Við erum okkar hörðustu gagnrýnendur Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2014 07:00 Aron Kristjánsson er klár í slaginn gegn Ísraelsmönnum í Laugardalshöllinni í kvöld. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta hefja leik í undankeppni EM 2016 í kvöld þegar liðið mætir Ísrael í Laugardalshöllinni klukkan 19.30. Strákarnir þurfa að hrista af sér vonbrigðin rosalegu frá því í sumar þegar liðið tapaði fyrir Bosníu í umspili um sæti á HM. Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði var hreinskilinn í viðtali við íþróttadeild á mánudaginn þegar hann sagðist hafa orðið var við andlega þreytu í kringum leikina, og Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari tekur undir orð fyrirliðans. „Alveg klárlega. Við erum búnir að greina þetta fram og til baka og ræða við alla leikmenn. Yfirskriftin var vanmat og andleg þreyta. Þegar vanmat er í gangi þá kemur andlega þreytan fram og meiðslin verða meiri. Menn fara í aðgerðir sem þeir þurfa kannski að fara í og svo framvegis. Menn halda að þetta sé í lagi, en svo allt í einu stöndum við uppi með mörg afboð og marga menn meidda,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær, en nú á að spýta í lófana og koma sér á EM í Póllandi sem fram fer í janúar 2016. „Við þurfum að nýta þann kraft sem gefst úr svona áfalli. Þó menn hafi verið að klára góð tímabil með sínum félagsliðum í fyrra þá eyðilögðu þessir leikir sumarið fyrir mönnum og þeir eru með óbragð í munni. Menn eru virkilega hugarfarslega vel stemmdir og tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir landsliðið. Það byrjar núna strax og það er alveg klárt að við ætlum að lyfta okkur aftur upp í hæstu hæðir. Þessi undankeppni er gríðarlega mikilvæg upp á það,“ sagði Aron. Landsliðsþjálfarinn tekur það ekkert inn á sig að liðið sé gagnrýnt fyrir tapið gegn Bosníu. Hann skilur manna best þær kröfur sem gerðar eru til liðsins. „Við áttum að vinna Bosníu, það er bara svoleiðis. Við horfum allir í eigin barm og viðurkennum að þetta var ekki nógu gott. Við erum okkar hörðustu gagnrýnendur og það er kannski kostur okkar liðs að menn eru tilbúnir að líta inn á við og fara í naflaskoðun. Ef þú ert ekki tilbúinn í það þá bætirðu þig aldrei,“ sagði Aron. Ísraelska liðið er ekki hátt skrifað og tapaði fyrir Finnum í aðdraganda Íslandsfararinnar. Auk þess eru Svartfellingar og Serbar með í riðlinum og markmiðið er skýrt. „Við stefnum á fyrsta sætið, en markmið númer eitt er að komast á EM. Við ætlum samt að reyna að vinna þennan riðil. Við unnum EM-riðilinn fyrir mótið 2014 gegn sterkum liðum og það er það sem við viljum,“ sagði Aron Kristjánsson. Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta hefja leik í undankeppni EM 2016 í kvöld þegar liðið mætir Ísrael í Laugardalshöllinni klukkan 19.30. Strákarnir þurfa að hrista af sér vonbrigðin rosalegu frá því í sumar þegar liðið tapaði fyrir Bosníu í umspili um sæti á HM. Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði var hreinskilinn í viðtali við íþróttadeild á mánudaginn þegar hann sagðist hafa orðið var við andlega þreytu í kringum leikina, og Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari tekur undir orð fyrirliðans. „Alveg klárlega. Við erum búnir að greina þetta fram og til baka og ræða við alla leikmenn. Yfirskriftin var vanmat og andleg þreyta. Þegar vanmat er í gangi þá kemur andlega þreytan fram og meiðslin verða meiri. Menn fara í aðgerðir sem þeir þurfa kannski að fara í og svo framvegis. Menn halda að þetta sé í lagi, en svo allt í einu stöndum við uppi með mörg afboð og marga menn meidda,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær, en nú á að spýta í lófana og koma sér á EM í Póllandi sem fram fer í janúar 2016. „Við þurfum að nýta þann kraft sem gefst úr svona áfalli. Þó menn hafi verið að klára góð tímabil með sínum félagsliðum í fyrra þá eyðilögðu þessir leikir sumarið fyrir mönnum og þeir eru með óbragð í munni. Menn eru virkilega hugarfarslega vel stemmdir og tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir landsliðið. Það byrjar núna strax og það er alveg klárt að við ætlum að lyfta okkur aftur upp í hæstu hæðir. Þessi undankeppni er gríðarlega mikilvæg upp á það,“ sagði Aron. Landsliðsþjálfarinn tekur það ekkert inn á sig að liðið sé gagnrýnt fyrir tapið gegn Bosníu. Hann skilur manna best þær kröfur sem gerðar eru til liðsins. „Við áttum að vinna Bosníu, það er bara svoleiðis. Við horfum allir í eigin barm og viðurkennum að þetta var ekki nógu gott. Við erum okkar hörðustu gagnrýnendur og það er kannski kostur okkar liðs að menn eru tilbúnir að líta inn á við og fara í naflaskoðun. Ef þú ert ekki tilbúinn í það þá bætirðu þig aldrei,“ sagði Aron. Ísraelska liðið er ekki hátt skrifað og tapaði fyrir Finnum í aðdraganda Íslandsfararinnar. Auk þess eru Svartfellingar og Serbar með í riðlinum og markmiðið er skýrt. „Við stefnum á fyrsta sætið, en markmið númer eitt er að komast á EM. Við ætlum samt að reyna að vinna þennan riðil. Við unnum EM-riðilinn fyrir mótið 2014 gegn sterkum liðum og það er það sem við viljum,“ sagði Aron Kristjánsson.
Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira