Landspítali eða RÚV? Skjóðan skrifar 29. október 2014 12:00 Sjálfur Landspítalinn er þröngur og úr sér genginn. Ef til væru fjármunir fyrir nýjustu lækningatækjum kæmust þau ekki fyrir í núverandi húsnæði spítalans. Heilbrigðiskerfið á Íslandi virðist vera að molna. Brostin eru á verkföll lækna, það er þeirra sem enn eru eftir á Íslandi, því mikill fjöldi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks hefur þegar yfirgefið landið og gengur nú til starfa í Noregi, Svíþjóð og víðar. Margir læknar virðast kjósa að koma alls ekki heim úr framhaldsnámi erlendis. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu lengjast og víða úti á landi er varla boðið upp á fulla heilbrigðisþjónustu. Sjálfur Landspítalinn er þröngur og úr sér genginn. Ef til væru fjármunir fyrir nýjustu lækningatækjum kæmust þau ekki fyrir í núverandi húsnæði spítalans. Heilu álmurnar eru ónothæfar vegna myglu og fúa. Á sama tíma verja skattgreiðendur 3,5 milljörðum til Ríkisútvarpsins á hverju ári. Ofan á framlag skattgreiðenda leggjast auglýsingatekjur þannig að þegar upp er staðið hefur RÚV úr næstum 5,5 milljörðum á ári að spila. En þetta virðist ekki vera nóg. Stjórnendur RÚV kveinka sér heil ósköp yfir því að milljarðarnir dugi ekki fyrir sómasamlegum rekstri og hafa safnað skuldum upp á næstum 1,5 milljarða á tveimur árum vegna þess, sem þeir lýsa sem fjársvelti. Er í alvöru ekki hægt að halda úti þokkalegri dagskrá í útvarpi og sjónvarpi fyrir minna en 5,5 milljarða? Séu framlög skattgreiðenda til RÚV skoðuð í samhengi við annað og reiknuð inn í framtíðina út frá ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa á markaði, eins og Óðinn Viðskiptablaðsins gerði í síðustu viku, kemur í ljós að skuldbinding ríkisins vegna þeirra nemur vel á annað hundrað milljörðum. Skoðum þetta nú aðeins í samanburði við Landspítalann og heilbrigðiskerfið. Talið er að það kosti innan við 100 milljarða að reisa nýjan Landspítala. Ekki eru allir sammála um ágæti þess að reisa nýtt hátæknisjúkrahús í Vatnsmýrinni og eflaust er hægt að bæta úr húsnæðis- og tækjaþörf Landspítalans fyrir mun minna en 100 milljarða þannig að eftir yrðu fjármunir til að efla og viðhalda heilbrigðisþjónustu hringinn í kringum landið. Ef við viljum styðja við ferðaþjónustu um allt land gengur hvort eð er ekki að hlaða allri heilbrigðisþjónustu í Vatnsmýrina í Reykjavík. Einhvern veginn er svo augljóst að fyrir þá fjármuni sem renna úr almannasjóðum til RÚV má halda úti fjölmiðli sem uppfyllir menningar- og öryggishlutverk RÚV jafnframt því sem bætt er úr brýnni tækja- og húsnæðisþörf Landspítalans og jafnvel eitthvað sett til hliðar til að tryggja heilbrigðisþjónustu utan póstnúmers 101.Skjóðan er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Tengdar fréttir Ekki sama hver lánar Hér á landi hefur alltaf skipt miklu máli hvort það er Jón eða séra Jón sem á í hlut. Í síðustu viku kom það fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í umræðum á Alþingi að verklagsferlar hafi ekki verið hefðbundnir þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra (76 milljarða króna) með veði í danska bankanum FIH í byrjun október 2008. 16. október 2014 09:49 Vaxtaokrið er myllusteinn um háls Íslands Íslensk fyrirtæki geta ekki keppt á jafnréttisgrundvelli við erlend fyrirtæki. Á það jafnt við um samkeppni á erlendum mörkuðum og samkeppni á innanlandsmarkaði. Löggjafinn hefur reynt að styrkja samkeppnisstöðu innlendra matvælaframleiðenda gagnvart innflutningi með hvers kyns viðskiptahömlum og tollavernd. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að undanskilja einstaka þætti innlendrar matvælaframleiðslu almennum samkeppnisreglum. 22. október 2014 13:00 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Heilbrigðiskerfið á Íslandi virðist vera að molna. Brostin eru á verkföll lækna, það er þeirra sem enn eru eftir á Íslandi, því mikill fjöldi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks hefur þegar yfirgefið landið og gengur nú til starfa í Noregi, Svíþjóð og víðar. Margir læknar virðast kjósa að koma alls ekki heim úr framhaldsnámi erlendis. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu lengjast og víða úti á landi er varla boðið upp á fulla heilbrigðisþjónustu. Sjálfur Landspítalinn er þröngur og úr sér genginn. Ef til væru fjármunir fyrir nýjustu lækningatækjum kæmust þau ekki fyrir í núverandi húsnæði spítalans. Heilu álmurnar eru ónothæfar vegna myglu og fúa. Á sama tíma verja skattgreiðendur 3,5 milljörðum til Ríkisútvarpsins á hverju ári. Ofan á framlag skattgreiðenda leggjast auglýsingatekjur þannig að þegar upp er staðið hefur RÚV úr næstum 5,5 milljörðum á ári að spila. En þetta virðist ekki vera nóg. Stjórnendur RÚV kveinka sér heil ósköp yfir því að milljarðarnir dugi ekki fyrir sómasamlegum rekstri og hafa safnað skuldum upp á næstum 1,5 milljarða á tveimur árum vegna þess, sem þeir lýsa sem fjársvelti. Er í alvöru ekki hægt að halda úti þokkalegri dagskrá í útvarpi og sjónvarpi fyrir minna en 5,5 milljarða? Séu framlög skattgreiðenda til RÚV skoðuð í samhengi við annað og reiknuð inn í framtíðina út frá ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa á markaði, eins og Óðinn Viðskiptablaðsins gerði í síðustu viku, kemur í ljós að skuldbinding ríkisins vegna þeirra nemur vel á annað hundrað milljörðum. Skoðum þetta nú aðeins í samanburði við Landspítalann og heilbrigðiskerfið. Talið er að það kosti innan við 100 milljarða að reisa nýjan Landspítala. Ekki eru allir sammála um ágæti þess að reisa nýtt hátæknisjúkrahús í Vatnsmýrinni og eflaust er hægt að bæta úr húsnæðis- og tækjaþörf Landspítalans fyrir mun minna en 100 milljarða þannig að eftir yrðu fjármunir til að efla og viðhalda heilbrigðisþjónustu hringinn í kringum landið. Ef við viljum styðja við ferðaþjónustu um allt land gengur hvort eð er ekki að hlaða allri heilbrigðisþjónustu í Vatnsmýrina í Reykjavík. Einhvern veginn er svo augljóst að fyrir þá fjármuni sem renna úr almannasjóðum til RÚV má halda úti fjölmiðli sem uppfyllir menningar- og öryggishlutverk RÚV jafnframt því sem bætt er úr brýnni tækja- og húsnæðisþörf Landspítalans og jafnvel eitthvað sett til hliðar til að tryggja heilbrigðisþjónustu utan póstnúmers 101.Skjóðan er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Tengdar fréttir Ekki sama hver lánar Hér á landi hefur alltaf skipt miklu máli hvort það er Jón eða séra Jón sem á í hlut. Í síðustu viku kom það fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í umræðum á Alþingi að verklagsferlar hafi ekki verið hefðbundnir þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra (76 milljarða króna) með veði í danska bankanum FIH í byrjun október 2008. 16. október 2014 09:49 Vaxtaokrið er myllusteinn um háls Íslands Íslensk fyrirtæki geta ekki keppt á jafnréttisgrundvelli við erlend fyrirtæki. Á það jafnt við um samkeppni á erlendum mörkuðum og samkeppni á innanlandsmarkaði. Löggjafinn hefur reynt að styrkja samkeppnisstöðu innlendra matvælaframleiðenda gagnvart innflutningi með hvers kyns viðskiptahömlum og tollavernd. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að undanskilja einstaka þætti innlendrar matvælaframleiðslu almennum samkeppnisreglum. 22. október 2014 13:00 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Ekki sama hver lánar Hér á landi hefur alltaf skipt miklu máli hvort það er Jón eða séra Jón sem á í hlut. Í síðustu viku kom það fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í umræðum á Alþingi að verklagsferlar hafi ekki verið hefðbundnir þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra (76 milljarða króna) með veði í danska bankanum FIH í byrjun október 2008. 16. október 2014 09:49
Vaxtaokrið er myllusteinn um háls Íslands Íslensk fyrirtæki geta ekki keppt á jafnréttisgrundvelli við erlend fyrirtæki. Á það jafnt við um samkeppni á erlendum mörkuðum og samkeppni á innanlandsmarkaði. Löggjafinn hefur reynt að styrkja samkeppnisstöðu innlendra matvælaframleiðenda gagnvart innflutningi með hvers kyns viðskiptahömlum og tollavernd. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að undanskilja einstaka þætti innlendrar matvælaframleiðslu almennum samkeppnisreglum. 22. október 2014 13:00