Útverðir Íslands Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 1. október 2014 07:45 Íslendingar hafa ávallt verið víðförul þjóð og er vandfundinn sá kimi jarðar þar sem við höfum ekki stungið niður fæti við leik, nám eða störf. Smávaxin utanríkisþjónusta eins og okkar, sem hefur það að forgangsmáli að gæta öryggis og hagsmuna Íslendinga erlendis, mætti sín lítils ef við nytum ekki liðsinnis þéttriðins nets ræðismanna okkar víða um veröld. Á hverjum einasta degi, allan ársins hring getur utanríkisþjónustan reitt sig á þá 243 ræðismenn Íslands sem nú eru starfandi í 89 þjóðlöndum. Sinna þeir störfum í þágu lands og þjóðar án þess að þiggja fyrir það laun og í flestum tilvikum eru ræðismenn Íslands erlendir ríkisborgarar sem eru boðnir og búnir að leggja á sig ómælt erfiði í sjálfboðavinnu við að rétta Íslendingum hjálparhönd ef þess er óskað. Í hverri viku koma upp mál þar sem reynir á útsjónarsemi utanríkisþjónustunnar við að koma fólki til aðstoðar og oftar en ekki reiðum við okkur á þessa frábæru menn og konur sem skirrast ekki við að leggja á sig margra daga ferðalög til að heimsækja þá samborgara okkar sem villst hafa af lífsins leið eða veita þeim aðstoð sem um sárt eiga að binda. Eðli málsins samkvæmt fara þessi mál hljótt en úrlausn þeirra er eitt mikilvægasta viðfangsefnið sem okkur er falið. Ræðismennirnir eru þannig hinn framlengdi armur Íslands á staðnum og er það ómetanlegt að geta reitt okkur á aðstoð ræðismannanetsins þegar þörfin er brýn. Þá má fullyrða að ræðismenn okkar og tengsl þeirra í heimaríkjum sínum hafi reynst ákaflega vel fyrir íslenskan útflutningsiðnað og viðskipti í gegnum tíðina og mýmörg dæmi um opnun markaðstækifæra fyrir tilstuðlan þeirra. Á morgun býð ég velkomna hingað til lands 136 ræðismenn Íslands sem lagt hafa undir sig langt ferðalag á eigin kostnað til að kynnast betur landi og þjóð á sjöundu ræðismannastefnunni sem haldin er í Hörpu nú í vikunni. Síðast var slík ráðstefna haldin árið 2006 og er hefð fyrir því að halda ræðismannaráðstefnu á fimm ára fresti. Það hefur dregist um þrjú ár af skiljanlegum ástæðum. Er það ríkisstjórninni sérstakt fagnaðarefni að taka vel á móti þessum útvörðum Íslands og sýna þakklæti okkar í verki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa ávallt verið víðförul þjóð og er vandfundinn sá kimi jarðar þar sem við höfum ekki stungið niður fæti við leik, nám eða störf. Smávaxin utanríkisþjónusta eins og okkar, sem hefur það að forgangsmáli að gæta öryggis og hagsmuna Íslendinga erlendis, mætti sín lítils ef við nytum ekki liðsinnis þéttriðins nets ræðismanna okkar víða um veröld. Á hverjum einasta degi, allan ársins hring getur utanríkisþjónustan reitt sig á þá 243 ræðismenn Íslands sem nú eru starfandi í 89 þjóðlöndum. Sinna þeir störfum í þágu lands og þjóðar án þess að þiggja fyrir það laun og í flestum tilvikum eru ræðismenn Íslands erlendir ríkisborgarar sem eru boðnir og búnir að leggja á sig ómælt erfiði í sjálfboðavinnu við að rétta Íslendingum hjálparhönd ef þess er óskað. Í hverri viku koma upp mál þar sem reynir á útsjónarsemi utanríkisþjónustunnar við að koma fólki til aðstoðar og oftar en ekki reiðum við okkur á þessa frábæru menn og konur sem skirrast ekki við að leggja á sig margra daga ferðalög til að heimsækja þá samborgara okkar sem villst hafa af lífsins leið eða veita þeim aðstoð sem um sárt eiga að binda. Eðli málsins samkvæmt fara þessi mál hljótt en úrlausn þeirra er eitt mikilvægasta viðfangsefnið sem okkur er falið. Ræðismennirnir eru þannig hinn framlengdi armur Íslands á staðnum og er það ómetanlegt að geta reitt okkur á aðstoð ræðismannanetsins þegar þörfin er brýn. Þá má fullyrða að ræðismenn okkar og tengsl þeirra í heimaríkjum sínum hafi reynst ákaflega vel fyrir íslenskan útflutningsiðnað og viðskipti í gegnum tíðina og mýmörg dæmi um opnun markaðstækifæra fyrir tilstuðlan þeirra. Á morgun býð ég velkomna hingað til lands 136 ræðismenn Íslands sem lagt hafa undir sig langt ferðalag á eigin kostnað til að kynnast betur landi og þjóð á sjöundu ræðismannastefnunni sem haldin er í Hörpu nú í vikunni. Síðast var slík ráðstefna haldin árið 2006 og er hefð fyrir því að halda ræðismannaráðstefnu á fimm ára fresti. Það hefur dregist um þrjú ár af skiljanlegum ástæðum. Er það ríkisstjórninni sérstakt fagnaðarefni að taka vel á móti þessum útvörðum Íslands og sýna þakklæti okkar í verki.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun