Sænska þjóðin er að uppgötva Lars upp á nýtt Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. október 2014 08:00 Lars Lagerbäck er einn vinsælasti maður á Íslandi í dag og hann nýtur nú meiri virðingar í Svíþjóð en áður vegna stöðu Íslands. vísir/Anton Þó það séu komin fjögur ár síðan Lars Lagerbäck hætti störfum sem landsliðsþjálfari Svía fylgjast samlandar hans enn grannt með því sem hann gerir, nú sérstaklega þegar íslenska landsliðið er á toppi A-riðils undankeppni EM 2016 með fullt hús stiga og markatöluna 8-0.Olof Lundh, íþróttafréttamaður hjá TV4 í Svíþjóð, sem hefur fylgt sænska landsliðinu eftir um árabil, segir tíma hafa verið kominn á Lars í Svíþjóð. „Þegar hann var með landsliðið hér var hann mjög virtur í langan tíma, en undir lokin var fólk orðið þreytt á fótboltanum sem hann spilaði. Því fannst hann ekki nógu sóknarsinnaður. Hann stýrði liðinu náttúrulega í 13 ár og fólk vildi breytingar,“ segir Lund, en nú eru Svíar að uppgötva Lars upp á nýtt, bæði í gegnum starf hans með íslenska landsliðinu og í sjónvarpinu. „Hann nýtur enn meiri virðingar núna vegna þess sem hann er að gera með íslenska landsliðið. Hann víkur ekki frá sinni hugmyndafræði og spilar fótbolta á sinn hátt,“ segir Lund og heldur áfram: „Nú hefur hann einnig verið að starfa sem knattspyrnusérfræðingur á VIASAT í tengslum við Meistaradeildina. Þótt hann sé svolítið formlegur þar er hann orðinn mjög vinsæll. Sænska þjóðin er svolítið að kynnast honum aftur. Sumir sakna hans núna, sérstaklega í ljósi þess hvað íslenska liðið er að gera þessa dagana og það sænska komst ekki á HM og byrjar ekki vel núna.“ Lundh viðurkennir að honum hafi fundist kominn tími á að Lars stigi til hliðar, en segir að það megi deila um hvort það hafi verið rétt skref að ráða Eric Hamrén. „Þrettán ár eru langur tími og Svíar þurftu nýjan þjálfara. Kannski þurfti Lars líka nýtt umhverfi því leikmennirnir sem hann var með höfðu heyrt sömu röddina ansi lengi,“ segir hann og hlær við. Samband Lars við sænsku pressuna er víðfrægt, en það var ansi stirt á milli hans og sumra blaðamanna. Lundh segir það hafa byrjað strax eftir fyrsta leik. „Hann og Tommy Söderberg töpuðu fyrsta leik gegn Spáni, 4-0, og fyrirsagnirnar í sumum blöðunum voru ansi ljótar daginn eftir. Hann var opinn alveg í byrjun, en eftir þetta breyttist hann. Það voru vissir blaðamenn sem hann náði engan veginn saman við og það var oft mikil spenna á milli hans og pressunnar. Báðir aðilar átu sök í máli þarna,“ segir Lund, en hvað finnst honum um byrjun Íslands í undankeppninni? „Ég hefði aldrei trúað að Ísland myndi vinna Holland og hvað þá Tyrkland svona sannfærandi. Þið eruð með Gylfa Þór Sigurðsson sem er heimsklassa leikmaður, en liðið er ekki í heimsklassa. Það er virkilega virðingarvert að sjá hvað Lars hefur gert með þetta lið,“ segir Olof Lundh. - tom Íslenski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Þó það séu komin fjögur ár síðan Lars Lagerbäck hætti störfum sem landsliðsþjálfari Svía fylgjast samlandar hans enn grannt með því sem hann gerir, nú sérstaklega þegar íslenska landsliðið er á toppi A-riðils undankeppni EM 2016 með fullt hús stiga og markatöluna 8-0.Olof Lundh, íþróttafréttamaður hjá TV4 í Svíþjóð, sem hefur fylgt sænska landsliðinu eftir um árabil, segir tíma hafa verið kominn á Lars í Svíþjóð. „Þegar hann var með landsliðið hér var hann mjög virtur í langan tíma, en undir lokin var fólk orðið þreytt á fótboltanum sem hann spilaði. Því fannst hann ekki nógu sóknarsinnaður. Hann stýrði liðinu náttúrulega í 13 ár og fólk vildi breytingar,“ segir Lund, en nú eru Svíar að uppgötva Lars upp á nýtt, bæði í gegnum starf hans með íslenska landsliðinu og í sjónvarpinu. „Hann nýtur enn meiri virðingar núna vegna þess sem hann er að gera með íslenska landsliðið. Hann víkur ekki frá sinni hugmyndafræði og spilar fótbolta á sinn hátt,“ segir Lund og heldur áfram: „Nú hefur hann einnig verið að starfa sem knattspyrnusérfræðingur á VIASAT í tengslum við Meistaradeildina. Þótt hann sé svolítið formlegur þar er hann orðinn mjög vinsæll. Sænska þjóðin er svolítið að kynnast honum aftur. Sumir sakna hans núna, sérstaklega í ljósi þess hvað íslenska liðið er að gera þessa dagana og það sænska komst ekki á HM og byrjar ekki vel núna.“ Lundh viðurkennir að honum hafi fundist kominn tími á að Lars stigi til hliðar, en segir að það megi deila um hvort það hafi verið rétt skref að ráða Eric Hamrén. „Þrettán ár eru langur tími og Svíar þurftu nýjan þjálfara. Kannski þurfti Lars líka nýtt umhverfi því leikmennirnir sem hann var með höfðu heyrt sömu röddina ansi lengi,“ segir hann og hlær við. Samband Lars við sænsku pressuna er víðfrægt, en það var ansi stirt á milli hans og sumra blaðamanna. Lundh segir það hafa byrjað strax eftir fyrsta leik. „Hann og Tommy Söderberg töpuðu fyrsta leik gegn Spáni, 4-0, og fyrirsagnirnar í sumum blöðunum voru ansi ljótar daginn eftir. Hann var opinn alveg í byrjun, en eftir þetta breyttist hann. Það voru vissir blaðamenn sem hann náði engan veginn saman við og það var oft mikil spenna á milli hans og pressunnar. Báðir aðilar átu sök í máli þarna,“ segir Lund, en hvað finnst honum um byrjun Íslands í undankeppninni? „Ég hefði aldrei trúað að Ísland myndi vinna Holland og hvað þá Tyrkland svona sannfærandi. Þið eruð með Gylfa Þór Sigurðsson sem er heimsklassa leikmaður, en liðið er ekki í heimsklassa. Það er virkilega virðingarvert að sjá hvað Lars hefur gert með þetta lið,“ segir Olof Lundh. - tom
Íslenski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira