Kaupum skattagögnin Elín Hirst skrifar 7. október 2014 09:22 Skattrannsóknarstjóri hefur nýlega sent fjármálaráðuneytinu sýnishorn af erlendum skattaupplýsingum með nöfnum fjölda Íslendinga sem eiga fjármuni í svokölluðum skattaskjólum. Að sögn skattrannsóknarstjóra gefa þau vísbendingar um skattaundanskot. Nú er það í höndum skattrannsóknarstjóra og fjármálaráðuneytisins að ákveða hvort kaupa eigi þessi gögn. Skattaskjól finnast víða um heim, og má þar nefna staði eins og Bresku Jómfrúreyjar og Cayman-eyjar. Vísbendingar eru um að skipulögð skattsvik í svokölluðum skattaparadísum hafi aukist mjög á undanförnum árum. Skattsvik eru refsiverð afbrot og valda skaða í mörgu tilliti. Skattbyrðin leggst þyngra á aðra, samkeppnisstaða fyrirtækja skekkist og minna svigrúm er til almennra skattalækkana. Það eru því brýnir almannahagsmunir að ráðast gegn skattsvikum og má taka undir þá skoðun fjármálaráðherra að nota eigi öll tiltæk ráð til þess að uppræta skattsvik. Því getur það verið nauðsynlegt að beita aðferðum eins og að kaupa gögn af þeim toga sem skattrannsóknarstjóri og fjármálaráðuneytið hafa nú til skoðunar. Önnur lönd eins og Þýskaland og Bandaríkin hafa farið svipaðar leiðir, en reynsla þeirra sýnir að fjárfesting í þessum gögnum skilar sér margfalt til baka í endurheimtum sköttum. Fylgi íslensk stjórnvöld því fordæmi mun það virka sem hvatning á þá sem geyma fé í skattskjólum til að gefa sig fram og greiða sína skatta, vitandi að þeir muni ella sæta rannsókn skattyfirvalda og hugsanlega þungum refsiviðurlögum í kjölfarið. Fjármálaráðherra telur sterklega koma til greina að kaupa þessi gögn og tek ég heilshugar undir það mat hans. Ég myndi reyndar taka enn dýpra í árinni. Gefi þessi gögn vísbendingar um skattaundanskot Íslendinga, eins og skattrannsóknarstjóri telur, hvílir sú skylda á íslenskum yfirvöldum að útvega þessi gögn eftir öllum tiltækum leiðum. Fjármálaráðherra hefur til dæmis bent á að kaup á gögnunum gætu krafist sérstakrar lagasetningar. Ég er viss um að breið samstaða verður á Alþingi um þá afgreiðslu, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir ríkissjóð og þjóðarhag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur nýlega sent fjármálaráðuneytinu sýnishorn af erlendum skattaupplýsingum með nöfnum fjölda Íslendinga sem eiga fjármuni í svokölluðum skattaskjólum. Að sögn skattrannsóknarstjóra gefa þau vísbendingar um skattaundanskot. Nú er það í höndum skattrannsóknarstjóra og fjármálaráðuneytisins að ákveða hvort kaupa eigi þessi gögn. Skattaskjól finnast víða um heim, og má þar nefna staði eins og Bresku Jómfrúreyjar og Cayman-eyjar. Vísbendingar eru um að skipulögð skattsvik í svokölluðum skattaparadísum hafi aukist mjög á undanförnum árum. Skattsvik eru refsiverð afbrot og valda skaða í mörgu tilliti. Skattbyrðin leggst þyngra á aðra, samkeppnisstaða fyrirtækja skekkist og minna svigrúm er til almennra skattalækkana. Það eru því brýnir almannahagsmunir að ráðast gegn skattsvikum og má taka undir þá skoðun fjármálaráðherra að nota eigi öll tiltæk ráð til þess að uppræta skattsvik. Því getur það verið nauðsynlegt að beita aðferðum eins og að kaupa gögn af þeim toga sem skattrannsóknarstjóri og fjármálaráðuneytið hafa nú til skoðunar. Önnur lönd eins og Þýskaland og Bandaríkin hafa farið svipaðar leiðir, en reynsla þeirra sýnir að fjárfesting í þessum gögnum skilar sér margfalt til baka í endurheimtum sköttum. Fylgi íslensk stjórnvöld því fordæmi mun það virka sem hvatning á þá sem geyma fé í skattskjólum til að gefa sig fram og greiða sína skatta, vitandi að þeir muni ella sæta rannsókn skattyfirvalda og hugsanlega þungum refsiviðurlögum í kjölfarið. Fjármálaráðherra telur sterklega koma til greina að kaupa þessi gögn og tek ég heilshugar undir það mat hans. Ég myndi reyndar taka enn dýpra í árinni. Gefi þessi gögn vísbendingar um skattaundanskot Íslendinga, eins og skattrannsóknarstjóri telur, hvílir sú skylda á íslenskum yfirvöldum að útvega þessi gögn eftir öllum tiltækum leiðum. Fjármálaráðherra hefur til dæmis bent á að kaup á gögnunum gætu krafist sérstakrar lagasetningar. Ég er viss um að breið samstaða verður á Alþingi um þá afgreiðslu, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir ríkissjóð og þjóðarhag.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun