”. Í tengslum við útboðsferlið hefur jafnframt komið fram að danska kaffihúsakeðjan Joe & the Juice sé eitt þeirra fyrirtækja sem fái pláss í flugstöðinni, og þá væntanlega sem undirleigutaki hjá fyrrnefndu alþjóðlegu stórfyrirtæki. Fréttir hafa verið sagðar af því að þetta fari fyrir brjóstið á þeim sem fyrir eru á fleti, enda þyki skorta á íslenskan varning og áherslur hjá Joe & the Juice. Forstjóri Kaffitárs og kollegar hennar spila þarna út þekktu spili, sem sumir myndu kalla útlendingsspilið, og gefa í skyn að Isavia sé að bregðast þjóð sinni. Rétt hefði verið að úthluta leiguplássum í fríhöfninni á þjóðernislegum forsendum. Stjórnarmaðurinn er sem fyrr segir aðdáandi Kaffitárs, enda fyrirtækið eitt þeirra sem þakka má þá framúrskarandi kaffimenningu sem nú þrífst á Íslandi. Hann er þó ósammála því að sérstök þjóðernisrök eigi að ráða för þegar verslunarplássi er úthlutað. Þess utan er hæpið að segja Kaffitár að einhverju leyti „íslenskara“ en til dæmis Joe & the Juice. Kaffitár er tiltölulega hefðbundin kaffihúsakeðja að erlendri fyrirmynd – stjórnarmaðurinn veit a.m.k. ekki til þess að hafin sé kaffibaunarækt í ylhúsum í Hveragerði. Með sömu rökum er hæpið að kalla Joe & the Juice „danska kaffihúsakeðju”, enda íslensk útgáfa þess ágæta staðar rekin af hérlendu rekstrarfélagi, með íslenska kennitölu og höfuðstöðvar, þótt félagið borgi vafalaust erlendu eignarhaldsfélagi mánaðarlegt leyfisgjald. Við skulum því anda rólega, og fagna því að „alþjóðlegt stórfyrirtæki” sækist eftir því að stunda viðskipti hér á landi.Að gleypa fréttatilkynningu Stjórnarmanninum hefur lengi þótt vanta ákafann í íslenska viðskiptablaðamenn, enda virðist nokkuð landlægt í þeirri ágætu stétt að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Því kom honum ekki á óvart að sjá einfaldar fyrirsagnir á borð við „MP banki selur MP Pension Fund Baltic”, þegar greint var frá sölu MP banka á litháísku dótturfélagi sínu. Þarna vantaði að menn spyrðu sig hvers vegna bankinn losaði þessa erlendu eign sína, sem á tíma gjaldeyrishafta hlýtur að teljast nokkuð eftirsóknarverð. Kannski hefði eðlilegri fyrirsögn verið eitthvað á þessa leið:„Vantar MP banka reiðufé?“ Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Fimm dagar og 630 þúsund krónur Stjórnarmaðurinn staðnæmdist við orð Huga Halldórssonar, framkvæmdastjóra Stórveldisins, í Viðskiptablaðinu nú í vikunni. Hugi kvartaði þar undan því að þurfa að stofna einkahlutafélög í gríð og erg vegna endurgreiðslna frá stjórnvöldum á kostnaði við innlenda framleiðslu á afþreyingarefni. 24. september 2014 11:00 „Hækkun á virðisaukaskatti á bækur fer illa saman við yfirlýsta stefnu stjórnvalda" Stjórn Kennarasambands Íslands mótmælir harðlega áformum stjórnvalda að hækka lægra þrep virðisaukaskatts úr 7% í 12% en þetta kemur fram í ályktun frá KÍ. 19. september 2014 13:36 Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Fimm dagar og 630 þúsund krónur Stjórnarmaðurinn staðnæmdist við orð Huga Halldórssonar, framkvæmdastjóra Stórveldisins, í Viðskiptablaðinu nú í vikunni. Hugi kvartaði þar undan því að þurfa að stofna einkahlutafélög í gríð og erg vegna endurgreiðslna frá stjórnvöldum á kostnaði við innlenda framleiðslu á afþreyingarefni. 24. september 2014 11:00
„Hækkun á virðisaukaskatti á bækur fer illa saman við yfirlýsta stefnu stjórnvalda" Stjórn Kennarasambands Íslands mótmælir harðlega áformum stjórnvalda að hækka lægra þrep virðisaukaskatts úr 7% í 12% en þetta kemur fram í ályktun frá KÍ. 19. september 2014 13:36