Stendur þú skil á þínu? Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 17. október 2014 07:00 Í vor var ég á fundi með nokkrum félagsmönnum í Samtökum iðnaðarins þegar ég var spurð eftirfarandi spurningar: „Hvernig ætlar þú að útrýma svartri atvinnustarfsemi nú þegar þú ert orðin formaður SI?“ Ég verð að viðurkenna að mér varð orða vant eitt augnablik enda stórt spurt. Svört atvinnustarfsemi er ákveðið þjóðarmein sem hefur verið viðloðandi íslenska viðskiptahætti svo lengi sem elstu menn muna. Það er þjóðarmein þegar einhverjir telja sig yfir það hafna að greiða til samfélagsins sanngjarnan hluta af tekjum sínum. Fjármuni sem skila sér síðan aftur til okkar í formi sjúkrahúsa, elliheimila, leik- og grunnskóla og vegakerfis svo fátt eitt sé nefnt. Talið er að tekjutap hins opinbera vegna skattsvika hér á landi nemi nálægt 70 milljörðum á hverju einasta ári. Fyrir þá fjárhæð væri t.d. hægt að byggja nýjan Landspítala, leggja hefðbundinn þjóðveg hringinn í kringum landið, fjármagna rekstur Háskóla Íslands í 4 ár eða reka alla almenna heilsugæslu í tvö ár. Síðast en ekki síst gætum við lækkað skattaálögur á einstaklinga um 36% fyrir þessa fjárhæð. Með öðrum orðum, hinn almenni borgari er í dag að greiða með svartri atvinnustarfsemi vegna örfárra einstaklinga sem taka ekki þátt í að skapa þá velferð sem þeir sjálfir vilja lifa við. Þeim finnst í lagi að einhverjir aðrir beri þær byrðar … bara ekki ég. Á þessum fyrrnefnda fundi í vor svaraði ég því þannig til að ég, ein og sér, gæti aldrei útrýmt svartri atvinnustarfsemi. Til þess að koma í veg fyrir svarta vinnu þarf hugarfarsbreytingu okkar allra. Við þurfum að hætta að kaupa vörur og þjónustu af aðilum sem ekki vilja greiða lögbundinn skatt af því. Við þurfum að beina viðskiptum okkar til þeirra fjölmörgu aðila sem starfa af heiðarleika í þessu landi og leggja sig fram um að standa skil á sínu. Svört vinna er ólögleg. Svört atvinnustarfsemi er svik. Launamenn eiga að njóta lögbundinna réttinda af vinnu sinni. Samtök iðnaðarins berjast fyrir sanngjörnum og heiðarlegum viðskiptaháttum og hvetja landsmenn til að sniðganga þá atvinnustarfsemi sem ekki er uppi á borðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Skoðun Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Í vor var ég á fundi með nokkrum félagsmönnum í Samtökum iðnaðarins þegar ég var spurð eftirfarandi spurningar: „Hvernig ætlar þú að útrýma svartri atvinnustarfsemi nú þegar þú ert orðin formaður SI?“ Ég verð að viðurkenna að mér varð orða vant eitt augnablik enda stórt spurt. Svört atvinnustarfsemi er ákveðið þjóðarmein sem hefur verið viðloðandi íslenska viðskiptahætti svo lengi sem elstu menn muna. Það er þjóðarmein þegar einhverjir telja sig yfir það hafna að greiða til samfélagsins sanngjarnan hluta af tekjum sínum. Fjármuni sem skila sér síðan aftur til okkar í formi sjúkrahúsa, elliheimila, leik- og grunnskóla og vegakerfis svo fátt eitt sé nefnt. Talið er að tekjutap hins opinbera vegna skattsvika hér á landi nemi nálægt 70 milljörðum á hverju einasta ári. Fyrir þá fjárhæð væri t.d. hægt að byggja nýjan Landspítala, leggja hefðbundinn þjóðveg hringinn í kringum landið, fjármagna rekstur Háskóla Íslands í 4 ár eða reka alla almenna heilsugæslu í tvö ár. Síðast en ekki síst gætum við lækkað skattaálögur á einstaklinga um 36% fyrir þessa fjárhæð. Með öðrum orðum, hinn almenni borgari er í dag að greiða með svartri atvinnustarfsemi vegna örfárra einstaklinga sem taka ekki þátt í að skapa þá velferð sem þeir sjálfir vilja lifa við. Þeim finnst í lagi að einhverjir aðrir beri þær byrðar … bara ekki ég. Á þessum fyrrnefnda fundi í vor svaraði ég því þannig til að ég, ein og sér, gæti aldrei útrýmt svartri atvinnustarfsemi. Til þess að koma í veg fyrir svarta vinnu þarf hugarfarsbreytingu okkar allra. Við þurfum að hætta að kaupa vörur og þjónustu af aðilum sem ekki vilja greiða lögbundinn skatt af því. Við þurfum að beina viðskiptum okkar til þeirra fjölmörgu aðila sem starfa af heiðarleika í þessu landi og leggja sig fram um að standa skil á sínu. Svört vinna er ólögleg. Svört atvinnustarfsemi er svik. Launamenn eiga að njóta lögbundinna réttinda af vinnu sinni. Samtök iðnaðarins berjast fyrir sanngjörnum og heiðarlegum viðskiptaháttum og hvetja landsmenn til að sniðganga þá atvinnustarfsemi sem ekki er uppi á borðum.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun