Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2014 07:00 Mikilvægt er að hefja skimun á ristil- og endaþarmskrabbameini sem fyrst. Sýnt hefur verið fram á að slík skimun lækkar dánartíðni hjá körlum um 73 prósent og hjá konum um 82 prósent. Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbameinið hjá Íslendingum og önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina. Að meðaltali greinast um 130 einstaklingar með krabbamein í ristli og endaþarmi á hverju ári og 52 deyja úr sjúkdóminum árlega. Ekki er vitað hvers vegna tíðni ristilkrabbameins hefur aukist svona hratt sem raun ber vitni.Eitt algengasta krabbameinið Nýgengi sjúkdómsins fer vaxandi samkvæmt nýlegri spá um nýgengi krabbameina á Norðurlöndum til 2020. Hér á landi er spáð fjölgun greindra tilvika um 85% hjá körlum en um 70% hjá konum. Ristilkrabbamein er eitt algengasta krabbameinið í Evrópu skv. nýlegum upplýsingum frá WHO Globocan, en það er hærra nýgengi en nýgengi lungakrabbameins. Áhættuþættir þessa sjúkdóms eru vel þekktir en þeir vega ekki allir jafn þungt. Flest krabbameinanna greinast hjá einstaklingum sem eru komnir yfir fimmtugt. Margir þeirra eru engu að síður á besta aldri þegar áfallið kemur. Árlega greinast um 50 einstaklingar með sjúkdóminn á aldrinum 45-65 ára.Skimun er hagkvæm forvörn Í mörg ár var deilt vel og lengi um réttmæti skimunar (kembileitar) og markvissra forvarna gegn krabbameini í ristli og endaþarmi. Ítarlegar og vandaðar rannsóknir hafa nú verið gerðar og niðurstöður þessara rannsókna benda eindregið til að með skipulagðri skimun fyrir ristilkrabbameini megi fækka dauðsföllum vegna þessa sjúkdóms um 15% til 40%. Jafnframt hefur verið sýnt fram á að leit að þessu krabbameini er hagkvæm forvarnaríhlutun. Þessum sömu aðferðum beita heilbrigðisyfirvöld víða í vaxandi mæli þegar teknar eru ákvarðanir um forgangsröðun í heilbrigðismálum.Kostnaður sem borgar sig Árlega kostar tæpan einn og hálfan milljarð að greina og meðhöndla þá rúmlega hundrað og þrjátíu einstaklinga sem greinast með ristilkrabbamein. Þá er ótalinn sá kostnaður sem til fellur vegna vinnutaps, minni þjóðfélagslegrar framleiðni einstaklinga og afleiður þess fyrir þjóðfélagið. Árlegur kostnaður við skimun hjá skilgreindum aldurshópum hér á Íslandi hefur verið áætlaður um 100 milljónir króna.Áríðandi að hefjast handa Eins og fyrr segir þá samþykkti Alþingi þingsályktun árið 2007 um að hefja skimun og þáverandi heilbrigðisráðherra var falið að undirbúa skimun. Áformað var að hefja skimun í ársbyrjun 2009. Ekki varð úr því en nú vinnur heilbrigðisráðherra að gerð krabbameinsáætlunar. Í raun erum við í sömu sporum hvað þetta varðar og fyrir 30 árum. Það er gríðarlega mikilvægt að ráðist sé í þetta verkefni án tafar. Kallað hefur verið eftir skimun fyrir ristilkrabbameini í áratug. Alþingi hefur ályktað um málið og sýnt hefur verið fram á kostnaðarhagræði auk þess sem hægt verður að bjarga mannslífum og lækka dánartíðni af völdum þessa illvíga sjúkdóms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að hefja skimun á ristil- og endaþarmskrabbameini sem fyrst. Sýnt hefur verið fram á að slík skimun lækkar dánartíðni hjá körlum um 73 prósent og hjá konum um 82 prósent. Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbameinið hjá Íslendingum og önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina. Að meðaltali greinast um 130 einstaklingar með krabbamein í ristli og endaþarmi á hverju ári og 52 deyja úr sjúkdóminum árlega. Ekki er vitað hvers vegna tíðni ristilkrabbameins hefur aukist svona hratt sem raun ber vitni.Eitt algengasta krabbameinið Nýgengi sjúkdómsins fer vaxandi samkvæmt nýlegri spá um nýgengi krabbameina á Norðurlöndum til 2020. Hér á landi er spáð fjölgun greindra tilvika um 85% hjá körlum en um 70% hjá konum. Ristilkrabbamein er eitt algengasta krabbameinið í Evrópu skv. nýlegum upplýsingum frá WHO Globocan, en það er hærra nýgengi en nýgengi lungakrabbameins. Áhættuþættir þessa sjúkdóms eru vel þekktir en þeir vega ekki allir jafn þungt. Flest krabbameinanna greinast hjá einstaklingum sem eru komnir yfir fimmtugt. Margir þeirra eru engu að síður á besta aldri þegar áfallið kemur. Árlega greinast um 50 einstaklingar með sjúkdóminn á aldrinum 45-65 ára.Skimun er hagkvæm forvörn Í mörg ár var deilt vel og lengi um réttmæti skimunar (kembileitar) og markvissra forvarna gegn krabbameini í ristli og endaþarmi. Ítarlegar og vandaðar rannsóknir hafa nú verið gerðar og niðurstöður þessara rannsókna benda eindregið til að með skipulagðri skimun fyrir ristilkrabbameini megi fækka dauðsföllum vegna þessa sjúkdóms um 15% til 40%. Jafnframt hefur verið sýnt fram á að leit að þessu krabbameini er hagkvæm forvarnaríhlutun. Þessum sömu aðferðum beita heilbrigðisyfirvöld víða í vaxandi mæli þegar teknar eru ákvarðanir um forgangsröðun í heilbrigðismálum.Kostnaður sem borgar sig Árlega kostar tæpan einn og hálfan milljarð að greina og meðhöndla þá rúmlega hundrað og þrjátíu einstaklinga sem greinast með ristilkrabbamein. Þá er ótalinn sá kostnaður sem til fellur vegna vinnutaps, minni þjóðfélagslegrar framleiðni einstaklinga og afleiður þess fyrir þjóðfélagið. Árlegur kostnaður við skimun hjá skilgreindum aldurshópum hér á Íslandi hefur verið áætlaður um 100 milljónir króna.Áríðandi að hefjast handa Eins og fyrr segir þá samþykkti Alþingi þingsályktun árið 2007 um að hefja skimun og þáverandi heilbrigðisráðherra var falið að undirbúa skimun. Áformað var að hefja skimun í ársbyrjun 2009. Ekki varð úr því en nú vinnur heilbrigðisráðherra að gerð krabbameinsáætlunar. Í raun erum við í sömu sporum hvað þetta varðar og fyrir 30 árum. Það er gríðarlega mikilvægt að ráðist sé í þetta verkefni án tafar. Kallað hefur verið eftir skimun fyrir ristilkrabbameini í áratug. Alþingi hefur ályktað um málið og sýnt hefur verið fram á kostnaðarhagræði auk þess sem hægt verður að bjarga mannslífum og lækka dánartíðni af völdum þessa illvíga sjúkdóms.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun