Handbolti

Aron tafðist í Svíþjóð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, var kallaður á landsliðsæfingu í gær.
Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, var kallaður á landsliðsæfingu í gær. fréttablaðið/stefán
Aron Rafn Eðvarðsson markvörður var fjarri góðu gamni á æfingu íslenska landsliðsins í Framhúsinu í Safamýri í gær en það undirbýr sig nú fyrir leiki gegn Ísrael og Svartfjallalandi í undankeppni EM 2016. Strákarnir hefja leik gegn fyrrnefndu þjóðinni í Laugardalshöllinni annað kvöld.

Aron Rafn, sem leikur með Guif í sænsku úrvalsdeildinni, tafðist í Svíþjóð í gær vegna bilunar í flugvél. Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH og U-20 ára liðs Íslands, var kallaður til og tók hann þátt í æfingunni í gær ásamt Björgvini Páli Gústavssyni, leikmanni Bergischer í Þýskalandi.

Aron Pálmarsson er frá vegna meiðsla og tekur því ekki þátt í leikjunum en aðrir leikmenn eru heilir heilsu og leikfærir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×